Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 26
26‘
MOROUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
„Hlauptu heim og sæktu
stóra nafar föður þínsa
Um veggöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar
— eftir Sigurð
Gunnarsson
Á síðasta aðalfundi Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi var
samþykkt samhljóða tillaga
stjórnar þess efnis að kanna skuli
til hlítar hagkvæmni og félagslega
þýðingu hugsanlegra jarðganga
áður en varanlegt vegarstæði er
ákveðið. Lögð var áhersla á að það
skyldi gert í náinni samvinnu við
heimamenn. Alþingi hefur sam-
þykkt þingsályktun í sama far-
vegi.
Samgöngumálin eru brennandi
umræðuefni á Austfjörðum. Vega-
lengdir eru þar miklar og bein lína
segir lítið til um fjarlægðir, fjöll
og annes meira. Varanleg vega-
gerð er skammt á veg komin og
mörgum spurningum er enn
ósvarað um væntanlega gerð þess.
Eitt af þeim vegastæðum sem
menn greinir á um liggur milli
Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarð-
ar. Tveir kostir eru til umræðu:
Annars vegar að byggja varanlega
upp og klæða 50 km leið út Fá-
skrúðsfjörð, fyrir Vattanesskriður
og inn Reyðarfjarðarstrðndina.
Vegastæðið er víða stórbrotið.
Fyrir annesið liggur það 3 km leið
í brattri grjótskriðu og vegastæðið
inn Reyðarfjarðarströndina er
víða erfitt og hættulegt. Hins veg-
ar er rætt um að bora sig í gegn-
um Kollufjall í botni Fáskrúðs-
fjarðar yfir í Handarhald innst í
Reyðarfirði. Göngin yrðu í
130—150 km hæð yfir sjó. Beggja
megin er greiðfær leið að ganga-
munnunum.
í iangtímaáætlun vegagerðar-
innar er gert ráð fyrir lagningu
varanlegs slitlags með ströndinni
á árunum 1991—1993. Enn er því
nægur tími til að ganga úr skugga
um hvort ekki sé hagkvæmara að
bora sig í gegn. Hér er teflt um
mikla hagsmuni og stórar fjár-
fúlgur. Það er því mikilvægt að
endanleg ákvörðun verði tekin að
vel athuguðu máli.
Ég hef haldið því fram að ódýr-
asta leiðin til varanlegrar vega-
gerðar milli Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarfjarðar liggi úr botni Fá-
skrúðsfjarðar 5 km leið gegnum
Kollufjall. Máli mínu til stuðnings
bendi ég á eftirfarandi:
1. Samanburðarrannsóknir ís-
lenskra jarðfræðinga benda til
þess að aðstæður til jarðganga-
gerðar á Austurlandi séu mjög
ámóta og í Færeyjum. t niðurstöð-
um nýrrar skýrslu um þetta mál
segir orðrétt: „Segja má að þær
jarðfræðilegu aðstæður í Færeyjum,
sem lýst hefur verið hér að framan,
séu svipaðar og sums staðar á ís-
landi, sérstaklega í tertíeru bergi og
þar af leiðandi eru mestar líkur á
að finna sambærilegar aðstæður á
Vestfjörðum, Norðurlandi vestan
Bárðardals og Austfjörðum." Þar
er því einnig haldið fram að
bergmyndanir neðarlega í fjöllum
á Austurlandi séu jafnvel betri til
gangagerðar en færeyskt berg.
Lauslegar niðurtöður jarðfræð-
inga um jarðgangastæðið milli
Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar
fóru langt fram úr björtustu von-
um heimamanna. í skýrslu jarð-
fræðings vegagerðarinnar segir:
„Munnar yrðu í 130 m í Reyðar-
firði og 150 m í Fáskrúðsfirði.
Gangastefna yrði mjög nálægt
stikstefnu og lægju göngin því að
mestu í sama lagi (eða 2—3 lög-
um), sem er allt að 40 m þykkt."
Mjög líklegt verður að teljast að
göngin lægju í einu berglagi i
gegnum allt fjallið. Náttúrulegar
aðstæður virðast því vera ein-
staklega góðar.
2 Lengdarmetri í einbreiðum
göngum með útskotum (mynd 2) í
Færeyjum kostar til jafnaðar um
12 þús. danskar krónur. Engin
ástæða er til að ætla að hann verði
dýrari í okkar tilviki. Heildar-
kostnaöur við göngin yrði sam-
kvæmt því 60 milljónir danskar
krónur eða innan við 200 milljónir
íslenskar. Færeyingar nota enga
galdra við gangagerð, heldur fjög-
urra arma Atlas Copco borvagn,
sem borar sig áfram 10—15 m á
dag með tveimur til þremur
sprengingum. Grjótinu er ekið frá
á vörubílum og efnið ýtist til upp-
byggingar á vegastæði að ganga-
munnunum.
