Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SlTNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 Háskólinn þjónar allri þjóðinni — SEGIR DR SIGMUNDUR GUÐBJARNASON. NÝKJÖRINN REKTOR „Vissulega hefi ég hug á að koma ýmsum málum í framkvæmd, sum hafa verið í undirbúningi um skeið, önnur hafa beðið úr- lausnar. Háskólar taka sjaldan skjótum breytingum en þeir verða að aðlagast þörfum og kröfum nýrra tíma. Hlutverk há- skóla er að veita gagnrýni og að- hald á öllum sviðum þjóðfé- lagsmála en jafnframt og öllu fremur að bæta og byggja upp þá fjölbreyttu starfsemi, sem auð- gar menningar- og atvinnulífið," segir dr. Sigmundur Guðbjarna- son, nýkjörinn rektor Háskóla ís- lands. Hann er efnafræðingur að mennt og lauk doktorsprófi í líf- efnafræði frá Tækniháskólanum í Munchen. Hann hefur verið for- stöðumaður efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskól- ans frá 1971 til 1983. Vísinda- rannsóknir hans hafa einkum verið: Eðli og orsakir hjartasjúk- dóma frá sjónarhóli lífefnafræði, svo og áhrif streitu og mataræðis á hjartavöðvann. Ljósmy Friðþjófur Hel«aaon Dr. Sigmundur Guðbjarnason hefur um árabil verið í hópi þekkt- ustu visindamanna i sinni grein og eftirsóttur fyrirlesari í virtustu vísindastofnunum á þessu sviði. En hvað er það sem fær vísinda- mann til að takast á hendur stjórnunarstörf á borð við þau sem embætti háskólarektors er að mestu leyti fólgið í? „Það eru tið mannaskipti i stjórnunarstöðum innan Háskóla íslands. Á tveggja ára fresti eru deildarforsetaskipti og háskóla- rektor er kjörinn til þriggja ára i senn en rektor situr sjaldan meira en tvö kjörtimabil. Rektor getur vissulega haft mikil áhrif á fram- gang mála en verkefnin eru fjöl- breytt og mörg erfið viðfangs. Rektorsstarfið mun vissulega hafa i för með sér miklar breytingar á mínum daglegu störfum en ég mun þó ekki segja skilið við rann- sóknarstörfin. Eg mun eftir sem áður stjórna minum rannsóknum. Ég hef góða samstarfsmenn sem eru vanir að vinna sjálfstætt þannig að vonandi næst þarna æskilegt jafnvægi." „Hvaða breytingar hefurðu í huga í háskólanum?** „Ég hef hug á þvi að kynna starfsemi háskólans meira en gert hefur verið. Ég held að almenn- ingur hafi frekar litla þekkingu á þvi visindastarfi sem fram fer hér i háskólanum. Með vísindum á ég vitaskuld jafnt við hugvisindi og raunvisindi. Við þurfum að opna okkar dyr og kynna það sem hér fer fram þannig að það geti nýtzt betur í þágu þjóðfélagsins alls. Ég held að þorri manna geri sér grein fyrir mikilvægi háskólamenntun- ar fyrir þjóðfélagið en háskólinn þarf að vera í nánari tengslum við þjóðlifið. Hann þarf að bjóða fram þjónustu sína og efla samstarf við atvinnulifið. Það er greinilegt að áhugi á sliku samstarfi er fyrir hendi og ég lít á það sem mitt hlutverk m.a. að greiða fyrir því þannig að sú þekking og færni sem við höfum á að skipa nýtist eins vel og kostur er.“ „A undanförnum árum hefur talsvert verið rætt um að tak- marka aðgang að háskólanum. Ertu fylgjandi fjöldatakmörkun- um?“ „Nei, það er ég ekki, að minnsta kosti ekki með inntökuprófum. Að vísu er það svo að fjöldatakmark- anir eiga sér stað nú þegar en þær eiga sér orsakir sem háskólinn sem slíkur ræður ekki við. Þær fjöldatakmarkanir sem nú tíðkast eiga rót sína að rekja til þess að í ýmsum greinum er ekki aðstaða til að veita verklega þjálfun sem er mjög mikilvægur liður i nám- inu.