Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1985
25
stöðugt og jörðin nálgaðist. Ég
reyndi að finna öruggan stað til að
lenda frír frá rafmagnsvírum. Það
hvein í vindinum sem fór um drek-
ann. Er ég leit út á vænginn sá ég
seglið þanið og strekkt. Fullkomin
ró og festa var í Lazor-drekanum
mínum. í mínum kæru vængjum
sem svo oft höfðu borið mig um
loftin blá og lyft andanum upp úr
innantómum hversdagsleikanum.
Nú ætlaði ég að selja þennan
dreka til að greiða skuldir. Er
nokkur skuld þess virði?
Ég lenti skammt frá ánni, rétt
við kjarr. Tók hjálminn ofan og
heyrði lækjarnið. Kvöldsóiin skein
í andlit mitt. Ég spennti af mér
drekann og öskraði til að dásama
veröldina. Grasstráin svignuðu í
golunni og vindurinn fitlaði við
eyru mín. Ég skammaðist út af
sárum bakverk, fór upphátt með
ljóð fyrir sjálfan mig, át krækiber
og söng bítlalög.
Þarna hafði ég verið uppi í rign-
ingunni hærra en mávarnir. Ég
varð berjablár og rjóður. Fyrir
höndum var langur burður sem
gæfi sætar harðsperrur. En ég var
ekki sáttur við að verða fullorðinn.
Til hvers?
Ég snéri mér á móti vindinum
og hvíslaði:
„Þú göfugi vindur sem flýgur
alla daga og nætur um öll lönd og
höf. Veistu, ég ætla aldrei að verða
fullorðinn. Ég ætla að vera eins og
þú. í litlu leynihólfi í líkamanum
ætla ég að geyma ungdóminn."
Svo kinkaði ég til hans kolli. Og
hann hreyfði blíðlega hártoppinn
á enni mínu.
Reykjavík beið mín óþolinmóð.
Ég var engill sem búið var að slíta
vængina af. En ég var engill samt
sem áður.
MAZDA 525 DeLuxe er
rúmgóður, fjölhæfur
fjölskyldubíll með nægu
rými fyrir fjölskylduna
og farangurinn. \Jerð:
5 dyra HB Kr. 345.000.
Til öryrkja ca. Kr.237.000.
5 dyra MB Kr. 355.000.
Til öryrkja ca. Kr. 249.000.
BILABORG HF.
. Smiöshöfða 23 sími 812 99
É|>-
á 6 mánaóa ftesti
SPARISKÍRI FIM RÍMSSJÓÐS
ERU EKKI ÖLL EINS
Ein gerðin, verðtryggð spariskírteini með vaxtamiðum,
er langþráð lausn fyrir þá sem vilja varðveita sparifé sitt
örugglega og með hárri ávöxtun, sem greidd er út á hálfs árs
fresti og er þannig traustar og öruggar tekjur. Samt stendur
höfuðstóllinn fullkomlega verðtryggður og óskertur eftir.
Sá sem keypti spariskírteini m/vaxtamiðum
fyrir 2 milljónir 10. jan. sl.,
fær í nafnvexti 10. júlí nk.__________ kr. 66.000.-
+ áætlaðar verðbætur á vexti_________kr. 10.200.-
Tekjur til ráðstöfunar eftir 6 mánuði kr. 76.200.-
Eftir stendur höfuðstóll
sem 10. júlí er þá orðinn
kr. 2.310.000.-
Sölustaðir eru:
Scðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS