Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 40 Sextugur á morgun: Steingrímur Sigurðs- son listamaður Sextíu ára svaðilför setur mark á brá og vör ýrir hærum skegg og skör skapið herðir, eggjar svör. (Örn Arnarson) Hreint þykir mér með ólíkind- um, að vinur minn og bekkjar- bróðir, Steingrímur Sigurðsson, myndlistarmaður og rithöfundur, skuli vera orðinn sextugur. Ég hefi eiginlega aldrei litið á hann sem fullorðinn, en staðreyndin er, að hann er orðinn svona hund- gamall. í tilefni af því þykir mér hlýða að minnast þessa litríka manns að nokkru. Margir vita af hvaða bergi Steingrímur er brotinn, en fyrir þá sem ekki vita ætla ég að nefna nánustu skyldmenni hans. Tel ég, að slík ættfærsla skýri að nokkru „allt það skopahregg", því að ætt- menn hans eru ólíkir mjög. Stein- grímur er borinn og barnfæddur á Akureyri og voru foreldrar hans Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri frá 1921 til ársloka 1947, og frú Halldóra Ólafsdóttir. Langafi Steingríms í föðurætt var Erlend- ur bóndi og danebrogsmaður í Tungunesi í Laxárdal, Austur- Húnavatnssýslu. Hafði hann dá- læti á málarekstri og baráttu og þótti mikill málafylgjumaður. Hjonum lét einkar vel að laða menn til starfa og dáða. Lifir þar um enn þessi setning: „Vel er sleg- ið, mikið er slegið en meira verður slegið á morgun, piltar mínir.“ Öllum kom hann til nokkurs þroska. Telja sumir, að Steingrímur lík- ist honum í ýmsu. Sonur Erlendar var Guðmundur bóndi og hrepp- stjóri á Æsustöðum og síðar í Mjóadal í Laxárdal, faðir Sigurð- ar, skólameistara. Langalangafi Steingríms í móðurætt var Arni Halldórsson bóndi á Tindum í Svínadal, kallaður veislustjóri. Þóttu veislur i Húnaþingi vart marktækar, ef Árni stýrði þeim ekki. Dóttir hans var Þorbjörg á Reykjum á Reykjabraut, móðir Ingibjargar móður Sigurðar skólameistara. Halldóra móðir Steingríms var dóttir hjónanna Þórunnar Ólafsdóttur frá Mýrar- húsum, Seltjarnarnesi, og ólafs Finnssonar, prests í Kálfholti í Holtum. Ólafur var ættaður frá Meðalfelii i Kjós af Finsensætt. Móðir Ólafs var Kristin Stefáns- dóttir prests á Reynivöllum í Kjós Stephensens. Er ekki að orðlengja, að Sigurður Guðmundsson, Meist- ari. eins og nemendur ávallt köll- uðu hann. þótti á sinni tið einhver merkasti skólamaður og uppal- andi landsins. enda heimspeking- ur og mannlifskönnuður, en frú Halldóra gáfuð tignarkona, sem alls staðar vakti virðingu og að- dáun. Er ekki undrunarefni, þótt ýmsir kostir búi í afkomendum slikra hjóna. Steingrimur er yngstur systkina sinna, sem öll eru á lífi og mikið merkisfólk hvert á sinu sviði. Þau eru ólafur, yfirlæknir á Akureyri, Þórunn. gift breskum lögfræðingi, örlygur listmálari og Guðmundur Ingvi hæstaréttariðgmaður. Ég kynntist Steingrimi fyrst vorið 1937. Vorum við þá nokkrir í boltaleik á skólalóðinni. Þótti mér drengur þessi all sérkennilegur og vildi vita á honum deili. Kom þá upp ætt hans. Hann var þá eins og enn geysispurull og vildi fá að vita allt um ætt mína og uppruna. Ég lét drjúglega um ættina og sagði ekki lengra en hann spurði. En brátt leiddist talið að sagnfræði innlendri og erlendri og hafði ég hina mestu ánægju af að tala við pilt, fann, að hann var fjörmikill grallari og vitiborinn vel. Tókst þarna með okkur vinátta, sem enst hefir til þessa dags, þó á ýmsu hafi oltið. Höfum við oft