Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIPJUDAGUR 14. MAl 1985 47 Dalvík: Fertugasti aðalfundur Sambands eyfirskra kvenna ingadeild hefur verið stofnuð og þar starfa um 20 unglingar á aldr- inum 12—18 ára.“ „Þeir eru alveg magnaðir í ungl- ingadeildinni," sagði Sigurjón. „Þeir eru mjög hugmyndaríkir og duglegir. Við höfum mjög gaman af þeim.“ —Hvernig fer þjálfun félaga í björgunarsveitinni Gró fram? „Þetta eru allt þrautþjálfaðir menn og mjög áhugasamir," sagði Baldur. „Við skipuleggjum starfið 3 mánuði fram í tímann. Reynt er að fara í ferðir og haldnar eru æf- ingar og myndakvöld." Sigurjón sagði að myndakvöldin væru mjög mikilvæg. „Þar miðlar hver af þekkingu sinni. Um leið og myndirnar eru sýndar er rifjað upp hvað kom upp á í ferðinni og þá er hægt að leiðbeina félögun- um.“ —Hverju þakkið þið hve hægt er að halda uppi svona öflugu starfi? Þeir Sigurjón og Baldur voru sammála um að stuðningur fólks- ins á Fljótsdalshéraði væri mik- ilvægastur. „Þetta fólk hefur allt- af stutt okkur, þegar leitað hefur verið til þess með fjáröflun o.fl. Einnig eru gamlir félagar alltaf reiðubúnir til aðstoðar, sem er al- veg ómetanlegt fyrir okkur, því þeir búa yfir geysilegri reynslu. Þegar leit stendur yfir eru fjórir menn í stjórnstöð, yfirleitt gamlir félagar, sem hættir eru fjallaferð- um. Þar eru réttir menn á réttum stað.“ —Fylgir ekki mikill kostnaður rekstri björgunarsveitar? „Jú, við notum mikinn og dýran búnað," sagði Baldur, „og fjáröfl- un er grundvöllur þessarar starf- semi.“ „Það er mikill misskilningur sem virðist ríkja hér, sn henn er sá að fólk telur að björgunarsveit- ir séu ríkisstyrktar," sagði Sigur- jón. „Björgunarsveitirnar standa undir öllum sínum rekstri sjálf- ar.“ Baldur og Sigurjón sögðust vera ákaflega þakklátir fyrir þessa gjöf frá Radíómiðun hf. Þeir sögðu að lorantækið hafi verið það tæki, sem þeir hefðu haft mest gagn af að fá. Þess má geta að landsfundur Slysavarnafélags íslands verður haldinn dagana 7. til 9. júní nk. á Egilsstöðum. Hann sækja full- trúar frá öllum slysavarnadeild- um og björgunarsveitum á land- inu. Ualrík, 9. maí. ÞANN 27. aprfl var haldinn fertug- asti aðalfundur Sambands eyflrskra kvcnna. í upphafl fundar bauð Kristrún Sigurðardóttir, formaður kvenfélagsins Hvatar á Árskógs- strönd, sambandskonur velkomnar, en Hvöt á Árskógsströnd sá um allt fundarhald. Að því loknu var helgi- stund sem sr. Helgi Hróbjartsson, sóknarprestur í Hrísey, annaðist. Að helgistund lokinni setti formaður sambandsins, Ragnheið- ur Sigvaldadóttir, fund og gengið var til dagskrár. Gestir fuodarins voru Sólveig Alda Pétursdóttir, ritari Kvenfélagasambands ís- lands, Ingibjörg Auðunsdóttir, kennari, Birgitta Níelsdóttir, nemandi frá Dalvík, og Sigríður Hafstað, húsfreyja að Tjörn í Svarfaðardal. Sólveig Alda fjall- aði um starfsemi Kvenfélagasam- bandsins og ræddi jafnhliða um orlof norrænna kvenna. Ingibjörg Auðunsdóttir sagði frá fyrirhug- aðri trjáplöntun hjá konum hér á Eyjafjarðarsvæðinu í tilefni af lokum kvennaáratugarins. Á fjöl- miðlaráðstefnu Kf á síðastliðnu hausti kom fram ákveðinn vilji að minnast þess að 70 ár eru liðin frá því að konur hér á landi öðluðust kosningarétt og kjörgengi. Til þess að minnast þess hefur verið afráð- ið að gróðursetja tré jafnmörg ís- lenskum konum 1984. Gróðursetn- ing á að fara fram á tímabilinu 8.-24. júní, þó með sérstakri áherslu á að gróðursett verði 19. júní, kvenréttindadaginn. Sigríður Hafstað, sem sótti fjölmiðlaráð- stefnuna fyrir hönd SEK, gerði einnig grein fyrir þessum málum og öðru er fram kom á fjölmiðla- ráðstefnunni. Birgitta Níelsdóttir flutti ávarp í tilefni árs æskunnar. Birgitta er 15 ára nemandi frá Dalvík og gerði hún efninu góð skil. Samband eyfirskra kvenna var stofnað i Glerárþorpi árið 1945 fyrir forgöngu Halldóru Bjarna- dóttur. Innan vébanda þess eru 8 kvenfélög með 440 meðlimi. Félög þessi eru: Von á Siglufirði, Vaka á Dalvík, Tilraun í Svarfaðardal, Hvöt á Árskógsströnd, Kvenfélag Hríseyjar, Freyja í Arnarnes- hreppi, Kvenfélag Hörgdæla og Gleym-mér-ei í Glæsibæjar- hreppi. Kvenfélagið Tilraun er elst þessara félaga og var stofnað 1915. Ekki er að efa að hugsjónamaður- inn Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum átti mikinn þátt í stofnun þess félags. Honum voru jafnréttismál kvenna rik í huga á þeim árum og barðist með oddi og egg fyrir því að konur nytu fullra réttinda til jafns við karlmenn. Fyrstu stjórn SEK skipuðu þær Þóra Stefánsdóttir, Hjalteyri, formaður, Stefanía Jónsdóttir, Dalvík, féhirðir, og Jónheiður Eggerts, Glerárþorpi, ritari. Á þessum 40 árum sem liðin eru frá stofnun Sambands eyfirskra kvenna hefur það lagt ýmsum góð- um málum lið og safnað fé til líkn- armála. Á aðalfundi sínum nú samþykktu kvenfélagskonur áskorun til heilbrigðismálaráð- herra að hann beiti sér fyrir því að tryggður verði rekstrargrundvöll- ur að hópskoðun með röntgen- myndatöku á brjóstum kvenna vegna krabbameinsleitar. Sam- kvæmt læknaskýrslum liggur fyrir að árlega deyja 25 íslenskar konur af völdum brjóstkrabba. Núverandi stjórn sambandsins er skipuð þannig: Formaður: Ragnheiður Sigvaldadóttir, Dal- vík, ritari: Ragnheiður Sigfúsdótt- ir, Einarsstöðum, gjaldkeri: Edda Jensen, Hauganesi. Fréttaritarar. T-fA J7A Jífwm 1 baðskáPar M I / m M 1 ■ M rnl M vO f Nýkomnar margar nýjar ^ m Æ m m J gerðir og litir VALD. POULSEN! Suðurlandsbraut 10. Sími 686499. Innréttingadeild 2. hæð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.