Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 36

Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 36
36 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 JMfagtittliffifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuói innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Höfuðmálið er heilbrigði fólks Margt var um manninn á tívolf-svæðinu. Nýtt tívolí: Eden-Borg, höll sumar- landsins, opnuð í Hveragerði Hver íslendingur, sem fæðist á ári æskunnar, fær í vöggugjöf lengri ævilíkur en nokkur annar „árgangur" í þjóðarsögunni. íslendingar verða raunar allra kerlinga og karla elztir. Aðeins ein þjóð, Japanir, geta státað af lengri meðalævi en við. Fyrir nálægt hundrað og tuttugu árum vóru meðalævi- líkur nýfædds meybarns hér á landi 38 ár og nýfædds svein- barns 32 ár. Samsvarandi töl- ur í dag eru 80 ár og 74 ár. Þetta þýðir að meðalævilíkur íslendings hafa rúmlega tvö- faldast — að árum — á rúm- lega einni öld. Þessu veldur margt: almenn menntun og þekking, gott húsnæði, hollara viðurværi og betri klæðnaður, stórbætt vinnuaðstaða, lík- amsrækt — og síðast en ekki sízt heilbrigðisþjónusta, sem þolir um margt samanburð við það bezta sem þekkizt í heim- inum. Þessi þróun er fagnaðarefni. Fátt skiptir persónulega ham- ingju og velferð einstakl- inganna meiru en heilbrigði þeirra, bæði til sálar og lík- ama. En böggull fylgir skammrifi. Velmegunin, sem einstaklingar og þjóðir keppa að, hefur ýmsa fylgikvilla. Ekki einungis í margs konar öldrunarsjúkdómum, sem fylgja háum aldri. Nefna má hjarta- og æðasjúkdóma fólks á miðjum og jafnvel ungum aldri, sem taldir eru fyigja lifnaðarháttum eða lífsmáta líðandi stundar, og krabba- mein, sem nútíma læknavís- indi standa í ströngu við að gera tæmandi skil. Auk framangreinds, skjóta illvígir veiru- og bakteríusjúk- dómar upp kolli, sem erfitt er við að fást. Morgunblaðið skýrir frá því sl. laugardag í viðtali við lækni á Landspít- ala, að „hermannaveiki" hafi greinzt í tæplega 30 sjúkling- um á Borgarspítala og Land- spítala á tímabilinu október 1983 til jafnlengdar 1984. Tal- ið er fimm menn hafi látizt af völdum veikinnar á þessu tímabili. Veikin greindizt í sérstakri rannsókn á lungnaveikisjúklingum, en „hermannaveiki" er lungna- bólguafbrigði. í rannsókninni kom i ljós dæmu um sýkingu innan sjúkrahúss. Það hefur komið læknum á óvart að „hermannaveiki" virðist önnur eða þriðja algengasta tegund lugnabólgu á Islandi. Baktería sú, sem hér um ræðir, mun talsvert útbreidd í umhverfinu. Fólki, sem hefur „veiklaðar varnir", er hættara við sýkingu, svo sem fólk með langvinna lugnasjúkdóma, stórreykingafólk eða fólk sem liggur inni á sjúkrahúsum með lítinn viðnámskraft af völdum annarra veikinda. „Hermannaveiki" hefur á stundum orðið að faraldri er- lendis og þá vegna „einhverra óvenjulegra aðstæðna á við- komandi stöðum, hvort sem það væri hótel í Philadelphíu eða sjúkrahús í Englandi", eins og segir í tilvitnuðu við- tali, en sú hefur ekki orðið raunin á hér. Sigurður B. Þorsteinsson, læknir á Landspítala, sagði í viðtali við Morgunblaðið: „í sumar verður hafin um- fangsmikil leit að bakteríunni í umhverfinu, en þess má geta að bakterían lifir