Morgunblaðið - 28.04.1985, Side 36

Morgunblaðið - 28.04.1985, Side 36
„ 3Ö. MORGttímLAÐlD,'SUNNUDÁGURáS. APRIL Samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, ávarpar gesti við vígslu nýja húsnæðisins. Starfsmenn Slökkviliðs Reykjavík- urfhigvallar, f.v. Guðmundur Guð- mundsson, slökkviliðsstjóri, Ólafur Sigurðsson, varðstjóri, Ingi Guð- mundsson, slökkviliðsmaður, Birgir Ólafsson, varavarðstjóri, og Arni H. Guðmundsson, slökkviliðsmaður. Slökkvilið Reykjavíkur- flugvallar í nýju húsnæði NÝ SLÖKKVISTÖÐ sunnan við flug turninn á Reykjavíkurflugvelli, var for- mlega tekin í notkun í vikunni en allar götur frá árinu 1946 hefur slökkvilið Reykjavíkurfhigvallar verið til húsa í gamla flugturninum og áfostum brögg- um. Árið 1982 var hafist handa við byggingu slökkvistöðvarinnar, sem er að gólffleti 534 fermetrar, og nemur kostnaður við hana fullbúna rúmum 17 milljónum króna. Við vígslu nýja húsnæðisins sl. miðvikudag ávarpaði samgönguráð- herra, Matthías Bjarnason, gesti. Sagði hann að með tilkomu þessarar nýju slökkvistöðvar hefði enneinum áfanga verið náð i úppbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Enn væru þó mörg verkefni óunnin í flugmálum og vonandi myndi langtímaáætlun um uppbyggingu flugmála á Islandi liggja fyrir í lok þessar árs. Þakkaði samgönguráðherra starfsmönnum slökkvistöðvarinnar að lokum fyrir vel unnin störf og skjót viðbrögð á hættustundum. Að því loknu tók Pétur Einarsson, flugmálastjóri, til máls og þakkaöi starfsmönnum slökkvistöðvarinnar gott samstarf á liðnum árum. Har- aldur Stefánsson, varaslökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, faerði starfsmönnum slökkvistöðvarinnar þvínæst gjöf fyrir hönd Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar og sömuleiðis Ármann Pétursson, formaður Félags slökkviðliðsmanna í Reykjavík. Að síðustu ávarpaði Ágúst Magnússon frá Landssambandi slökkviliðs- manna gesti og færði starfsmönnum slökkvistöðvarinnar að gjöf vegg- platta með merki landssambandsins. Morgunblaðiö/ÓI.K.M. BANKAR Á SAMA STAÐ BÚNAÐARBANKINN OG LANDSBANKINN KYNNA SAMSTARF UM REKSTUR HRAÐBANKA Afareiðslutaekium I ■ I ífll k. I tf-l k. Nj verður komið fyrir í áföngum á ýmsum stöðum á landinu í sumar og haust. Þau lengja afgreiðslutímann og verða viðskiptamönnum beggja bankanna til flýtis og hagræðis. I HRAÐBANKANUM munu viðskiptavinir Búnaðarbankans og Landsbankans hafa aðgang að sparisjóðs- og tékkareikningum sínum á sama afgreiðslustað, en í þessum tveimur stærstu bönkum landsins er um 65% af innlánsfé viöskiptabankanna varöveitt. | Sjálfsafgreiðsla í eftirfarandi bankaþjónustu: HRAÐBANKANUM mun ná til ★ ★ ★ ★ ★ úttektar af bankareikningi innborgunar á bankareikning millifærslu milli bankareikninga greiðslu á reikningum með peningum eða ávísun greiðslu á reikningum með millifærslu af eigin bankareikningi upplýsinga um stöðu bankareiknings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.