Morgunblaðið - 07.05.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 07.05.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 33 Cargolux skilaði 53 millj. hagnaði Hagnaður varð á rekstri Cargo- lux á síðasta ári og veruleg aukning á veltu fyrirtækisins og umsvifum miðað við fyrri ár. Hagnaður fyrir- Öldungadeild- in sker niður hernaðarútgjöld Washmgton, 3. maí. AP. ÖLDUNGADEILD Bandarikjaþings ákvað á fimmtudagskvöld að skera útgjöld til hermála niður um 17,7 milljarða dollara á næstu þremur ár- um, er það samþykkti tillögu tveggja repúblikana í öldungadeildini, Charles Grassley og Mark Hatfield, að útgjöld til hermála hækkuðu að- eins sem næmi hækkun verðlagsvísi- tölu. Þótt með þessu sparist 17,7 milljarðar dollara miðað við áætl- anir stjórnar Ronalds Reagan, hækka hernaðarútgjöld engu að síður um 20 milljarða á næsta ári. Einnig snupraði öldungadeildin forsetann er felldur var hluti áætlana hans um að minnka fjár- lagahallann. Áætlanir Reagans gerðu ráð fyrir 22,7 milljarða sparnaði með þvi að stöðva vísi- tölubætur á eftirlaun og lífeyri. Felldi þingið þau áform úr frum- varpi og ákvað auk þess að her- menn og opinberir starfsmenn á eftirlaunum skyldu njóta fullra vísitölubóta á eftirlaun. Reagan forseti reyndi ákaft að fá þingmenn til að fallast á áætl- anir sínar. Hringdi hann þeirra erinda í flesta þeirra frá Bonn, þar sem hann situr leiðtogafund, en án árangurs. tækisins nam 81 milljón Lúxem- borgarfranka, eða rúmum 52 millj- ónum króna. Árið 1983 var hins vegar 150 milljóna tap á rekstri Cargolux. Árið 1984 var heildarvelta Cargolux 6,32 milljarðar franka, eða sem nemur 4,1 milljarði króna. Er það 22% aukning frá árinu áður. Flognir voru 1984 744 milljónir svokallaðra tonnkíló- metra, sem er 31% aukning mið- að við 1983. Loks varð 22% aukning á flutningum í fyrra frá árinu 1983, því flogið var með 72.934 tonn af vörum 1984 miðað við 59.672 tonn árið áður. Hefur fyrirtækið aldrei flutt jafn mörg tonn af vörum og tonnkílómetr- arnir hafa aldrei verið fleiri. Cargolux seldi sl. febrúar eina þotu af gerðinni Boeing 747. Hagnaður af sölunni nam 650 milljónum króna og með sölunni tókst að lækka skuldir fyrirtæk- isins úr um 700 milljónum króna í 35 milljónir. Cargolux starfrækir nú tvær Boeing-747-200F á áætlunar- flugleiðum sínum, og eina B-747 og eina DC-8 í öðrum tilfallandi verkefnum. Flogið er 3—4 sinn- um í viku frá Lúxemborg til Mið- austurlanda og Austurlanda fjær til staða svosem Dubai, Abu- Dhabi, Hong Kong, Singapore og Formósu. Þrisvar í viku er flogið til áfangastaða í Bandaríkjunum, til Miami, Houston, New York, San Francisco og Seattle. Cargolux verður 15 ára á þessu ári. 1 frétt frá fyrirtækinu er bú- ist við áframhaldandi velgengni á þessu ári og aukningu i umsvif- um. Ástandið mun nú óvíða vera verra en í Súdan þar sem hungurdauðinn vofir yfir einni milljón barna. Skýrsla FAO um Afríku: Aðeins sameiginlegt átak getur komið í veg fyrir hörmungar Nairobi, Kenym, 6. mai, AP. JAFNVEL þótt rigningar hafí nú veitt gálgafrest á nokkrum þurrka- svæðum í Afríku er mjög brýnt, að gerð verði skil á matvælum þeim, sem gefín hafa verið fyrirheit um, ef unnt á að vera að koma ( veg fyrir „meiri hátUr hörmungar“, þar sem ásUndið er alvarlegast, að því er Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) upplýsti í dag. í nýjustu skýrslu stofnunar- innar, sem birt var í Nairobi í dag og fjallar um matvæla- ástandið í Afríku, kemur fram, að 42% þess korns, sem heitið hefur verið að gefa til Afríku- hjálparinnar, hefur ekki borist viðtakendum. Þar fyrir utan vantar enn 700.000 tonn af korni, sem ekki hefur tekist að fá lof- orð fyrir, að því er fram kemur í skýrslunni. „Aðeins sameiginlegt átak á alþjóðvettvangi á næstu vikum getur komið í veg fyrir meiri háttar hörmungar í þeim sex löndum, sem verst eru sett, Chad, Eþíópiu, Malí, Mozam- bique, Níger og Súdan,“ sagði í skýrsíu FAO. Bretland: Framlög til varnarmála hækka um 3 % London, 2. maí. AP. FRAMLÖG til varnarmála munu hækka í Bretlandi um 3% að raun- gildi frá síðasta ári, að því er stjórn- in tilkynnti í gær. Er það í samræmi við stefnu NATO um, að haldið skuli í við Varsjárbandalagsríkin á þessu sviði. Varnarmálaráðherrann, Micha- el Heseltine, kynnti varnarmála- áætlun stjórnarinnar á fundi með fréttamönnum. Hann sagði, að brátt yrði leitað eftir tilboðum í þrjár nýjar freigátur til endurnýj- unar í breska flotanum. í varnarmálaáætluninni er ítrekaður vilji bresku stjórnarinn- ar til að hafa samráð við Banda- ríkin og önnur ríki NATO um rannsóknir á sviði geimvarna. „Umræður um þessi mál eru enn í gangi,“ sagði Heseltine án þess að gefa til kynna, hvenær Bretar mundu svara tilboði Bandaríkja- manna um þátttöku i geimvarna- rannsóknum. í áætluninni er einnig itrekað, að Bretar vilji kaupa fjóra banda- ríska Trident-kjarnorkukafbáta, sem leysa eigi af hólmi gamla Pol- aris-kafbáta. Verkamannaflokkurinn, sem er á móti á kaupunum á Trident- kafbátunum og vill að horfið verði frá hervæðingu með kjarnorku- vopnum, réðst á áætlun stjórnar- innar og kallaði hana „æfingu ( veruleikaflótta". „Við förum fljótlega að finna fyrir kostnaðinum af kaupum Trident-kafbátanna, og það kann að hafa mjög skaðvænlegar afleið- ingar fyrir hefðbundinn herafla landsins og ekki síður framlag Breta til sameiginlegra varna Vesturlanda,“ sagði Denzil Davies, þingmaður Verkamannsflokksins og talsmaður i varnarmálum. Rannila stallað pakstál frá Finnlandi Margar plötulengdirfyrirliggjandi á lager. Hægt er að sérpanta þá lengd sem þér hentar. Efnisþykkt: 0,5 mm. Lökkun: Plastisol 200 MY Lager litir: Brúnt og svart. 428 kr. m2 Allir fylgihlutir fyrirliggjandi. PARÐUSi Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.