fyrst og fremst í vatni og kannski sér- staklega heitu vatni. Því gæti verið að í hitaveitulandi eins og íslandi væri meira af þess- ari bakteríu en gengur og ger- izt í öðrum löndum" Þá hefur og komið fram að bakterían kunni að halda sig í loftræsti- kerfum húsa. Það er ekki ástæða til að gera því skóna að hér kunni faraldur að vera í aðsigi. Hinsvegar er það staðreynd að 30 tilfelli af „hermannaveiki" hafa verið greind hér í tveim- ur helztu sjúkrahúsum borg- arinnar og 5 dauðsföll færð á reikning hennar. Það er því full ástæða til að vera á varð- bergi og snúast til varnar með viðeigandi hætti. Sú „um- fangsmikla leit", sem Sigurður B. Þorsteinsson læknir talar um, er því tímbær. Þess verður að vænta að fjármagn og að- staða verði tryggð til verksins. íslenzk heilbrigðisþjónusta er dýr og kostnaður hennar fer vaxandi. Sjálfsagt er að leita ráða til að nýta fjármagn skattborgara, sem yfirleitt finnst meir en nóg af sér tekið, með sem beztum hætti þar sem annars staðar í ríkisbú- skapnum. Sá sveigjanleiki verður þó að vera í fjárstreymi til heilbrigðisgeirans, að hann geti á hverjum tíma brugðizt við óvæntum aðstæðum. Hann verður að geta náð vopnum sínum hvenær sem heilsu- farslegt öryggi þjóðarinnar krefst. Edes-Borg, ll.m*í. „ÞAÐ ÞYKIR sjálfsagt ótrúlegt að þessi staöur skuli risinn hér í Hvera- gerði en við erum viss um að starf- semin muni ganga vel,“ sagði Karl Guðmundsson sveitarstjóri þegar hann opnaði Eden-Borg, nýja tívolíið eða höll sumarlandsins í Hvera- gerði. Um leið og Karl klippti á borða í hliðinu streymdi fólk inn á svæðið undir leik lúðrasveitar og skömmu seinna tóku leiktækin fjör- kipp. Innan við hliðið var gestum boð- ið upp á veitingar úr útskornu vík- ingaskipi og fljótlega rikti á svæð- inu andrúmsloft eftirvæntingar og gleði sem á við á slíkum stað. Bragi Einarsson í Eden bauð gesti velkomna til Eden-Borgar og sagði að framkvæmdir hefðu gengið ótrúlega vel við uppsetn- ingu staðarins. Lóð undir starf- semina fékkst 6. mars sl. og 11. mars hófust framkvæmdir með fyrstu skóflustungunni og að 60 dögum liðnum er staðurinn opnað- ur. Krakkarnir skemmtu sér veL Það eru eigendur Kauplands í Reykjavík, Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon, og Bragi Ein- arsson í Eden sem eru samstarfs- aðilar um staðinn. Þeir Sigurður og Pálmar reka einnig Hótel Borg og þaðan er síðari hluti nafns Eden-Borgar kominn. Eden-Borg verður opin um helg- ar frá kl. 12.00 á daginn til kl. Almenn þátttaka í hátíðarhöldum á 30 ára afmæli Kópavogskaupstaðar MorgunbUSið/RAX Frá setningu afmælishátíðarinnar i Digranesi. Hér stjórnar Björn Guðjóns- Kópavogskaupstaður varð 30 ára sl. laugardag. I tilefni afmælisins var efnt til fjölbreyttra hátíðarhalda um helgina. Dagskráin hófst kl. 10 á laug- ardagsmorguninn með því að stytta eftir Gerði Helgadóttur var afhjúpuð við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Síðan var hátíðin sett í íþróttahúsinu Digranesi kl. 14.00 sama dag. Þar flutti ungt fólk í Kópavogi tónlist og sýndi fim- leika. í Digranesi voru einnig sýn- ingar á vegum lista- og menning- arsjóðs Kópavogs, vörusýningar fyrirtækja í Kópavogi, myndasýn- ingar o.fl. Á Kópavogsvelli fór fram íþróttahátíð, við Vesturvör var kynnt starfsemi siglingaklúbbsins Kópaness, fyrirtæki og stofnanir voru kynnt svo eitthvað sé nefnt. Á sunnudaginn var hátíðar- guðsþjónusta í Kópavogskirkju. Þá var Kvenfélagasamband Kópa- vogs með kaffisölu í Félagsheimil- inu. Þar komu Friðbjöm G. Jóns- son og Sigfús Halldórsson og skemmtu auk nemenda úr Tónlist- son Skolahljómsveit Kopavogs. arskóla Kópavogs. Um kvöldið var Ijóðakvöld í Felagsheimilinu, þar sem kynnt voru ljóð eftir Jón úr Vör og Þorstein Valdimarsson. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri Kópavogs sagði í samtali við Morgunblaðið að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og þátt- taka hafi verið almenn í öllu því sem boðið var upp á. „Líklega hafa MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ 1985 37 - Þessi hringekja rís upp á endann, en miðflóttaaflið heldur þáttUkendum á sínum stað. 23.30 og virka daga kl. 14.00—23.30. Auk þess að bjóða upp á leiktæki munu skemmti- kraftar koma fram um helgar og á kvöldin, í miðri viku. Enginn að- gangseyrir er inn á svæðið en gestir kaupa sér þar til gerða miða sem þeir síðan afhenda við þau tæki sem þeir kjósa sér. Um ástæðuna fyrir því hvers vegna Hveragerði hefði orðið fyrir valinu sagði Sigurður Kárason, að í Hveragerði nytu þeir góðs skiln- ings bæjarbúa og sveitarstjórnar og ekkert hefði verið því til fyrir- stöðu að fá land undir starfsem- ina. „Við höfum verið að sækja um lóð undir þessa starfsemi í tvö ár og gáfumst loks upp á að eltast við kerfið,“ sagði Sigurður. Hann sagði góða möguleika á stækkun garðsins, aðeins Vs hluti lóðarinnar væri notaður og ef vel gengi væri hugmyndin að byggja yfir hluta af svæðinu. í Eden-Borg eru leiktæki fyrir alla aldursflokka, allt frá dúfu- kofa upp í þeytivindu. I sinn hvor- um enda svæðisins eru kappakst- ursbraut og bátalón. Inni á miðju svæðinu eru bílasalur, þeytivinda og kolkrabbi ásamt smærri tækj- um. Spilasalur verður í sérstöku húsi og pallur fyrir skemmti- krafta er á svæðinu. Hluti tækjanna var ókominn en gestir kunnu vel að meta þann búnað sem fyrir hendi var. Fólk streymdi í tækin eða að borðum lukkubúanna til að freista gæf- unnar. Og lánið lék við suma sem roguðust með stóra bangsa i fang- inu en þeir voru ekki minna ánægðir sem sátu á herðum föður síns með blöðru í hendi og ljóm- andi af ánægju. Sig. Jóns. Frá sýningu lista- og menningarsjóðs Kópavogs á þeim verkum sem gefln hafa verið kaupstaðnum. komið um 2.000 manns í Digranes á laugardaginn," sagði Kristján „og á sunnudaginn var einnig stöðugur straumur fólks á sýn- ingarnar þar. Hátíðarguðsþjón- ustan á sunnudag var mjög fjöl- menn og nánast örtröð var á brúðuleikhúsinu í leikskólanum Kópahvoli á laugardaginn, en þá var haldið upp á 15 ára afmæli hans.