stundað þrætubókarlist og orðið heitt í hamsi. Frá því í 4. bekk vorum við sessunautar, fórum oft í Útgarð, á bíó þar sem okkur varð flest að aðhlátursefni og á Volgu, kaffihús KEA. Þar fengum við okkur ýmist stórtertur og súkku- laði eða ristað brauð með osti og marmelaði, sem við smurðum á ostinn til að leifa ekki því, sem keypt var. Þótti þessi matgerðar- list ærið undarleg hér syðra. Við Steingrímur lásum íslensku sam- an undir próf í III. og VI. bekk. Tókst okkur lesturinn vel fyrir stúdentspróf en miður undir gagn- fræðapróf. Tel ég, að bekkjarsyst- ir, sem las með okkur í III. bekk, hafi átt á því nokkra sök, því að, að okkar dómi mátti um hana segja eins og Ásu í Sturlaugssögu, starfsama: „hún bar af öllum jómfrúm henni samtíða sem rauðagull af eiri blökkum eða sem sól af himintunglum öðrum." Allt gekk þó stórslysalaust, en sam- mála urðum við um, að best færi á, að glæsikonur væru fjarri ætti að stunda próflestur af alvöruþunga. Þessa gættum við og í VI. bekk. Margt brölluðum við Steingrím- ur á menntaskólaárunum, sem hér verða ekki gefnar skýrslur um. Mun ég nú víkja að námi og af- rekaskrá hans eftir stúdentspróf vorið 1943. Þegar á menntaskóla- árum hneigðist hugur Steingríms að málanámi. Voru íslenska, lat- ina og enska uppáhaldsnáms- greinar hans þar, enda þá þegar farinn að lesa Bernard Shaw, Kipling, Maugham, Graham Greene og síðast en ekki síst Shakespeare, sem hann kunni glefsur úr og sló um sig með, einkanlega úr Macbeth og Hamlet. Segja má um Steingrím eins og Bjarni Thorarensen orti um Sæ- mund Hólm: „hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn." í stað þess að skrá sig til náms í Háskólanum í einhverjum hefð- bundnum námsgreinum gerðist hann kennari í íslensku við Menntaskólann á Akureyri frá 1944—1946 og þótti hörkugóður kennari. Eftir það stundaði hann í þrjú ár nám í ensku og enskum bókmenntum við ýmsa breska há- skóla öðlaðist hann ágæta menntun í þessum fræðum og kunni vel við Breta. 1946—1947 stundaði hann m.a. nám við Uni- versity College í Nottingham á slóðum Hróa hattar og var þar samtíða Thor Vilhjálmssyni skáldi. Líkaði honum vistin þarna ágætlega. Kunni vel við öldurhús- in og hinar ágætu Players-sígar- ettur, sem hann reykti af slíkum ákafa. að sagt var, að reykjar- mökkurinn kring um hann væri eins og frá meðal eimlest Hann hefur nú fyrir löngu lagt af glutrunarsama vindrykkju og brjóstþolsspillandi tóbaksreyk- ingar Eftir heimkomuna 1948 starfaði Steingrímur framan af aðallega við kennslu og ritstörf. Var m.a. kennari við M.A. 1954—1960, en hvarf frá því starfi með sögu- legum hætti. Frá 1966 til þessa dags hefir hann haft myndlist að aðalstarfi og haldið yfir 50 sjálf- stæðar sýningar. Á þessum árum hefir hann einnig oft komið fram í útvarpi og verið sískrifandi í blöð og tímarit. Skrifaði m.a. skemmti- legan greinaflokk um fyrsta mannaða tunglskotið, er Appollo 11 var skotið til tunglsins í júl) 1969. Enginn annar islenskur blaðamaður var viðstaddur tunglskotið. Fyrir utan tímaritið Líf og list, sem Steingrímur og Gunnar Bergmann gáfu út á árun- um 1950—1952, hefir Steingrímur skrifað sex bækur, sem komið hafa út á árunum 1954—1983. Síð- asta bók hans heitir Ellefu líf, saga um lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson Borger. Ymsar snjallar þýðingar liggja einnig eftir hann. Ekki