Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 40

Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAl 1985 Útvarpslagafrumvarpið afgreitt frá neðri deild: Morgunbladið/Július Frá Ulningu atkvaeða um útvarpslagafrumvarpið i Alþingi í g«r. Enginn framsóknarmaður greiddi frumvarpinu atkvæði — Sjö framsóknarmenn sátu hjá, þrír á móti — Frumvarpið samþykkt með sextán atkvæðum sjálfstæðismanna og Banda- lags jafnaðarmanna Frumvarp til rýmri út- varpslaga var afgreitt frá neðri deild Alþingi í gær, nokkuð breytt frá upphaf- legri mynd, með 16 atkvæð- um gegn 12, 11 sátu hjá en einn var fjarverandi. Með frumvarpinu greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Gegn frum- varpinu greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Alþýðu- bandalags og Kvennalista, ásamt þremur þingmönnum Framsóknarflokks, þ.e. at- kvæðum Halldórs Asgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra, Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsóknar- manna og Stefáns Valgeirs- sonar. Hjá sátu viðstaddir þingmenn Alþýðuflokks og sex þingmenn Framsóknar- flokks, þar á meðal Stein- grímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Alexander Stefánsson, félagsmálaráö- herra. Jafnstaða til auglýs- inga: 20:19 atkvæðum Þingdeildin samþykkti moð naumum meirihluta, 20:19 at- kvæðum, breytingartillögu frá Kristínu S. Kvaran og Guðmundi Einarssyni, þingmönnum Banda- lags jafnaðarmanna, þess efnis, að útvarpsstððvum skuli heimilt að afla sér tekna með auglýsingum, Þingmenn Alþýðuflokks sátu hjá afnotagjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefnis. Auglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðar frá öðrum dagskrárliðum. Þessi tillaga gekk eilítið lengra en tillaga frá Frið- riki Sóphussyni (S) um sama efni, sem kom ekki til atkvæða, vegna samþykktar framangreindrar til- lögu. Áður hafði þingdeilin samþykkt breytingartillögu frá Jóni Baldvin Hannibalssyni (A) við breyt- ingartillögu Kristínar S. Kvaran og Guðmundar Einarssonar, með 16:13 atkvæðum, þess efnis, að “gjaldskrár fyrir auglýsingar skuli háðar samþykki útvarpsrétt- indanefndar“, og var hún sam- þykkt, þannig breytt, eins og framan greinir. Með tillögunni, þannig breyttri, greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks í þingdeildinn, 14 talsins, fjórir þingmenn Alþýðuflokks og tveir þingmenn Bandalags jafnaðar- manna. Gegn tillögunni greiddu atkvæði þingmenn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Þegar hér var komið steig Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna í ræðustól og bar fram óskir um 15 mínútna fundarhlé, sem forseti veitti. Gengu framsóknarmenn síðan til Áheyrendur í pölhim Alþingis. fundar í þingflokksherbergi. Rikti greinilega nokkur spenna í þing- liði, hvort til frekari tíðinda myndi draga, eftir að stjórnar- flokkarnir héldu hvor í sína áttina í afstöðu til auglýsinga hjá vænt- anlegum útvarpsstöðvum. Tillaga um boðveitur í eigu sveitarfélaga felld Að loku fundahléi hélt atkvæða- greiðsla áfram. Breytingartillaga Jóns Baldvins Hannibalssonar (A) við ákvæði til bráðabirgða, þess efnis, að boð- veitur skuli vera í eigu sveitarfé- laga, var felld með 19:10 atkvæð- um. Ellert B. Schram (S) greiddi atkvæði, einn þingmanna Sjálf- stæðisflokks, með þessu ákvæði. (J.B.H. hafði sett tvö skilyrði fyrir stuðningi Alþýðuflokks við frjáls- ar auglýsingar, þ.e. boðveitur í eigu sveitarfélaga og gjaldskrár- eftirlit útvarpslaganefndar. Þeim var hafnað. Hinsvegar náði eftir- litsákvæði með gjaldskrá fram að ganga í atkvæðagreiðslu, sem fyrr segir.) Tillaga meirihluta menntamála- nefndar um „Menningarsjóð út- varpsstöðva", sem í renni 10% gjald af auglýsingum, var sam- þykkt með 32:1 atkvæði. Menning- arsjóðurinn skal greiða hlut RÚV í kostnaði við rekstur Sinfón- íuhljómsveitar, auk þess sem hann á að veita framlög til eflingar inn- lendri dágskrárgerð. Samþykkt var breytingartillaga frá Hjörleifi Guttormssyni (Abl.) o.fl. þar sem segir m.a.: „Ríkisút- varpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjölbreytt skemmtiefni ... og efni á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu, auk