Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 2

Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Sovézka flutningaskipið: Trygging sett fyrir greiöslu SKEYTI barst um það hingað til Eands frá Sovétríkjunum í ger- kvöldi, að útgerð skipsins Konstant- ín Olsmanskiv hefði sett rúmlega 700.000 króna tryggingu fyrir fjár- kröfum vegna aðstoðar, ef íslenzkir dómsstólar komast að niðurstöðu þess eðlis. Skipið var væntanlegt til Isafjarðar klukkan 4 í nótt, en ferð skipsins þangað tafðist vegna vél- arbilunar. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá í fréttum, strandaði sov- ézka skipið í Siglufirði síðastliðinn föstudag. Togskipið Skjöldur að- stoðaði Sovétmenn við að losa skipið og krafðist útgerð hans um 700.000 króna launa fyrir aðstoð- ina. Samkomulag varð um það á laugardag, að sovézka skipið héldi áleiðis til ísafjarðar og yrði þar gengið frá þessum málum, þar sem ekki tókst að ná sambandi við Sovétríkin áður en skipið hélt frá Siglufirði. Sovétmenn lönduðu 200 lestum af rækju á Siglufirði og munu landa sama magni á ísa- firði. Síðan heldur skipið vestur um haf til Kanada. Spurt og svarað um garðyrkjumál MORGUNBLAÐIÐ býður lesendum sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesendaþjónustu um garðyrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum sfðar. Fyrirspurnir þurfa að vera undir nafni og heimil- isfangi. Morgunblaðið hefur fengið Haf- liða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. Steingrímiir Hermannsson: „Framsóknarmenn í efri deild óbundnir af samkomulaginu" » ^ ’ j n * J'5'l V | B ly Fagnaðarfundur. Hjónin Þurfður og Valdemar Sörensen með Tfthi. Morgunblsðið/ Júlfua Starrinn Títla fór á flakk HJÓNIN Þuríður og Valdemar Sörensen í Seldal við Hlíðarveg f Kópavogi vöknuðu upp við vondan draum á laugardaginn. Um nóttina hafði verið brotist inn í dúfnakofa þeirra. Flestar dúfurnar voru þó enn á sínum stað, en hún Títla var horfin. Títla er taminn starri sem hefur verið í eigu þeirra Þuríðar og Valdemars í mörg ár. Þau hjónin tilkynntu lögregl- unni strax um innbrotið og á sunnudaginn var hringt til þeirra og þeim tilkynnt að Títla væri komin í leitirnar. „Það voru nú heldur en ekki fagnaðarfundir þegar hún kom heim aftur,“ sagði Þuríður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Títia fannst í Fossvoginum. Hún var eitthvað að sniglast í kringum hús þarna og vildi ekk- ert fara frá. Fólkið sá að starr- inn var óvenju spakur svo það lét lögregluna vita“. — Hvernig eignuðust þið Títlu? „Dóttir okkar kom með hana til okkar fyrir níu eða tíu árum. Unginn hafði sennilega dottið út úr hreiðri og var mjög ræfilsleg- ur. Dóttir okkar tók hann að sér og fór að mata ungann og hlúa að honum. Hann hresstist fljótt en fljótlega kom i ljós að það var ekki hægt að hafa hann inni á heimili, því hann vildi t.d. fara ofan í potta. Dóttir okkar bað okkur þá um að taka hann. Það voru starrar hér í nágrenninu og við ætluðum að sleppa honum f hópinn hjá þeim. Við reyndum oft að henda honum út, en hann kom alltaf aftur og aftur og hér er hann enn.“ — Er það rétt að Títla geti talað? „Já, það er rétt, hún hermir eftir manni og getur sagt nafnið sitt,“ sagði Þuríður Sörensen. Hermannaveikin: „ÞAÐ ER alveg Ijóst, að þegar samkomulag sem gert er á milli stjórnar- flokkanna, er rofíð, þá hlýtur það að hafa áhrif á afgreiðslu þessa máls. Ég hygg því að framsóknarmenn í efri deild líti sig óbundna af því samkomu- lagi sem var gert, eftir að sjálfstæðismenn hafa rofíð samkomulagið,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við blm. Mbl. í gær um afgreiðslu neðri deildar alþingis á breytingartillögu við útvarps- lagafrumvarpið, sem varðar auglýsingar, og var samþykkt með 20 atkvæð- um gegn 19. Forsætisráðherra sagði að þetta hefði verið viðkvæmasta greinin að mati framsóknarmanna og margir þeirra sem fallist hefðu á, með hangandi hendi, að fylgja frumvarpinu, litu nú þannig á að þeir væru óbundnir af fyrra sam- komulagi við sjálfstæðismenn. „Ég hef trú á því að frumvarpið fari nú greiðlega í gegnum efri deild, og byggi þá skoðun mína á því að Framsóknarflokkurinn hef- ur náð því fram að fresta gildis- töku frumvarpsins til áramóta," sagði Friðrik Sóphusson alþingis- maður í samtali við blm. Mbl. í gær. Friðrik sagðist jafnframt telja að ekki kæmi til greina að fram- sóknarmenn hlypu frá frumvarp- inu. Ljóst væri að þeir hefðu beitt áhrifum sínum til þess að fresta gildistökunni og taldi Friðrik að þeir myndu láta sér það nægja, og styðja framgang málsins að öðru leyti. Sjá nanar fréttir á þingsíðu. Ekki ástæða til að óttast faraldur hér — segir Sigurður B. Þorsteinsson læknir „EF ÞAÐ er eitthvað sem greinir hermannaveikina frá öðrum tegundum lungnabólgu, þá eru oft meiri almenn einkenni en gengur og gerist," sagði Sigurður B. Þorsteinsson læknir í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hver væru helstu einkenni veikinnar. „Einnig er höfuðverkur áber- tegundir lungnabólgu, henni fylgir hár hiti, hósti, uppgangur og brjóstverkir.