Á síðasta ári lét Vegagerðin
gera mjög lauslega athugun á
kostnaði við gerð Kollufjalls-
ganga. Notaðar voru kostnaðartöl-
ur frá Oddsskarðsgöngum og bætt
við 40% fyrir ófyrirséðu! Sam-
kvæmt því ættu göngin að kosta
600 milljónir. Reiknað í arðsemis-
hefur verulega reynslu af og þekk-
ingu á jarðgangagerð og hefur
meðal annars hannað neðanjarðar
mannvirki við Blöndu. Þar hafa
nú verið boruð 800 m göng og
verkinu miðar vel. Kostnaðaráætl-
un tekur mið af því verki, en tekið
er tillit til hagstæðari skilyrða í
Kollufjalli. Þó er bætt 20 prósent-
um við einingaverð þar sem tilboð
í jarðgöng Blönduvirkjunar er tal-
ið mjög hagstætt. Samkvæmt
þeirri áætlun yrði verktaka-
kostnaðurinn við 5,5 km göng, 5 m
breið og 5 m há með útskot á
150—200 m millibili, sem hér seg-
Sigurður Gunnarsson
„Ég hef haldið því fram
að ódýrasta leiðin til
varanlegrar vegagerðar
milli Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarfjarðar liggi úr
botni Fáskrúðsfjarðar 5
km leið gegnum Kollu-
fjall.“
módeli vegagerðarinnar myndu
slík göng samt borga sig upp á um
40 árum miðað við 3% aukningu
umferðar á ári.
Oddsskarðsgöngin liggja í 800 m
hæð yfir sjó í ungu og smá-
sprungnu bergi. Gerð þeirra var
samfelld sorgarsaga. Þau eru því
alls ónothæf til samanburðar á
framkvæmdakostnaði. Merkilegt
er samt að 600 milljón króna göng
myndu borga sig upp á 40 árum
miðað við mjög hægfara aukningu
umferðar.
Búðahreppur hefur nú fengið
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen til að gera kostnaðaráætl-
un fyrir Kollufjallsgöngin. Hún er
eina verkfræðistofa landsins sem
1. Sprengingar
2. Sprautusteypa
3. Aðrar styrkingar
4. Munnar
5. Akbraut
230 millj. kr.
40 millj. kr.
10 millj. kr.
10 millj. kr4
10 millj. kr.
300 millj. kr.
Hönnun er undanskilin, enda er
hún kostnaðarlega veigalítill þátt-
ur í slíkri framkvæmd. Hvorki er
reiknað með loftræstingu eða lýs-
ingu. Kostnaður vegna undirbún-
ings og umsjónar er einnig undan-
skilinn.
Með hliðsjón af reynslu Færey-
inga og berglaga í gangastæðinu
tel ég mjög ótrúlegt að þörf sé
fyrir steypuhúðun f Kollufjalli og
því líklegt að 10 millj. til berg-
styrkinga nægi. Sömuleiðis leyfi
ég mér að óreyndu að reikna með
jafn hagstæðu tilboði í Kollu-
fjallsgöngin eins og í Blöndugöng-
in. í bjartsýnisspá tel ég því rétt
að miða einingaverð beint við
Blöndutilboðið. Samkvæmt þvl
yrði heildarkostnaður um 220
millj. kr. eða sambærilegur því
sem gerist í Færeyjum.
Jarðgöngin um Kollufjall
myndu stytta leiðina milli Fá-
skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar
um 37 km. Við meðalaðstæður
kostar uppbygging og klæðning
þjóðvega um 4 millj. pr. km. Sam-
kvæmt því ættu að sparast um 150
millj. króna í vegagerð við gerð
iif jJP
Aurstr '
/' / ,
5*7. y • %,./ /“«• „
/*«Íl -“v/. I,
La ... XT
7bí';'u"'vtt
Tveir valkostir í varanlegri vegagerð á Austurlandi.
Egilsstaðaflugvöllur:
Sinubruni hamlar
flugumferð
EfUaBtMum, 10. nuf.
í MORGUN tafðist brottför
Flugleiðavélar frá Egilsstöðum
og áætlunarvélar frá Flugfélagi
Áusturlands vegna reyks sem
lagðist yfir flugbrautina af vðld-
um sinubruna.
Kveikt hafði verið í sinu suð-
austan flugbrautar í landi Egils-
staða — en vegna vindstrekk-
ings magnaðist eldurinn skjótt
og ruddi hann sér leið eftir sinu-
toppunum í átt til flugvallarins
og lagði reykjarmökk yfir
flugbrautina af þeim sökum svo
að brunaverðir úr Slökkviliði
Fljótsdalshéraðs voru kallaðir
út til að kæfa eldinn. Gekk það
greiðlega og gátu áætlunarvél-
arnar sem biðu á flugvellinum
brátt haldið leiðar sinnar.
Skv. lögum um sinubrennur er
bannað að kveikja í sinu innan
kaupstaða eða kauptúna nema
með sérstöku leyfi yfirvalda. Þá
er ennfremur kveðið á um það í
lögum að sinubruni sé hvar-
vetna bannaður frá 1. maí til 30.
nóvember nema hvað yfirvöld-
um er heimilt að veita undan-
þágur til sinubruna á tímabilinu
1,—15. maí að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum „á svæðinu
norðan Isafjarðardjúps og norð-
an heiða allt austur af Fjarð-
arheiði og Breiðdalsheiði“ —
eins og segir í lögunum.
Sinubruni hefur að sögn verið
alltíður á Héraði undanfarna
daga og hefur lögreglan á Egils-
stöðum átt í önnum vegna þess.
Að sögn lögregluvarðstjórans
á Egilsstöðum, Björns Hall-
dórssonar, er sinubruninn við
Egilsstaðaflugvöll í morgun nú í
rannsókn lögreglu.
— Ólafur.
Ljósmynd/ ólafur
Lögreglan rannsakar nú tildrög sinubrunans á Egilsstöðum.