“ „Nú hefur því verið haldið fram að fjöldi fólks hefji há- skólanám án þess að eiga þar erindi eins og fram komi m.a. í því að það hverfí frá námi fíjót- lega og að háskólinn gæti e.t.v. sparað sér mikinn kostnað með því að láta það þreyta inntöku- próf í stað þess að láta það hefja námið til þess eins að hætta því eftir veturinn.“ „Ég hygg að þetta sé ekki mikið áhyggjuefni. Á hverju vori (síð- ustu tvö árin) innritast um það bil 1800 nýstúdentar í háskólann. Af þessum fjölda skilar um fjórðung- ur sér aldrei inn í skólann, heldur fer annað, — ýmist í vinnu eða annað nám. Ánnar fjórðungur hættir háskólanámi þegar á fyrsta ári af ýmsum ástæðum. Tæplega helmingur heldur áfram háskóla- námi og þar af lýkur stór hópur siðan prófi. Kostnaðarauki við kennslu háskólanema sem hætta á fyrsta ári er ekki ýkja mikill. Sá kostnaður sem máli skiptir er að- allega í sambandi við dýra verk- lega kennslu og þjálfun sem kem- ur síðar þegar fólk er komið vel á veg í námi sínu. Vissulega skiptir það máli að nýta sem best fé til menntamála og liður í því er að það skólastarf sé í tengslum og samræmi við þjóðlífið. Ég tel brýnt að auka samstarf háskólans við framhaldsskóla i landinu og raunar grunnskólana líka. Með því móti mætti eflaust leysa mikinn vanda sem stafar af þvi að undir- búnings- og framhaldsmenntun eru ekki i nógu góðu samræmi. Ég vil leggja á það áherslu að þótt ýmsu sé ábótavant í mennta- málum okkar þá er ég sannfærður um að íslenskt skólafólk fær nú mun betri og víðtækari menntun almennt en völ var á þegar ég var i skóla, svo ég taki nærtæka við- miðun, og nú eru mun fleiri góðir námsmenn en nokkru sinni fyrr. Nú orðið útskrifast um þriðjungur alls æskufólks sem stúdentar. „Hvað um gæði íslcnzkra skóla almennt?“ „Þar sem ég þekki til annars staðar en hér á landi eru gerðar mun meiri kröfur til nemenda í grunnskólum en hér tíðkast. Ég á fjögur börn sem hafa gengið i skóla í Sviss, Þýzkalandi og Bandarfkjunum og ég hafði ágætt tækifæri til að fylgjast með skóla- göngu þeirra. Námskröfur voru meiri í þessum skólum en hér er og nemendunum var betur sinnt. Þetta voru ekki einkaskólar — heldur almennir skólar. þar voru í gildi ákveðnar reglur og ríkt geng- ið eftir því að þeim væri fylgt. Námsefni og kennsluhættir voru einnig mjög örvandi.“ „Rannsóknir þínar hafa eink- um beinzt að eðli og orsökum hjartasjúkdóma og áhrifum streitu og mataræðis á hjarta- vöðvann. Hverjar eru helztu niðurstöður?“ „Orsakir hjartasjúkdóma eru fjölþættar m.a. erfðaþættir, mat- aræði og streita. Samband virðist einnig vera milli skapgerðar og hjartasjúkdóma, en rannsóknir okkar hér í Raunvisindastofnun á síðari árum hafa beinzt að efna- fræðilegum þáttum streitu og streituaðlögunar. Niðurstöður benda til þess að streita valdi verulegum breytingum á frumu- himnum í hjartavöðva og að þær breytingar sem verði við streitu gangi að mestu til baka þegar streitu linnir. Við höfum gert þessar rannsóknir á dýrum og það er ekki hægt að segja til um að hve miklu leyti árangurinn á við um mannfólkið. Það er athyglisvert að tveggja vikna strangur megrun- arkúr hefur áþekk áhrif á hjarta- vöðva og mikið streituálag. Sem dæmi um það hvernig slíkar rann- sóknir fara fram má nefna að not- aðar voru fullvaxnar rottur sem voru 500—600 gr að þyngd. Þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.