Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ) SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 59 un á síðustu áratugum, en það hef- ur hinsvegar skort á að höfund- arnir væru teknir alvarlega. Mín afstaða til leikverks Nínu Bjarkar, er sú að ég lít á það sem endanlegt verk höfundar og ég tel mig þurfa að finna mína leið til að gera það að veruleika, gefa því líf á sviðinu. En ég geri það fyrst og fremst með þeim hætti að skilja og dýpka minn skilning á því sem Nína er að bera á borð, frekar en að nota verk hennar sem hráefni í sýningu fyrir mig.“ Túlkendur eða skapandi listamenn? Hvernig líturðu á starf leikar- ans í þessari keðju — ég á við þar sem hann er óhjákvæmilega túlk- andi, geturðu þá samtímis litið á hann sem sjálfstæðan listamann? „Já, ég lít á alla þá, sem vinna skapandi starf í leikhúsi, sem sjálfstæða listamenn. Ég held þeir séu allir i eðli sínu miðlar þ.e.a.s. túlkendur, en það útilokar ekki að þeir séu jafnframt skapandi lista- menn. Höfundurinn er á sinn hátt líka miðill. Þar er það samfélagið og sú heimsmynd sem hann hefur, sem talar í gegnum hann og á sama tíma og hann skapar sitt verk, er hann líka að miðla ein- hverju. Það verk þarf ég svo sem leikstjóri að skilja og nema til þess að geta miðlað. Og það er þessi miðlun, sem er minn, skap- andi þáttur, þó svo ég þurfi að túlka til þess að geta miðlað, þá er ég á augnabliki miðlunarinnar skapandi. Eins er þetta fyrir leik- ara, hann verður að skilja hlut- verk sitt til þess að geta miðlað því. En hann miðlar því á sinn hátt og þar í er sköpunin fólgin. Og það, sem ég held í rauninni að sé vænlegast til árangurs, er ef sú sköpun er sprottin hjá leikaranum en ekki hjá leikstjóranum, vegna þess að ég held að í þeirri vinnu, sem er okkar æfingavinna í leik- húsi, verði leikarinn að hafa mjög mikið frumkvæði í því sem að hon- um snýr, til þess að það sem hann endanlega gerir geti orðið satt. Það er meiri hætta á að það verði ósatt, ef það sprettur af fræi sem Ieikstjórinn sáir hjá honum. Ef ég á að svara spurningu þinni beint, þá er svarið að leikarinn sé bæði skapandi listamaður og túlkandi." Margir leikstjórar kjósa að vinna með sömu leikurum aftur og aftur og í rauninni er vel hægt að ímynda sér að það sé erfitt fyrir leikstjóra að vinna með leikurum sem hann þekkir ekki. Hver er þín afstaða hvað þessu viðvíkur? „Maður hefur alltaf vissan vilja til að vinna aftur með sömu leik- urunum, vegna þess að starf í leikhúsi er og verður að vera ákveðinn þroskaferill. Þess vegna vill maður kannski frekar fá að vinna með því fólki sem maður hefur unnið með áður, til þess að komast skrefinu lengra en maður komst þá. Ég held það sé ekkert nema jákvætt um það að segja. Hins vegar verður maður lfka að gæta sín á því að útiloka ekki nýj- ar upplifanir og nýja möguleika. Til að ná þroska í list sinni, verður maður sífellt að mæta nýjum og áður óþekktum hlutum, einhverju sem kemur á óvart.“ Reyndi að hafa áhuga á öllu öðru en leikhúsi Hvenær fékkstu fyrst áhuga á leikhúsi? „Ég held ég hafi í rauninni allt- af haft áhuga á leikhúsi, frá því ég fyrst man eftir mér, mismikinn að vísu. Samt finnst mér eins og ég sé alltaf að fá nýjan og nýjan áhuga og það leikhús sem ég hafði áhuga á í upphafi er kannski ekki það leikhús sem ég hef áhuga á í dag. Ég fór þessa venjulegu leið upp i gegnum menntaskóla og þá var áhugi minn þannig að nær væri að kalla hann leikhúsdellu en leik- húsáhuga. Einhverntíma á þess- um menntaskólaárum kom að því að mér fannst ég aldrei hafa hugs- að um annað en leikhús og ég reyndi að hrinda þeirri dellu frá mér. Ég hellti mér á kaf í pólitík, bókmenntir og myndlist og reyndi að hafa áhuga á öllu öðru en leik- húsi. En þetta var náttúrulega ekkert annað en sjálfsblekking, þannig að þegar að þvi kom að maður þurfti að gera upp hug sinn, eftir stúdentsprófið, og ákveða hvað maður ætlaði „að verða“, þá komst aldrei neitt ann- að að en leikhús í mínum huga.“ Þú lærðir í Svíþjóð? „Já, það má segja að nám mitt úti í Svíþjóð hafi verið safn gull- inna tækifæra. Maður skipuleggur nám sitt að miklu leyti sjálfur i skóla eins og Dramatiska institut- et, þar sem um er að ræða fram- haldsmenntun fyrir leikhúsfólk, og þá er mikilvægt að vita eftir hverju maður er að slægjast. Ég held ég hafi nokk vitað hvað ég vildi. Þegar maður er búinn að horfa á leikhús og vinna i leikhúsi og viða að sér teoretískum fróðleik um leikhús, þá er maður kominn með ákveðna drauma um það hvernig leikhúsi maður vilji vinna að. Maður er kominn með ákveðn- ar stórar spurningar sem maður þarf að fá svarað. Það voru bæði þannig spurningar sem ég fékk að einhverju leyti svarað í skólanum og eins fékk ég tækifæri til að láta reyna svolítið á eigin drauma. Þarna