Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAl 1985 Útvarpslagafrumvarpið afgreitt frá neðri deild: Morgunbladið/Július Frá Ulningu atkvaeða um útvarpslagafrumvarpið i Alþingi í g«r. Enginn framsóknarmaður greiddi frumvarpinu atkvæði — Sjö framsóknarmenn sátu hjá, þrír á móti — Frumvarpið samþykkt með sextán atkvæðum sjálfstæðismanna og Banda- lags jafnaðarmanna Frumvarp til rýmri út- varpslaga var afgreitt frá neðri deild Alþingi í gær, nokkuð breytt frá upphaf- legri mynd, með 16 atkvæð- um gegn 12, 11 sátu hjá en einn var fjarverandi. Með frumvarpinu greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Gegn frum- varpinu greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Alþýðu- bandalags og Kvennalista, ásamt þremur þingmönnum Framsóknarflokks, þ.e. at- kvæðum Halldórs Asgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra, Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsóknar- manna og Stefáns Valgeirs- sonar. Hjá sátu viðstaddir þingmenn Alþýðuflokks og sex þingmenn Framsóknar- flokks, þar á meðal Stein- grímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Alexander Stefánsson, félagsmálaráö- herra. Jafnstaða til auglýs- inga: 20:19 atkvæðum Þingdeildin samþykkti moð naumum meirihluta, 20:19 at- kvæðum, breytingartillögu frá Kristínu S. Kvaran og Guðmundi Einarssyni, þingmönnum Banda- lags jafnaðarmanna, þess efnis, að útvarpsstððvum skuli heimilt að afla sér tekna með auglýsingum, Þingmenn Alþýðuflokks sátu hjá afnotagjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefnis. Auglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðar frá öðrum dagskrárliðum. Þessi tillaga gekk eilítið lengra en tillaga frá Frið- riki Sóphussyni (S) um sama efni, sem kom ekki til atkvæða, vegna samþykktar framangreindrar til- lögu. Áður hafði þingdeilin samþykkt breytingartillögu frá Jóni Baldvin Hannibalssyni (A) við breyt- ingartillögu Kristínar S. Kvaran og Guðmundar Einarssonar, með 16:13 atkvæðum, þess efnis, að “gjaldskrár fyrir auglýsingar skuli háðar samþykki útvarpsrétt- indanefndar“, og var hún sam- þykkt, þannig breytt, eins og framan greinir. Með tillögunni, þannig breyttri, greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks í þingdeildinn, 14 talsins, fjórir þingmenn Alþýðuflokks og tveir þingmenn Bandalags jafnaðar- manna. Gegn tillögunni greiddu atkvæði þingmenn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Þegar hér var komið steig Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna í ræðustól og bar fram óskir um 15 mínútna fundarhlé, sem forseti veitti. Gengu framsóknarmenn síðan til Áheyrendur í pölhim Alþingis. fundar í þingflokksherbergi. Rikti greinilega nokkur spenna í þing- liði, hvort til frekari tíðinda myndi draga, eftir að stjórnar- flokkarnir héldu hvor í sína áttina í afstöðu til auglýsinga hjá vænt- anlegum útvarpsstöðvum. Tillaga um boðveitur í eigu sveitarfélaga felld Að loku fundahléi hélt atkvæða- greiðsla áfram. Breytingartillaga Jóns Baldvins Hannibalssonar (A) við ákvæði til bráðabirgða, þess efnis, að boð- veitur skuli vera í eigu sveitarfé- laga, var felld með 19:10 atkvæð- um. Ellert B. Schram (S) greiddi atkvæði, einn þingmanna Sjálf- stæðisflokks, með þessu ákvæði. (J.B.H. hafði sett tvö skilyrði fyrir stuðningi Alþýðuflokks við frjáls- ar auglýsingar, þ.e. boðveitur í eigu sveitarfélaga og gjaldskrár- eftirlit útvarpslaganefndar. Þeim var hafnað. Hinsvegar náði eftir- litsákvæði með gjaldskrá fram að ganga í atkvæðagreiðslu, sem fyrr segir.) Tillaga meirihluta menntamála- nefndar um „Menningarsjóð út- varpsstöðva", sem í renni 10% gjald af auglýsingum, var sam- þykkt með 32:1 atkvæði. Menning- arsjóðurinn skal greiða hlut RÚV í kostnaði við rekstur Sinfón- íuhljómsveitar, auk þess sem hann á að veita framlög til eflingar inn- lendri dágskrárgerð. Samþykkt var breytingartillaga frá Hjörleifi Guttormssyni (Abl.) o.fl. þar sem segir m.a.: „Ríkisút- varpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjölbreytt skemmtiefni ... og efni á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu, auk