hefur Steingrímur verið ósnortinn af kvennaþokka, enda þótt honum hafi ekki haldist á konum til frambúðar. Mun þar um að kenna sviptivindasömu geðs- lagi hans. 23. desember 1956 kvæntist hann Guðrúnu Bjarna- dóttur, meinatækni frá ísafirði, en hjónabandið stóð aðeins tvö ár og var barnlaust. Árið 1961 tók hann svo upp sambúð með Margréti Ásgeirsdóttur, símritara frá Skóg- um i Arnarfirði, og stóð sambúðin til 1967. Margrét og Steingrímur eignuðust þrjú mannvænleg börn: Steingrím f. 21. júlí 1962, stundar listnám, Jón f. 28. mars 1964, stúd- ent sl. vor, og Halldóru f. 30. maí 1966, lauk hún verslunarprófi sl. vor. Fljótlega eftir að kynni okkar Steingríms hófust varð ég heima- gangur á þvf fagra menningar- heimili, sem skólameistaraheimil- ið var. Slíkt var ómetanlegt og verður aldrei fullt þakkað. Það var ekki bráðónýtt að koma í kvöld- kaffi til frú Halldóru og Meistara og fá Bóndadóttur með blæju, sem mér þótti Ijúffengast af öllu „bakkelsi". Mér fannst að fólk sem ælist upp í slíkum rammi hlyti að sigla hraðbyri í örugga höfn. Svo hefir það þó ekki reynst að því er varðar vin minn Steingrím. Hann hefir ávallt haft „fjall í fang“ og líf hans hefir ekki verið dans á rósum. Fer svo um marga sem hafa listagyðjuna að brúði. Erfið- ast mun þó hafa verið tímabilið í Roðgul á Stokkseyri, er hann bjó þar árin 1972, ’73 og '74 og sá einn um uppeldi barna sinna. Allt gekk samt vel. Börnin voru stálhraust og Steingrímur telur þetta reynslutímabil hið besta og lær- dómsríkasta ævi sinnar. En stað- reyndin er, að þá byrjuðu hár og skegg að grána í sextíu ára svað- ilför afmælisbarnsins. Svo marg- slungna skapgerð hefir Steingrím- ur, að erfitt er að lýsa. Mér finnst eins og hann hafi til að bera eðlis- þætti, sem lítil samskipti eða sam- hæfingu hafi. Sem sagt, talist varla við. Tel ég þetta stafa af gjörólíkum ættarfylgjum. Stund- um er hann svartsýnn og bölmóð- ur, en stundum á hæsta tindi hamingjunnar. Skapið er hverfult eins og íslenska veðrið. Oftast er hann þó bjartsýnn og einstaklega skemmtilegur og vökull um mannleg rök og rökleysur. Hann er trölltryggur vinum sínum og höfðingi heim að sækja. Besta tómstundagaman hans eru við- ræður við þá, sem hafa til að bera andlegt fjör og góðar gáfur. Sjálf- ur er hann ríkur af hvoru tveggju og sækir enn á brattann. Ég álít og vona að hann eigi enn eftir að afreka margt og komast alla leið á tindinn. Við Lúlú árnum þér, Steingrím- ur, og börnum þínum allra heilla í tilefni af sextugsafmælinu og von- um, að þú verðir ávallt hraustur sem dauðinn og hugaður sem Ijón og bjartsýnn. Barði FriðriksNon Til Steingríms að Hæðargarði. Á morgun er sextugsafmæli Steingríms Stefáns Thomasar Sig- urðssonar að Hæðargarði á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hér verður ekki skráð minningargrein með ártölum og ættarrollum. Þjóðin veit allt um lífshlaup Steingríms Stefáns Thomasar því pukur og laumuspil hafa ekki verið hans að- al. Margur hefur furðað sig á því að sýningarhald, bókagerð og blaða- skrif hafa ef til vill verið i lægri kantinum síðustu árin hjá allista- manninum. En það er ekki af þvi að afmælisbarnið (in spe) hafi slíðrað stílvopnið eða lagt pent- skúfinn á hilluna. Af helgum vættum hefur Steingrímur Stefán Thomas verið kallaður til annarra og háleitari starfa en baða sig i blómum