fær maður að velja eigin verkefni og einnig það hvernig maður vinnur að þeim. Én siðan kemur maður út á leikhúsmarkað- inn og þá fer maður að vinna á allt öðrum forsendum en sínum eigin. Þá fer maður að reyna að koma til móts við þær kröfur sem leikhúsið gerir til manns. Lýsandi dæmi þess hverju einstakir lista- menn geta tekið upp á Leikstjórar á íslandi eru yfir- leitt kallaðir af leikhúsunum til að vinna ákveðin verkefni. Það er undantekning að þeir komi inn í leikhúsin sem frumkvöðlar og stundum virðist sem leikstjóri þurfi samtímis að vera leikhús- stjóri til að geta valið sér verkefni. Ég er ekkert frá því að leikhúsin geti í mörgum tilvikum gefið bæði hópum leikara og einstökum leik- urum, leikstjórum og einstökum kröftum innan leikhússins frjáls- ari hendur og fengið á þann hátt eitthvað nýtt og lífvænlegt inní leikhúsið, í stað þess að útdeila alltaf hlutverkum til listamann- anna. Að þessu leyti hefur leikhús eins og Alþýðuleikhúsið sérstöðu og á kannski fyrst og fremst til- verurétt vegna þess arna. Og þá er Egg-Ieikhúsið einnig lýsandi dæmi þess hverju einstakir lista- menn geta tekið upp á. í rauninni stórkostlegt dæmi um það hvað getur gerst þegar listamaðurinn bíður ekki eftir að einhver gefi honum tækifæri, heldur skapar sér sín tækifæri sjálfur. Það sem hefur vakið athygli í vetur, bæði hjá Egg-Ieikhúsinu og Alþýðu- leikhúsinu, eru fyrst og fremst dæmi um leiksýningar sem eru sprottnar upp af áhuga listafólks- ins sjálfs og bornar uppi af þeim áhuga. Og sá áhugi smitar allt í kringum sig og gefur þessum leiksýningum líf, sem mér finnst að Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur megi gjarnan draga sinn lærdóm af. Ég held að báðar þessar stofnanir þurfi að virkja það fólk sem þær eru með á laun- um og það fólk sem þær leita til, á annan og nýjan hátt. Það þarf að virkja ekki bara starfskrafta þess, heldur líka frumkvæði þess. Virkja ekki bara vinnuna, heldur líka viljann til að vinna.“ Þú talaðir áðan um drauma í sambandi við leikhús. Hefurðu séð • einhverja þeirra rætast? „Ég hef séð fullt af mínum draumum rætast, aldrei alveg, en alltaf að einhverju marki, í hverri einustu sýningu sem ég hef tekið þátt í. Éf þeir gerðu það ekki væri ég vafalaust steinhættur. Svo breytast draumarnir alltaf og sem betur fer er maður alltaf að læra.“ Hvað á þetta líf að innihalda? Sagan segir okkur að listir blómgist í kreppuástandi og í dag er talað um kreppuástand. Hef- urðu orðið var við í listum núna að ástandið sé orðið svo slæmt? „Ég held að ef listin á að fá byr undir báða vængi í þessari kreppu, þá þurfi listamennirnir að taka í hnakkadrambið á sjálfum sér. Mér finnst það ekki vera að gerast í þessari kreppu. Énda held ég að hún sé af öðrum toga en aðrar kreppur. Við höfum það í rauninni efnahagslega helvíti gott. Hins vegar gengur þessi kynslóð, sem nú er að berjast í bönkunum, út frá ákveðnum lífsgæðum, sem bú- ið er að innprenta fólki að séu ekki bara sjálfsagðir hlutir, heldur < Hfsnauðsynlegir. Það er gengið út frá efnahagslegum gæðum sem eru kannski alls ekki lifsgæði. Á okkar tímum, einmitt á þessum dögum, er alið á andrúmslofti sem er allri list'og menningu fjand- samlegt. Til dæmis er verið að tala um að við þurfum að leita inn á nýjar brautir í framleiðslugrein- um okkar, iðnaði okkar. Og að við þurfum að byggja meira á hugviti okkar. Á sama tíma og þrengt er meira og meira að skólum lands- ins. Á sama tíma og öll sú hugans næring, sem listin er, er líka gerð hornreka. í tilefni af ári æskunnar kemur fram í sjónvarpsþætti að það þurfi að virkja skólana betur í þágu atvinnulífs, það þurfi að auka framleiðnina. Og hvernig gerist það? Jú, lausnarorðið f dag er tölva. En tölva til hvers? Það er kannski kominn tími til að staldra við og spyrja hvað þetta líf eigi að innihalda, en ekki hverju við getum bætt við í svo- kölluðum lifsgæðum. Ef það er rétt — og ég held það sé mjög rétt — að við séum f kreppu, þá held ég að við séum miklu fremur í andlegri kreppu en efnahagslegri kreppu. Þess vegna held ég að ekkert komi okkur út úr þessari kreppu annað en andans afl. Ég á fyrst og fremst við að sú lífshamingja, sem efnið og hlut- irnir geta veitt okkur, er mjög takmörkuð. Hinsvegar er ímynd- unarafl mannsins ótakmarkað. Sá brunnur er aldrei þurrausinn, en mér finnst oft að við metum hann ekki sem skyldi. Komum jafnvel ekki auga á hann. Leikritið hennar Nínu bendir meðal annars á þetta. „Fugl sem flaug á snúru“ heitir það.“ Er hann með? „Fuglinn? Já, hann er það — f mörgum myndum. Persónurnar eru allar meira eða minna fuglar > sem flogið hafa á snúru.“ KEFLAVÍK — NEW YORK — KEFLAVÍK 1. maí, 8. maí og 15. maí flugleidir FLUGFRAKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.