tónlistar ..." Samþykkt var með 25 sam- hljóða atkvæðum að menntamála- ráðherra staðfesti útvarpsgjald að fegnum tillögum útvarpsstjóra. Felld var tillaga með 24:7 at- kvæðum um að útvarpsstjóri „geri með samþykki stjórnar RÚV kjarasamninga við starfsmenn RÚV“. í ákvæðum til bráðabrigða, eins og þau vóru endanlega samþykkt, er tekið fram, efnislega: • Leyfi til útvarps verða fyrst um sinn aðeins veitt til þriggja ára. • Útvarpsréttarnefnd, sem kjósa á við gildistöku laganna, um nk. áramót, skal sitja til ársloka 1989. Stjórn menningarsjóðs útvarps- stöðva skal skipuð frá sama tíma. • Utanríkisráðherra skal heimilt að veita varnarliðinu leyfi til áframhaldi útvarpsrekstrar, sbr. lög nr. 110/1951 og lög nr. 106/1954. • Lög þessi skal endurskoða inn- an þriggja ára frá setningu þeirra. Útvarp varnarliðsins Eins og að framan segir var heimild til áframhaldandi útvarps á vegum varnarliðsins samþykkt með 29:7 atkvæðum. Tveir þing- menn sátu hjá. Tveir vóru fjarver- andi. Gegn tillögunni greiddu atkvæði sex þingmenn Alþýðubandalags og Guðrún Agnarsdóttir, Kvenna- lista. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) sat hjá. Með tillögunni greiddu at- kvæði allir viðstaddir þingmenn Alþýðuflokks, Bandalags jafnað- armanna, Framsóknarflokks, og Sjálfstæðisflokks. Orðaskipti stjórnarliða Þegar kom til endanlegra at- kvæða í þingdeildinni um frum- varpið, með áorðnum breytingum, greiddu þrír þingmenn Framsókn- arflokks atkvæði gegn því en sjö sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins studdu hinsvegar allir frumvarpið. Ýmsir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, efnislega sem hér segir: • HALLDÓR ÁSGRÍMSSON (F): Auglýsingatekjur eru undirstaða ríkisfjölmiðlanna í dag. Með því að veita fleiri stöðvum ótakmark- aðan aðgang að auglýsingum er verið að veikja stöðu og framtfð RÚV. Hann lýsti mótatkvæði við frumvarpið. • HALLDÓR BLÖNDAL (S) sagði m.a. að RÚV hafi forskot og burði fram yfir hugsanlega nýja rekstr- araðila. Jafnstaða gagnvart aug- lýsingum breyti ekki þeirri mynd. Halldór lýsti meðatkvæði við frumvarpið. • HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.): Með þessu frumvarpi er verið að opna flóðgáttir í fjöl- miðlun fyrir fjármagnsöflin í landinu og veita þeim óheftan að- gang að ljósvakanum. Framtið RÚV er teflt f tvfsýnu. Mótat- kvæöi • ÓLÁFUR Þ. ÞÓRÐARSON (F) taldi gengið á samkomulag stjórn- arflokkanna í menntamálanefnd með samþykkt óheftra auglýsinga. Hann lýsti hjásetu. • JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON (A) taldi tilboði Alþýðu- flokks um stuðning við frumvarp- ið hafa verið hafnaö með því að fella breytingartillögu um boð- veitur í eigu sveitarfélag. Hann lýsti hjásetu þingmanna Alþýðu- flokk<iinR • PÁLL PÉTURSSON (F) kvað samkomulag stjórnarflokkanna i menntamálanefnd rækilega brotið af sjálfstæðismönnum við atkvæðagreiðslu hér og nú. Hann lýsti mótatkvæði. • RAGNHILDUR HELGADÓTT- IR (S) kvað sjálfstæðismenn aldr- ei hafa farið dult með stuðning sinn við jafnstöðu útvarpsstöðva gagnvart tekjuöflum um auglýs- ingar, sem væri fjárhagsleg for- senda fyrir rekstri nýrra stöðva. Hér væri í raun um að ræða jafn- rétti til tjáningarfrelsins í lýðræð- isþjóðfélagi. • STEFÁN VALGEIRSSON (F) sagði frumvarpið auka á misrétti I þjóðfélaginu. • BIRGIR ÍSLEIFUR GUNN- ARSSON (S) minnti á að í nefnd- aráliti meirihluta menntamála- nefndar, sem undirritað væri af fulltrúum beggja stjórnarflokk- anna, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, væri skýrt fram tek- ið, að þeir áskildu sér rétt til að flytja og/eða fylgja breytingartil- lögum. Þegar þessi fyrirvari var gerður var vitað um ágreining stjórnarflokkanna varðandi aug- lýsingar. Það er því algrangt hjá Páli Péturssyni, sagði Birgir, að sjálfstæðismenn hafi brotið nokk- urt samkomulag. • ELLERT B. SCHARAM (S) kvað útvarpslagafrumvarpið hafa velkst lengi fyrir Alþingi. Nú á sfðasti stigi máls hefðu aftur- haldsöflun sameinast um að fyrir- byggja fjárhagslega rekstrar- möguleika nýrra útvarpsstöðva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.