frægðar og frama. Björgunar- og fómarstörf hafa tekið hug hans allan og þar er unnið án þóknunar og þakka. Einkunnarorðin um- burðarlyndi og æðruleysi hafa verið höfð að leiðarljósi. Nótt sem nýtan dag er Stein- grímur Stefán Thomas eins og þeytispjald út um borg og bý rétt- andi fram hjálparhönd og veitandi aðstoð þar sem hennar er mest þörf. Steingrímur Stefán Thomas hefur gengið á hólm við sjálfan Bakkus og allt hans fylgihyski. í því stríði er engum þyrmt og öll- um vopnum beitt. Sjálfur á ég þá bæn heitasta Steingrími Stefáni Thomasi til handa að barátta hans verði ekk- ert lík því sem lýst er í Gylfaginn- ingu, þar sem segir: „Hvern dag þá er þeir hafa klæðzt, þá hervæða þeir sik ok ganga út í garðinn ok berjask, ok fellir hverr annan. Þat er leikr þeira. Ok er líðr at dögurðarmál- um, þá ríða þeir heim til Valhallar ok setjast til drykkju, svá sem hér segir: Allir Einherjar Óðins túnum í höggvask hverjan dag, val þeir kjósa ok ríða vígi frá sitja meir of sáttir saman.“ Við sparivinir Steingríms Stef- áns Thomasar sjáum hann í hill- ingum þeysa um himingeiminn gjörvallan í rauðri hempu kross- aðan í bak og fyrir með helga bók eina að vopni, kyrjandi orð Sverris konungs Sigurðssonar, er hann las yfir þýðverskum kaupahéðnum: „Þakka viljum vér hingatkvámu enskum mönnum, er flutt hafa léreft, lín, vax eðr katla. Þá viljum vér ok til nefna, er komnir eru af Orkneyjum, Hjaltlandi, Færeyjum eðr fslandi ok hingat hafa flutt þá hluti er ei má missa. En þýðversk- ir menn, er hingat eru komnir með stórskipum ok héðan ætla at flytja smjör eðr skreið, er mikil land- eyða er at þeirri brottflutningu, en kemr í staðinn vín, er menn hafa til lagizt at kaupa, bæði mínir menn ok bæjarmenn ok kaup- menn, ok af því kaupi hefir staðit margt illt, en ekki gott. Hér hafa týnt margir menn lífinu fyrir þessa sök, sumir limunum, sumir bera annars konar örkuml allan sinn aldr, sumir svívirðing, verit særðir eðr barðir, ok veldr þessu ofdrykkjan. Kann ek þeim Suðr- mönnum mikla óþökk fyrir sína ferð, ok með því ef þeir vilja halda lífi ok fé, verði þeir á brottu héð- an, ok hefir þeirra erendi orðit oss óþarft ok ríki váru. Þér megið á minnast, hvert efni ofdrykkjan er eðr hvers hon aflar eðr hverju hon týnir. Þat er hit fyrsta, er minnst er at telja, at sá, er þýðist ofdrykkju, þá fyrirlætr hann fjár- aflann ok tekr í mót ofdrykkju ok hennar andvirði, týnir fénu ok glatar, þar til er sá maðr, er full- sæll var at fénu, þá verðr hann vesall ok válaðr ok fátækr, ef hann fyrirlætr hana eigi. Þat er annarr löstr ofdrykkju, at hon týnir minninu, gleymir ok öllu því, er honum væri skylt at muna. Þat er hit þriðja, at þá ágirnist maðr alla hina röngu hlutina ok hræðist þá ekki at taka fé með röngu eðr kon- ur. Sá er hinn fjórði löstr ofdrykkju, at hon eggjar hann þola engan hlut, hvárki orö né verk, gjalda í móti öllu hálfu meira illt en til er gört. Ok enn umfram eggjar hon þessa at leita lastanna á þá, er óvaldir eru. Þá er enn þessi hlutr, at hann hrapar til þess, sem hann má, at þola vand- ræði, mæðast af vökunni, týna blóðinu í öllum liðunum ok spilla blóðinu til vanheilsunnar ok þar með týna allri heilsunni, ok þat enn umfram, þá er fyrirfarit er allri eigunni af odrykkjunni ok heilsunni ok þar með vitinu, þess eggjar hon þá at fyrirfara því, at ólógat er, en þat