Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 53
MORGTJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 53 skýrslu Ólafs Níelssonar stungið undir stól, ef hún var þá nokkurn tíma lesin vegna þess hvað nei- kvæð hún var gagnvart rekstri BÚH, enda gekk reksturinn án stórútláta (aðeins nokkra tugi milljóna úr bæjarsjóði). Með hjálp stjórnenda fyrirtækisins, hafði á einhvern undraverðan hátt tekist að framkalla með aðstoð Útvegs- bankans og Seðlabankans rekstr- arfé og enginn var svo ósvífinn að spyrja slíka snillinga hvernig þetta væri hægt, þetta voru jú menn sem margoft höfðu sýnt að þeir væru traustsins verðir. Þá vildi það svo til að annar endurskoðandinn, Sigurður Stef- ánsson, gleymdi að gera grein fyrir niðurstöðum sínum, þar á meðal stöðu afurðalána, enda mál- ið óþægilegt, og gæti ef til vill haft slæmar afleiðingar. Þessi vinnu- brögð eru eflaust heimsmet, miðað við aðstæður, ef Island er undan- skilið. Breytingar á kaffi- stofu Norræna hússins KAFFISTOFA Norræna hússins hefur verið endurbætt, að nokkru verið máluð og aðstaðan í eldhús- inu bætt. Hún hefur verið leigð út undanfarin ár, en nú tekur húsið sjálft við rekstrinum undir stjórn Kristínar Eggertsdóttur, sem ann- aðist hann fyrstu tólf ári. Kaffistofan verður áfram rek- in með svipuðu sniði, en ýmsar nýjungar eru þó á döginni. Ætl- unin er að gefa sýnishorn af mat- armenningu Norðurlanda með því að bjóða smárétti þaðan og til þess að auka fjölbreytnina verða nýir réttir kynntir um það bil hálfsmánaðarlega. Á sumrin verða á boðstólum íslenskir rétt- ir fyrir erlenda ferðamenn og aðra. Sérréttur hússin er „Dramm- enpönnukökur". Þetta eru frem- ur þykkar pönnukökur með ým- iss konar fyllingu, kjöti, rækjum, sveppum o.fl. ásamt hrásalati. Auk þess verður að venju boðið upp á súpu, salat og smurt brauð í hádeginu og alla daga verður hægt að fá heimabakaðar klein- ur, volgar eplakökur og fleira með kaffinu. Frá vinstri Sigríður Gunnarsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir og Kristín Eggertsdóttir. Þáttur IJtvegsbankans Nú hefur sumum í bæjarstjórn- inni bæst dyggur stuðningsmaður, en þar á ég við Útvegsbanka ís- lands. Dylgjur bankans um niður- stöðutölur bæjarendurskoðandans eru með ólíkindum þar sem bank- inn tók sjálfur þátt i talningunni. Hvernig væri að Útvegsbankinn gæfi útgerðarráði upp í tölum hvernig staða afurðalána var við talningu í nóvember ’84. Þær tölur hefði bankinn haft fullt leyfi til að gefa fyrrverandi útgerðarráðs- mönnum upp, en alls ekki hvernig staðan var 21. mars. Það eitt út af fyrir sig að bankanum skuli hafa orðið það á, að gefa fyrrverandi útgerðarráðsmönnum upp stöðuna 21. mars án leyfis stjórnar BÚH, mundi í öllum réttarfarsríkjum kalla á opinbera rannsókn. Hve- nær breytist orðið birgðarýrnun yfir í orðið veðsvik i augum Út- vegsbankans? Er það við 10—20 milljóna eða 30 milljóna yfirveð- setningu? Ég geri ráð fyrir að það séu ekki ófáir útgerðarmenn og fiskverkendur sem gjarnan vildu fá að vita hvar bankinn drægi mörkin. Það er talað um það i bréfi Útvegsbankans eins og. það sé daglegt brauð að millifært sé milli Útvegsbankans og Seðla- bankans tugir milljóna vegna „birgðarýrnunar", sem hljóta að vera áhugaverðar upplýsingar fyr- ir sjávarútvegsmálaráðherrann og bankamálaráðherrann að ég tali nú ekki um réttarkerfið i landinu. Samkvæmt yfirlýsingu Útvegs- bankans á BÚH nú jafnvel tug- milljónir í afurðum sem eru í vörslu fyrirtækisins, sem ber vissulega að fagna ef rétt reynist. En hver á að borga reikninginn ef rangt reynist? Málið snýst ekki um yfirlýsingar óábyrgra aðila i rekstri BÚH eins og t.d. bankans og fyrrverandi útgerðarráðs, þær breyta engu um hina raunveru- legu stöðu BÚH, og er ég t.d. viss um að bankinn hefur allt sitt á hreinu gagnvart útgerðinni og kemur til með að tapa engu enda bæjarábyrgð á skuldunum. Málið snýst einfaldlega um hver eigi að borga og hvað háar upphæðir þeg- ar upp er staðið, og um það þarf ekkert að vera að rífast. Ef staðan er eins góð og þeir kumpánar Sigurður, Magnús og Hrafnkell halda fram, væri ekki úr vegi að þeir leituðu hófanna hjá bæjarstjórn um yfirtöku á eignum og rekstri BÚH, því það ætti ekki að valda þeim erfiðleikum, eins og dæmin sýna, að útvega fyrirtæk- inu bankaviðskipti og rekstrarlán, samanber yfirlýsingu þeirra um glæsilega eignastöðu BÚH, og ekki spillir vinskapur og traust banka- stjóranna. Lokaorð Tap Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar er í dag 20 þúsund krónur á klukku- stund, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allar vikur ársins og svo hefur verið í mörg önnur ár. Kristófer Maguússon er rekstrar- tæknifræðingur og í sæti í stjórn fulltrúarids sjálfstæóisfélaganna í Hafnarfirði. TERCEÚ*” Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem sannar að fjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum ekið er hann ekkf eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búastfrá Toyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinnirafsamaöryggi 2og4 hjóla drifunum. Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144 6 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.