Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985 3 Fiskþjófnaður úr skipum í Bremer- haven rannsakaður. „Mætti mik- iö ganga á ef ég færi að kaupa mér fisk“ „ÞAÐ mætti nú mikið ganga á, ef ég, sem vinn í fiskihöfn- inni, færi að kaupa mér fisk í búð.“ f lok síðasta mánaðar fór fram yfirheyrsla í borg- ardómi Bremerhaven yfir 69 ára gömlum vaktmanni, Wilhelm Wendelken (ís- lands-Villa), en hann er grunaður um aðild að fisk- þjófnaði í fiskihöfninni, með- al annars úr íslenzkum fiski- skipum. Framangreind til- vitnun var svar hans við þeirri spurningu hvort hann hefði aldrei tekið sér fisk við vinnu sína. Mál þetta kom fyrst upp í nóvember 1983 eftir ítrekað- ar kvartanir Landsambands islenzkra útvegsmanna um slaka vigt upp úr íslenzkum skipum í fiskihöfninni í Bremerhaven. Auk vakt- mannsins hefur einn fisk- kaupmaður verið ákærður vegna gruns um fiskþjófnað og lyftaraekill hefur þegar verið dæmdur í fésektir vegna málsins. lslands-Villi er ásakaður fyrir það, að hafa árið 1983 og á árunum þar á undan átt þátt í því að koma 2 til 7 lest- um af fiski úr hverju skipi framhjá uppboði. Hann hefur unnið síðastliðin 28 ár hjá einkafyrirtæki í fiskihöfn- inni og er talinn vera í vitorði með fleiri mönnum. Hann sagði við yfirheyrsluna, að „framhjáhlaupið" hefði geng- ið þannig fyrir sig, að lyftaramaðurinn hefði flutt fiskinn frá skipshlið í fisk- vinnslufyrirtæki, svo ekki þyrfti að geyma hann í upp- boðshöllinni. Kunningi í því fyrirtæki hefði svo flakað fiskinn og fengið borgun fyrir ómakið, hann sjálfur hefði síðan sótt fiskflökin þangað og dreift þeim. Höf- uðpaurinn hefði alltaf látið flaka í heila kröfu fyrir sig. Íslands-Villi sagði, að ekki væri hægt að bera upp á sig þjófnað, þetta hefði alltaf verið svona og hann bara unnið samkvæmt fyrirmæl- um. Ef þetta væri saknæmt yrði að reka alla, sem ynnu í fiskihöfninni. Það hyrfi allt- af fiskur úr hverri löndun, annars færu skipin ekki út. Frekari dómsrannsókn hefur verið frestað til loka júnímánaðar. HvaÖ er að gerast um helgina ÞÁTTURINN „Hvað er að gerast um helgina" birtist næst i blaðinu á fimmtudaginn. Þeir sem þurfa að koma efni í þáttinn eru beðnir að skila því fyrir klukkan 18 i kvöld, þriðjudag, til ritstjórnar Morgunblaðsins. Beosystem 3000 er einstakt hljómtæki; það fellur haglega að vegg og gleður bæði augu og eyru Beosystem 3000 er nýjasta skraut- fjöður Bang & Olufsen. Þessu nýja hljóm- tæki er ætlaður veglegur staður í fallegum stofum. Það Kkist óneitanlega sérstöku listaverki, en frábær hljómgæði koma upp um það. Beosystem 3000 hengir þú á vegg. Pannig nýtur glæsileiki tækisins sln vel. öruggar festingarnar sjást ekki, - aðeins meistaralegur einfaldleiki Bang & Olufsen. Beosystem 3000 samanstendur af öfl- ugum magnara og útvarpi, sjálfvirku seg- ulbandi og elektróniskum plötuspilara. öllum stjórntökkum er haglega komið fyrir. Möguleikar Beosystem 3000 eru margir, og það er einfalt að nýta sér þá. Kynntu þér Beosystem 3000 betur. Starfsfólk Radíóbúðarinnar veitir þér allar nánari upplýsingar. Bang & Olufsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.