Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 46

Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Björgunarsveitin Gró á Egils- stöðum fær lorantæki að gjöf FORRÁÐAMENN Radíómiðunar hf. i Grandagarði í Reykjavík færðu björgunarsveitinni Gró i Egilsstöð- um lorantæki að gjöf þann 9. maí sl. Af þessu tilefni átti blaðamaður Morgublaðsins samtal við Baldur Pálsson formann björgunarsveit- arinnar og Sigurjón Hannesson varaformann, en sem kunnugt er voru það einmitt félagar úr Gró sem fóru á tveimur snjóbílum á Vatnajökul í lok marsmánaðar til aðstoðar þremur félögum úr Flugbjörgunarsveitinni á Akur- eyri. Sveinn Sigurbjarnason björgunarsveitarmaður og jökla- fari stjórnaði snjóbílnum Tanna, en hann er búinn lórantæki. í þessari leit kom vel í ljós hve nauðsynleg slík tæki eru til leitar á jökli, sérstaklega í vondu veðri. Þeir félagar Baldur og Sigurjón voru spurðir hvort þessi ferð hafi orðið til þess að þeir fóru að kanna möguleika á að fá lorantæki. Baldur sagði að þeir hefðu byrj- að að kanna kaup á lorantæki í haust. „Þetta dróst síðan fram eft- ir vetri, en ferðin á Vatnajökul rak endahnútinn á að eitthvað yrði gert í málinu. Þegar leitin á Vatnajökli hófst þurftum við að leita til Sveins Sig- urbjarnasonar á Eskifirði og biðja hann að aðstoða okkur. Þetta tafði að sjálfsögðu fyrir, því flytja þurfti snjóbflinn langa leið á flutningabíl. En Sveinn hefur allt- af verið boðinn og búinn þegar Kristján Gíslason hjá Radíómióun hf. afhendir Baldrí Páissyni formanni björgunarsveitarínnar Gróar á Egilsstöðum lorantæki að gjöf. F.v. Sigurjón Hannesson varaformaður Gróar, Baidur, Krístján og Haraidur Henrýsson forseti Slvsavarnafélairs falanHa Sigurjón Hannesson kemur niður af Vatnajökli á snjóbfl björgunarsveitar- innar Gróar eftir að hafa tekið þátt f leit að þremur félögum úr Flugbjörgun- arsveitinni á Akureyrí, sem lentu í hrakningum á jöklinum í lok mars. leitað hefur verið til hans. Loran- tækið mun veita okkur geysilegt öryggi og verður það sett í snjóbíl- inn okkar." Sigurjón bætti því við að ekki væri hægt að rata á fjöllum í vondu veðri án þess að hafa lor- antæki. Með því væri hægt að miða út staði, stefnu og vegalengd þó ekki sjáist út úr augum. Baldur og Sigurjón sögðu að nú væru um 150 félagar í björgun- arsveitinni Gró á Egilsstöðum, um 70 eru frá Egilsstöðum en aðrir félagar eru úr 10 hreppum á Fljótsdalshéraði. Svæði björgun- arsveitarinnar er mjög víðáttu- mikið og erfitt yfirferðar. Oft þarf að fara langar vegalengdir og eru leitir því oft á tíðum umfangs- miklar. Þeir sögðust eiga mjög gott samstarf við Slysavarnafé- lagið og hefur það m.a. aðstoðað við uppbyggingu björgunarsveit- arinnar. Björgunarsveitin og slysavarnadeildin á Egilsstöðum hafa nýlega byggt saman hús fyrir starfsemina. —En hvernig gengur að fá fólk til starfa í björgunarsveitinni? „Það gengur mjög misjafnlega," sagði Baldur. „En undanfarið hef- ur verið óslitið starf og mikil bjartsýni ríkt hjá sveitinni. Ungl- NAKVÆMNISVOGIR Vorum að fá sendingu af þessum japönsku hágæða nákvæmnisvogum AND gengur bæði fyrir 220 V og batteríum. Innbyggt hleðslutæki. AND er mjög hraðvirk og einföld í notkun. Sérstaklega hagstætt verð. Verð frá kr. 14.700,- Ath. Við rekum fullkomið rafeindaverkstæði og þjónustan gerist vart betri. Holmegaard rýmingarsala Vegna óviðunandi viðskiptahátta hjá Holmegaard hættum við aö selja allar glervörur frá þeim. Öll Holmegaard vara er seld meö 20% afslætti. Silfurbúðin Laugavegi 55. The DuMiners koma til Islands Hinir frábæru Dubliners eru nú aö koma til íslands i þriöja sinn vegna mikilla vinsælda. Hljómleikarnir fara fram í Háskólabíói 16. og 17. maí nk. Forsala aögöngumiöa er í Háskólabíói Tryggiö ykkur miöa tímanlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.