er sálan, eggjar þá at afrækjast alla rétta siðsemi ok rétt boðorð, en girnast syndirn- ar, en hyggja af sínu ok öllu hinu rétta, minnast á engan hlut, þann er hann hefir gört. Lítið á, of- drykkjumennirnir, þá er þér skil- izt frá öllu senn, drykkjunni ok lífinu, hvat líkast er, hverr þá grípi sálina. Minnizt á, hversu ólíkt þetta athæfi er því, er vera skyldi, því at öllum hlutum skyldi stilling fylgja. Hermenn skyldu vera hógværir í friði sem lamb, en í ófriði ágjarnir sem leo. Kaup- menn ok bændr skyldu fara vel með sínu eðli, afla fjárins með réttu ok þó með erfiði, gæta með vizku, en veita með mildi. En hin- ir, sem minni eru, skyldu vera þakklátir ok þjóna hverr sínum yfirmanni með góðum vilja, hverr eftir sínum efnum." Til hamingju með afmælið Steini minn meistara. Kveðjur til haukanna þinna tveggja og prins- essunnar með reisnina frá okkur hjónakornum í mýrinni. Björn Bjarman „Upp á ýmsu finnur hann Steingrímur, að geta verið að eiga sextugsafmæli á ári æskunnar." I fyrra fór ég yfir Hellisheiði með sameiginlegum vini okkar Steingríms, Ólafi Ketilssyni á Laugarvatni. Hann hafði ýmislegt að segja um krókana og brekkurnar á þeirri leið. Vegameisturum var út- hlutað einkunnum. Ólafur taldi að yfir Hellisheiði ætti að leggja annan veg og væri einstefna á hvorum um sig. Reykvíkingar þyrftu svo mikið á landi að halda austanfjalls, að þarna yrði bráðlega nokkurs kon- ar innanbæjarakstur. Við Ólafur fórum svo saman þennan drauma- veg hans. Við Steingrímur höfum oft átt samleið, en aðrir sváfu og þá dreymdi. Ekki höfum við verið nema stundum sammála, enda einstefnan einatt hentugust lista- manninum. Við fórum að vísu oft saman yf- ir Mosfellsheiði á 14 ára gömlum landsjóðsjeppa, mjög í standi til að valda hjartabilunum, enda aldrei öruggur, nema nokkurn hluta leiðarinnar og heimtaði marga kodda yfir holur og hvörf, að milda mestu höggin. En þegar ferðast er með lista- manni, er ekki hægt að miða við ráðherra- eða bankastjórabíla, og ferðin mjög undir að vera farin ofar staðreyndum hversdagsins. Annars er samleið okkar Steingríms orðin löng og lengri eiginlega en sem nemur hans 60 árum, jafnvel þannig liggur í því að ég kynntist föður hans, er ég var 10 ára að aldri. Kennari minn og skólastjóri hafði verið nemandi Sigurðar Guðmundssonar í Kenn- araskóla íslands og var varla sá íslenskutími, að hann vitnaði ekki í Sigurð. Sigurður sendi honum skólaskýrslur Akureyrarskóla og fékk ég þær snemma lánaðar og þær prentuðust inn í hug minn og eru mér enn í dag ljósgeislar á leið minni. Síðar kynntist ég svo meistara og nemendum hans mörgum og frábærri eiginkonu hans. „Hittirðu meistarann?“ spurði ég Guðlaug Þorvaldsson sem var kennari hjá mér einn vetur, síðar ríkissáttasemjari, og hafði hann skroppið til Reykjavikur. „Já, al- deilis og hann faðmaði mig að sér þarna í allri umferðinni í Austur- stræti.“ Þetta átti við um Sigurð meist- ara, ekki bara þegar úrvalsnem- endur áttu í hlut, heldur var nem- andinn Sigurði einstaklingur, öðruvísi en allir hinir, hjartfólgið viöfangsefni, og umönnunar. Tryggðarband hans óslítandi. Eg held að Steingrímur hafi erft þetta í nokkru mæli. Þannig þótt hann afbragðs kennari og í um- gengni og félagsskap er hlýtt og bjart í kringum hann og góður vilji að liðsinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.