“ í tilefni afmælisins var opnuð sýning á hvölum og skeldýrum í Náttúrufræðistofunni í Kópavogi. Sýningin verður opin í dag frá kl. 14 til 22, en eftir það á venjulegum opnunartíma Náttúrufræðistof- unnar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TERENCE HUNT Með Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands í kirkjugarðin- um í Bitburg. agua til þess að refsa Ortega for- seta fyrir að leita eftir efnahags- aðstoð í Sovétríkjunum og einnig virtist það einhvers konar mót- leikur gegn þinginu sem sam- þykkti ekki mikia aðstoð handa skæruliðum sem berjast gegn 8tjórnvöldum í Nicaragua, en þá skæruliða hefur Reagan mjög borið fyrir brjósti og lýst þeim sem „einu von alþýðunnar í Nic- aragua“. Reagan var jákvæður mjög í kveðjuræðunni á Spáni, en minntist heldur ekki á vaxandi andstöðu á Spáni gegn aðild landsins að NATO og þeirri stað- reynd að Felipe Gonzales for- sætisráðherra vildi ræða fækkun bandarískra hermanna í her- stöðvum i landinu. í Strasbourg ávarpaði Reagan Evrópuþingið og fékk varla að tala fyrir frammíköllum vinstri sinna, sem hlógu, bauluðu og höfðu í frammi ýmsa háreysti Getur Reagan af einhverju státað eftir Evrópuförina? EVRÓPUFERÐ Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta er nú lokió og stjórn- málasérfræóingar reyna að vega og meta útkomuna. Þeir benda á, aó það sé söguleg staóreynd, að oft og iöulega þegar vandamál steója aó heima fyrir bregöi forsetar fyrir sig betrí fætinum og haldi á yfirreið um mörg lönd. Með því að „gera þaó gott“ í útlöndum hafa forsetarnir gjarnan komiö heim vinsælli en þeir fóru utan og þannig hafa erflóleikarnir oft reynst auóveldari viófangs. Aö þessu sinni fóru leikar ekki svo, Reagan hafði heldur lýra uppskeru í Evrópuferóinni og fleirí spjót beinast nú aó honum en fyrr, mörg þeirra flugbeitL Við erum nú á heimleið og tengsl okkar eru treyst og sterkari en fyrr. Ætlunar- verkinu er lokið,“ sagði Reagan við brottförina frá Lissabon, sem var síðasti viðkomustaður- inn. Hann viðurkenndi þó á fréttamannafundi að þrátt fyrir nokkra „hápunkta“ i ferðinni voru einnig nokkur „afleit augnablik". Ef útkomu ferðar forsetans er skipt í tvær deildir, annars vegar skoðuð frá póli- tísku sjónarmiði og hins vegar skoðuð frá almenningsálitinu, sést best, að Reagan hafði fátt annað en armæðu af ferðinni. Ef við litum á síðari liðinn á undan fékk Reagan flesta ef ekki alla gyðinga heiftarlega upp á móti sér, auk óteljandi annarra, er hann hélt fast við áætlun skipuleggjanda ferðarinnar, að heimsækja hermannagrafreit í borginni Bitburg í Vestur- Þýskalandi. Nokkrir SS-her- menn liggja þar grafnir. Reiðin sem för forsetans í kirkjugarð- inn olli var meiri en hann óraði fyrir og litlu breytti þó hann af- réði í skyndingu að heimsækja einnig útrýmingarbúðirnar í Bergen-Belsen. Reagan staldraði aðeins við í 8 mínútur í graf- reitnum í Bitburg, en eigi að síð- ur héngu þessar 8 mínútur eins og mara yfir allri ferð forsetans og ekki bara það, umrædd heim- sókn hans til Bitburg er orðin að umdeildasta atviki í forsetatið Reagans. Margt hefur verið skrafað og skrifað um Bitburg- ferð Reagans og ekki öðru við bætt hér, en að ferðin verður ugglaust umtaisefni næstu árin og ýmislegt sem forsetinn kann að taka sér fyrir hendur verður skoðað í smásjá í ljósi þess, að fjölmargir telja að forsetinn hafi gert mistök með þvi að fara til Bitburg. En ef við skoðum útkomuna frá pólitísku hliðinni kemur i ljós að þar hefur ekki síður verið stormasamt. Þrátt fyrir að Reagan sé óþreytandi bjartsýn- ismaður neitar hann þvi ekki, að margt gekk honum i óhag í