tónlistar ..." Samþykkt var með 25 sam- hljóða atkvæðum að menntamála- ráðherra staðfesti útvarpsgjald að fegnum tillögum útvarpsstjóra. Felld var tillaga með 24:7 at- kvæðum um að útvarpsstjóri „geri með samþykki stjórnar RÚV kjarasamninga við starfsmenn RÚV“. í ákvæðum til bráðabrigða, eins og þau vóru endanlega samþykkt, er tekið fram, efnislega: • Leyfi til útvarps verða fyrst um sinn aðeins veitt til þriggja ára. • Útvarpsréttarnefnd, sem kjósa á við gildistöku laganna, um nk. áramót, skal sitja til ársloka 1989. Stjórn menningarsjóðs útvarps- stöðva skal skipuð frá sama tíma. • Utanríkisráðherra skal heimilt að veita varnarliðinu leyfi til áframhaldi útvarpsrekstrar, sbr. lög nr. 110/1951 og lög nr. 106/1954. • Lög þessi skal endurskoða inn- an þriggja ára frá setningu þeirra. Útvarp varnarliðsins Eins og að framan segir var heimild til áframhaldandi útvarps á vegum varnarliðsins samþykkt með 29:7 atkvæðum. Tveir þing- menn sátu hjá. Tveir vóru fjarver- andi. Gegn tillögunni greiddu atkvæði sex þingmenn Alþýðubandalags og Guðrún Agnarsdóttir, Kvenna- lista. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) sat hjá. Með tillögunni greiddu at- kvæði allir viðstaddir þingmenn Alþýðuflokks, Bandalags jafnað- armanna, Framsóknarflokks, og Sjálfstæðisflokks. Orðaskipti stjórnarliða Þegar kom til endanlegra at- kvæða í þingdeildinni um frum- varpið, með áorðnum breytingum, greiddu þrír þingmenn Framsókn- arflokks atkvæði gegn því en sjö sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins studdu hinsvegar allir frumvarpið. Ýmsir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, efnislega sem hér segir: • HALLDÓR ÁSGRÍMSSON (F): Auglýsingatekjur eru undirstaða ríkisfjölmiðlanna í dag. Með því að veita fleiri stöðvum ótakmark- aðan aðgang að auglýsingum er verið að veikja stöðu og framtfð RÚV. Hann lýsti mótatkvæði við frumvarpið. • HALLDÓR BLÖNDAL (S) sagði m.a. að RÚV hafi forskot og burði fram yfir hugsanlega nýja rekstr- araðila. Jafnstaða gagnvart aug- lýsingum breyti ekki þeirri mynd. Halldór lýsti meðatkvæði við frumvarpið. • HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.): Með þessu frumvarpi er verið að opna flóðgáttir í fjöl- miðlun fyrir fjármagnsöflin í landinu og veita þeim óheftan að- gang að ljósvakanum. Framtið RÚV er teflt f tvfsýnu. Mótat- kvæöi • ÓLÁFUR Þ. ÞÓRÐARSON (F) taldi gengið á samkomulag stjórn- arflokkanna í menntamálanefnd með samþykkt óheftra auglýsinga. Hann lýsti hjásetu. • JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON (A) taldi tilboði Alþýðu- flokks um stuðning við frumvarp- ið hafa verið hafnaö með því að fella breytingartillögu um boð- veitur í eigu sveitarfélag. Hann lýsti hjásetu þingmanna Alþýðu- flokk<iinR • PÁLL PÉTURSSON (F) kvað samkomulag stjórnarflokkanna i menntamálanefnd rækilega brotið af sjálfstæðismönnum við atkvæðagreiðslu hér og nú. Hann lýsti mótatkvæði. • RAGNHILDUR HELGADÓTT- IR (S) kvað sjálfstæðismenn aldr- ei hafa farið dult með stuðning sinn við jafnstöðu útvarpsstöðva gagnvart tekjuöflum um auglýs- ingar, sem væri fjárhagsleg for- senda fyrir rekstri nýrra stöðva. Hér væri í raun um að ræða jafn- rétti til tjáningarfrelsins í lýðræð- isþjóðfélagi. • STEFÁN VALGEIRSSON (F) sagði frumvarpið auka á misrétti I þjóðfélaginu. • BIRGIR ÍSLEIFUR GUNN- ARSSON (S) minnti á að í nefnd- aráliti meirihluta menntamála- nefndar, sem undirritað væri af fulltrúum beggja stjórnarflokk- anna, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, væri skýrt fram tek- ið, að þeir áskildu sér rétt til að flytja og/eða fylgja breytingartil- lögum. Þegar þessi fyrirvari var gerður var vitað um ágreining stjórnarflokkanna varðandi aug- lýsingar. Það er því algrangt hjá Páli Péturssyni, sagði Birgir, að sjálfstæðismenn hafi brotið nokk- urt samkomulag. • ELLERT B. SCHARAM (S) kvað útvarpslagafrumvarpið hafa velkst lengi fyrir Alþingi. Nú á sfðasti stigi máls hefðu aftur- haldsöflun sameinast um að fyrir- byggja fjárhagslega rekstrar- möguleika nýrra útvarpsstöðva.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.