Morgunblaðið - 07.05.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.05.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 33 Cargolux skilaði 53 millj. hagnaði Hagnaður varð á rekstri Cargo- lux á síðasta ári og veruleg aukning á veltu fyrirtækisins og umsvifum miðað við fyrri ár. Hagnaður fyrir- Öldungadeild- in sker niður hernaðarútgjöld Washmgton, 3. maí. AP. ÖLDUNGADEILD Bandarikjaþings ákvað á fimmtudagskvöld að skera útgjöld til hermála niður um 17,7 milljarða dollara á næstu þremur ár- um, er það samþykkti tillögu tveggja repúblikana í öldungadeildini, Charles Grassley og Mark Hatfield, að útgjöld til hermála hækkuðu að- eins sem næmi hækkun verðlagsvísi- tölu. Þótt með þessu sparist 17,7 milljarðar dollara miðað við áætl- anir stjórnar Ronalds Reagan, hækka hernaðarútgjöld engu að síður um 20 milljarða á næsta ári. Einnig snupraði öldungadeildin forsetann er felldur var hluti áætlana hans um að minnka fjár- lagahallann. Áætlanir Reagans gerðu ráð fyrir 22,7 milljarða sparnaði með þvi að stöðva vísi- tölubætur á eftirlaun og lífeyri. Felldi þingið þau áform úr frum- varpi og ákvað auk þess að her- menn og opinberir starfsmenn á eftirlaunum skyldu njóta fullra vísitölubóta á eftirlaun. Reagan forseti reyndi ákaft að fá þingmenn til að fallast á áætl- anir sínar. Hringdi hann þeirra erinda í flesta þeirra frá Bonn, þar sem hann situr leiðtogafund, en án árangurs. tækisins nam 81 milljón Lúxem- borgarfranka, eða rúmum 52 millj- ónum króna. Árið 1983 var hins vegar 150 milljóna tap á rekstri Cargolux. Árið 1984 var heildarvelta Cargolux 6,32 milljarðar franka, eða sem nemur 4,1 milljarði króna. Er það 22% aukning frá árinu áður. Flognir voru 1984 744 milljónir svokallaðra tonnkíló- metra, sem er 31% aukning mið- að við 1983. Loks varð 22% aukning á flutningum í fyrra frá árinu 1983, því flogið var með 72.934 tonn af vörum 1984 miðað við 59.672 tonn árið áður. Hefur fyrirtækið aldrei flutt jafn mörg tonn af vörum og tonnkílómetr- arnir hafa aldrei verið fleiri. Cargolux seldi sl. febrúar eina þotu af gerðinni Boeing 747. Hagnaður af sölunni nam 650 milljónum króna og með sölunni tókst að lækka skuldir fyrirtæk- isins úr um 700 milljónum króna í 35 milljónir. Cargolux starfrækir nú tvær Boeing-747-200F á áætlunar- flugleiðum sínum, og eina B-747 og eina DC-8 í öðrum tilfallandi verkefnum. Flogið er 3—4 sinn- um í viku frá Lúxemborg til Mið- austurlanda og Austurlanda fjær til staða svosem Dubai, Abu- Dhabi, Hong Kong, Singapore og Formósu. Þrisvar í viku er flogið til áfangastaða í Bandaríkjunum, til Miami, Houston, New York, San Francisco og Seattle. Cargolux verður 15 ára á þessu ári. 1 frétt frá fyrirtækinu er bú- ist við áframhaldandi velgengni á þessu ári og aukningu i umsvif- um. Ástandið mun nú óvíða vera verra en í Súdan þar sem hungurdauðinn vofir yfir einni milljón barna. Skýrsla FAO um Afríku: Aðeins sameiginlegt átak getur komið í veg fyrir hörmungar Nairobi, Kenym, 6. mai, AP. JAFNVEL þótt rigningar hafí nú veitt gálgafrest á nokkrum þurrka- svæðum í Afríku er mjög brýnt, að gerð verði skil á matvælum þeim, sem gefín hafa verið fyrirheit um, ef unnt á að vera að koma ( veg fyrir „meiri hátUr hörmungar“, þar sem ásUndið er alvarlegast, að því er Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) upplýsti í dag. í nýjustu skýrslu stofnunar- innar, sem birt var í Nairobi í dag og fjallar um matvæla- ástandið í Afríku, kemur fram, að 42% þess korns, sem heitið hefur verið að gefa til Afríku- hjálparinnar, hefur ekki borist viðtakendum. Þar fyrir utan vantar enn 700.000 tonn af korni, sem ekki hefur tekist að fá lof- orð fyrir, að því er fram kemur í skýrslunni. „Aðeins sameiginlegt átak á alþjóðvettvangi á næstu vikum getur komið í veg fyrir meiri háttar hörmungar í þeim sex löndum, sem verst eru sett, Chad, Eþíópiu, Malí, Mozam- bique, Níger og Súdan,“ sagði í skýrsíu FAO. Bretland: Framlög til varnarmála hækka um 3 % London, 2. maí. AP. FRAMLÖG til varnarmála munu hækka í Bretlandi um 3% að raun- gildi frá síðasta ári, að því er stjórn- in tilkynnti í gær. Er það í samræmi við stefnu NATO um, að haldið skuli í við Varsjárbandalagsríkin á þessu sviði. Varnarmálaráðherrann, Micha- el Heseltine, kynnti varnarmála- áætlun stjórnarinnar á fundi með fréttamönnum. Hann sagði, að brátt yrði leitað eftir tilboðum í þrjár nýjar freigátur til endurnýj- unar í breska flotanum. í varnarmálaáætluninni er ítrekaður vilji bresku stjórnarinn- ar til að hafa samráð við Banda- ríkin og önnur ríki NATO um rannsóknir á sviði geimvarna. „Umræður um þessi mál eru enn í gangi,“ sagði Heseltine án þess að gefa til kynna, hvenær Bretar mundu svara tilboði Bandaríkja- manna um þátttöku i geimvarna- rannsóknum. í áætluninni er einnig itrekað, að Bretar vilji kaupa fjóra banda- ríska Trident-kjarnorkukafbáta, sem leysa eigi af hólmi gamla Pol- aris-kafbáta. Verkamannaflokkurinn, sem er á móti á kaupunum á Trident- kafbátunum og vill að horfið verði frá hervæðingu með kjarnorku- vopnum, réðst á áætlun stjórnar- innar og kallaði hana „æfingu ( veruleikaflótta". „Við förum fljótlega að finna fyrir kostnaðinum af kaupum Trident-kafbátanna, og það kann að hafa mjög skaðvænlegar afleið- ingar fyrir hefðbundinn herafla landsins og ekki síður framlag Breta til sameiginlegra varna Vesturlanda,“ sagði Denzil Davies, þingmaður Verkamannsflokksins og talsmaður i varnarmálum. Rannila stallað pakstál frá Finnlandi Margar plötulengdirfyrirliggjandi á lager. Hægt er að sérpanta þá lengd sem þér hentar. Efnisþykkt: 0,5 mm. Lökkun: Plastisol 200 MY Lager litir: Brúnt og svart. 428 kr. m2 Allir fylgihlutir fyrirliggjandi. PARÐUSi Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.