Evr- ópuferðinni. Það eina sem hann hafði í raun upp úr ferðinni var staðfesting á leiðtogafundi i Bonn, að bandamenn Bandaríkj- anna i Vestur-Evrópu bæru traust til Bandaríkjanna i af- vopnunarviðræðunum við Sov- étríkin í Genf. Reagan tókst ekki aðalætlunarverk sitt, að fá hljómgrunn fyrir og ákveðna dagsetningu á upphafi viðskipta- þings. Þar deildu þeir hart Mitt- errand Frakklandsforseti og Reagan. Mitterrand hefur áhyggjur af því hvaða afleið- ingar slíkar viðræður myndu hafa á landbúnað í Frakklandi. Þá hélt Reagan mikla tölu um geimvarnarkerfið, en fékk held- ur litinn hljómgrunn, aftur gagnrýndi Mitterrand, en Vestur-Þjóðverjar virtust áhugasamir um samvinnu á þvi sviði. Þá tóku engir af banda- mönnunum undir viðskipta- bannið sem Reagan setti á Nic- aragua og mönnum þótti undar- legt að lýsa yfir slíku banni sama kvöld og leiðtogafundurinn hófst, því þar voru á ferðinni leiðtogar land sem hafa það að yfirlýstri stefnu að þau séu mót- fallin viðskipta- og efnahags- hömlum af hvers kyns tagi. Þegar til Spánar kom var þar allt í háalofti, Spánn er móður- land rómönsku Ameriku og hundruð þúsund tóku þátt i mót- mælaaðgerðum gegn forsetan- um, viðskiptabannið var alræmt þar í landi og mikil andstaða gegn því. Bæði Spánverjar svo og aðrir gátu ekki betur séð, en að því hefði verið skellt á Nicar- aðra. Best var Reagan tekið i Portúgal, þar sem hann ávarpaði þingið. En jafnvel þar stóðu vinstri sinnar úr sætum og gengu út. Reagan smellti þá brandara fram, sagði það afleitt að stólar vinstri manna væru óþægilegri en stólar annarra þingmanna. Féll brandarinn i góðan jarðveg meðal þeirra sem eftir sátu i salnum. Nú er Reagan kominn heim til Bandaríkjanna og ekki hafa vandamálin minnkað i sniðum, við forsetanum blasir mikill vandi. Hann mun reyna á næst- unni að herja út úr þinginu að- stoð í einhverri mynd til handa contra-skæruliðum i Nicaragua. Hann þarf að halda vel utan um málamiðlaðar fjárlagatillögur og skatta„pakka“ sem sérhags- munaaðilar munu reyna að vega að með öllum tiltækum vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta og fleira þarf hann að afgreiða í skugga Bitburg, Bonn, Stras- bourg og Madrid. En þó málin hafi ekki gengið upp sem skyldi i fyrrgreindum borgum lætur Reagan engan bilbug á sér finna, „alls staðar kom ég stefnu og sannfæringu Bandaríkjanna til skila. Þeir vita nú betur en fyrr, að þeir geta ávallt reitt sig á Bandaríkin til þess að standa með þeim i blíðu og striðu, til að lyfta undir lýðræðið, efnahags- lifið og til þess að halda friðinn,“ sagði Reagan. Hann treystir því að tíminn lækni þau sár sem hann ýfði upp með Bitburg- ferðinni, treystir þvi að málstað- ur hans: „að það sé ekki hægt að hírast í skotgröfunum til eilífð- arnóns" og það beri að líta á síð- ari heimsstyrjöldina sem hluta af sögunni, verði ofan á þegar fram liða stundir. Reagan er sannfærður um að Bitburg- ferðin muni þegar fram líða stundir styrkja vináttubönd Bandarikjanna og Vestur- Þýskalands og það eitt finnst honum ljós punktur við ferð sína þó augljósari málefni hafi snúist í höndum hans. Höfuadur er fréttaskýrundi bjá AP-fréttastofunni. 1 í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.