Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 62
SUNNO&AgUfc'ga/AjMtfL 1985 / 62 V insældas vindl? Myndbönd Árni Þórarinsson Listarnir yfir vinsælustu myndböndin á leigunum um land allt sem DV og NT birta vikulega verða æ undarlegri. Ég verð að játa að því betur sem ég fylgist með þessum listum þeim mun trú- legra finnst mé að þeir séu ekki alls kostar heiðarlega samansett- ir. Þá á ég ekki við að viðkomandi blöð falsi listana, heldur miklu frekar að einhverjar af þeim leig- um sem leitað er upplýsinga hjá reyni að stýra vinsældunum með því að tefla fram sumum spólum frekar en öðrum. Ég vil ekki full- yrða þetta blákalt en tilkoma sumra mynda á þessum listum er gjörsamlega óskýranleg með hliðsjón af öllum venjulegum markaðslögmálum og vinsælda- straumum. Ég nefndi um daginn myndina Summer Girl sem verið hafði á þessum listum um hríð án nokk- urra sjáanlegra verðleika, — ann- ars fíokks amerísk sjónvarps- framleiðsla. Og nú í aprílmánuði hefur haldið frekar stöðugu sæti á lista DV mynd með titlinum The Stranger Within. Ég hafði aldrei heyrt hennar getið, hvorki að góðu né slæmu, svo mér þótti for- vitnilegt að fiska hana upp á næstu leigu. Ekki hafa margir tekið þessa spólu vegna spennandi umbúða. Utaná er muskuleg mód- elmynd af ófrískri konu. Ekki hef- ur leikhópurinn höfðað sérstak- lega til islenskra myndbanda- neytenda — Barbara Eden, George Grizzard, David Doyle Ne- hemia Parsoff eru frambærilegir sjónvarpsleikarar vestra en ekki stjörnur með sérstakt aðdráttar- afl hér. Ekki er leikstjórinn, Lee Philips, viðurkennt stórmenni í bandarískri kvikmyndagerð. Og ekki er myndin splunkunýtt sýn- ishorn af bandarískum bíómynd- um; The Stranger Within er eld- gömul sjónvarpsmynd, nánar til- tekið gerð 1974. Og efnið: Velstæð hjón hafa árangurslaust reynt að eignast barn, en eiginkonan þolir ekki barneign af heilsufarsástæðum og því lætur maki hennar „taka sig úr sambandi“, eins og sagt er. Skyndilega verður konan samt ófrísk. Auðvitað grunar eigin- manninn fyrst framhjáhald, en frúin heldur stöðugt fram sak- leysi sínu. Eftir því sem líður á meðgöngutímann verður óléttan æ torkennilegri; konan gerist sjúk í salt og svart kaffi, hefur níst- ingskulda í húsinu, og verður æ önugri og undarlegri, drekkur í sig heilu doðrantana með fingur- gómunum og svo framvegis. Áhorfandi er ekki lengi að koma auga á það — og talsvert á undan öðrum persónum — að þarna hef- ur frjóvgun ekki átt sér stað með eðlilegum hætti. Það eru nokkur nýstárleg smá- atriði í handriti Richard Mathe- son sem skilað hefur gegnum tíð- ina mörgum ágætum verkum fyrir kvikmyndaiðnaðinn í Holly- wood, einkum á sviði vísinda- skáldskapar og furðusagna. En The Stranger Within er samt groddalega unnin samsuða úr Rosemary’s Baby og Close En- counters of the Third Kind sem rétt dugir til að þekja tvo klukku- tíma í óseðjandi dagskrá amer- ískra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem einhver íslenskur innflytj- andi myndbanda hafi keypt fyrir slikk heilan lager af þessari ódýru og tilþrifalitlu framleiðslu úr imbakassanum vestra síðasta áratug eða svo og dembir honum inn á myndbandamarkaðinn hér með litlum