“ Sigurður B. Þorsteinsson sagði að lyfið „Erythromycin" hafi lang- andi, jafnvel óráð og meltingar- óþægindi. Niðurgangur er algeng- ari en meö aðrar tegundir. En annars er þessi veiki eins og aðrar Selfoss: Bæjarstjóri hættir vegna sam- starfsörðugleika við veitustjóra Tel samstarfið hafa verið mjög gott, segir yeitustjórinn BÆJARSTJÓRINN á Selfossi, Stefán Ómar Jónsson, sem sagði starfí sínu lausu nýlega, segist vera á förum fyrst og fremst vegna þess hve stirt samstarf hann hafí átt við samstarfs- og undirmann sinn, rafveitu- og hitaveitustjórann Jón Örn Arnarson. Þau samskipti hafí ekki verið eins og ráð sé fyrir gert og hafi sér stundum verið næst að halda að „ég værí aðstoðarmaður hans eða vikapiltur hjá honum en ekki yfírmaður og samstarfsmaður," eins og Stefán Ómar sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld. Jón Örn kvað samstarf þeirra aftur á móti hafa verið gott og sagðist vera undrandi á þessum ummælum bæjarstjórans. „Það hafa verið bornar brigð- viku, þegar upplýst var á bæjar- ur á uppbyggingu stjórnkerfis kaupstaðarins og ekki alltaf ver- ið Ijóst hver hefur gegnt hvaða starfi,“ sagði Stefán Ómar Jónsson í gærkvöld. „Ég hef til dæmis ekki fengið að fylgjast með rekstri veitustofnananna og því kom mjög á óvart í síðustu stjórnarfundi, að bókhald fyrir- tækisins fyrir allt síðasta ár er enn óuppfært. Það var býsna skringileg uppákoma og með slíkan rekstur get ég ekki verið ánægður.” Hann sagði að um nokkurt skeið hefði bókhald bæjarfélags- ins verið fært eftir stððluðu tölvuformi, sem keypt hefði ver- ið af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga. „Það hefur staðið til að veitufyrirtækin kæmu inn í þetta en það hefur verið hunds- að,“ sagði Stefán ómar. „Árang- urinn af því er ef til vill að koma í ljós núna.“ Jón Örn Arnarson sagði í gærkvöld að samstarf hans og bæjarstjórans hefði verið „mjög gott. Það hefur allt gengið vel okkar í milli og því skil ég ekki alveg hvað hann á við. Eg er undrandi á þessum ummælum. Varðandi bókhaldið er ekki annað að segja en að það er verið að koma þvf f tölvutækt form, sem er talsverð vinna, og þess vegna er það nokkuð seinna á ferðinni en ella. Það er hinsveg- ar með fullri vitneskju allra að- ila. Bæjarstjórinn hefur verið á öllum fundum veitustofnananna og hefur því getað fylgst með öll- um málum.“ — Bæjarstjórinn segir að sér hafi stundum virst þú líta svo á, að hann væri aðstoðarmaður þinn eða vikapiltur. Hvað viltu segja um það? „Það eru hans orð en ekki mín. Ég hef enga ástæðu til að rengja stöðu hans eða getu,“ sagði Jón örn Arnarson. mest verið notað við þessari veiki og að það væri jafnframt virkast. Hann sagði að rétt væri að taka það fram að ekki væri ástæða til að óttast faraldur hér á landi nú. „Þessi sjúkdómur er ekki nýr af nálinni, þó hann hafi ekki upp- götvast fyrr en 1976. Tíðni hans er líklega hin sama og verið hefur síðustu áratugina og alveg eins liklegt að lungnabólgufaraldrar fyrir 1976 hafi einmitt verið her- mannaveiki." Guðmundur Sigurðsson aðstoð- arlandlæknir sagði f samtali við Mbl. að það hefði verið æskilegra að þeir sem hafa fengist við rann- sóknir á lungnabólgutilfellum hefðu tilkynnt landlækni og borg- arlækni þennan grun fyrr. „Hins vegar ber þeim ekki ótvíræð skylda til þess, því þessi sjúkdóm- ur er t.d. ekki tilkynningaskyldur í nágrannalöndunum,“ sagði Guð- mundur. „Borgarlæknir og ég fórum á fund með þessum mönnum á mánudag og skýrðu þeir okkur frá rannsókninni, sem beinist að lungnabólgutilfellum á spftölum og hvaða sýklar valda þeim. Það verður að viðurkenna að eftir að mótefni hafa verið mæld f blóði sjúklinganna leikur sterkur grun- ur á að um sé að ræða hermanna- veiki f nokkuð mörgum tilfellum. En slíkt er ekki hægt að sanna nema með bakterfuræktun. Hér er alls ekki um faraldur að ræða. Sterkur grunur leikur á her- mannaveiki í nokkuð mörgum ein- stökum tilfellum, en á milli þeirra er ekkert samband," sagði Guð- mundur Sigurðsson aðstoðarland- læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.