upplýsingum, eins og um nýjar bíómyndir sé að ræða. ’ Og það undarlega gerist — þetta rusl fer inn á vinsældalista ís- lenskra myndbandaleiga. Það þarf enginn að segja mér, að slíkt gerist eftir eðlilegum lögmálum framboðs og eftirspurnar. Stjörnugjöf: The Stranger Within *'A Eggjakaka með osti Glóðað brauð Ostborgari Fiskibakstur (gratín) Spaghetti Bolognese Ostbakaðar pönnukökur Lasagne Ostasósa Kartöflubakstur (gratín) Ostakex Ostbaka (Pie) Ostafrauð (soufflé) Lauksúpa Ostafondue Ostabrauð Kræklingabakstur (gratín) Hvernig væri kosturinn eff enginn væri osturinn? Getum við t.d. hugsað okkur Spaghetti Bolognese, ffiski- bakstur eða ostatertu án osts? Það er næstum óhugsandi. Ostur er óviðjafnanlegt krydd. Það þarff ekki endilega að bak’ann eða bræð’ann. Ef við notum RIVO ostariffjárnið góða getum við riffið ostinn beint út í súpuna, sósuna eða grænmet- issalatið. Betri nýting. RIVO er kjörið áhald ffyrir allar gerðir ffastra osta, t.d. Gouda-, Maribo, óðals- og gráðaosta. Með RIVO nýtirðu ostinn til ffulls. RSTO [N^^gTAm^ARNH RIVO - rífur án þess að mylja ostinn Parsons- grautur í sömu skál Hljómplötur Sigurður Sverrisson Keats Keats EMI/Fálkinn Keats er einhvers konar af- brigði af Alan Parsons Project og ber þess öll merki. Ekki að- eins er tónlistin afar keimlík því sem gerist á plötum Parsons, heldur er yfirbragðið allt svo að segja eins, enda stjórnar Pars- ons sjálfur upptökum og hljóð- færaleikararnir eru a.m.k. nokkrir úr sveit hans. Keats er því ekki annað en nýtt vöru- merki fyrir sömu afurðina. Það fer ekki hjá því að tónlist Keats og þar af leiðandi Parsons sé orðin dálítið klisjukennd nú um miðjan níunda áratuginn, eftir að hafa verið lítt eða óbreytt svo lengi sem menn muna. „Tempóið" í lögunum er „sloppy" (þvílík íslenska) og all- an ferskleika vantar í þau. Það er engu líkara en menn séu þarna í vinnu frá 9—5 og eitt verkefnanna hafi verið að gefa út þessa plötu. Andagiftin er a.m.k. ekki til staðar. Kannski ósanngjarnt að gera kröfur til slíks þegar menn á borð við þá, sem skipa Keats, eru búnir að vera í eldlínunni i áraraðir. Ég efast ekki um að einlægir aðdáendur Alan Parsons munu kaupa þessa plötu og þykja hún góð. Að mæla með henni fyrir aðra væri hins vegar ekkert ann- að en ósanngirnin uppmáluð. Dönsk gaman- mynd í Nor- ræna húsinu í HAUST sýndi kvikmyndaklúbbur- inn Norðurljós dönsku gamanmynd- ina „Slá fsrst Frede“, en hún er fyrsta myndin í gamanmyndaflokkn- um um andhetjuna Frede Hansen. Sunnudaginn 28. apríl kl. 16.00 verður sýnd önnur myndin í þess- um myndaflokki, „Slap af Frede“. Hún er beint framhald þeirrar fyrri og er í sama „geggjaða gríns“-stílnum. Frede vesalingur- inn flækist aftur inn í hættulega veröld njósnara, þvert gegn vilja sínum, og lendir í hinum ótrúleg- ustu ævintýrum. Leikstjóri er Erik Balling, en í aðalhlutverkum eru Morten Grundvald, Ove Sprogoe, Dirch Passer, Clara Pontoppidan o.fl. Myndin er f litum og með dönsku tali. Aðgangskort kvikmyndaklúbbs- ins frá því í haust gilda á sýning- una, en auk þess verður hægt að fá aðgöngumiða við innganginn á kr. 50.-. (Frétutilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.