Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 56

Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Óskabyrjun Jusupovs á millisvæðamótinu í Túnis Skák Margeir Pétursson Þótt sakirnar á milli þeirra Karpovs og Kasparovs séu enn óuppgeróar og nýtt heimsmeistara- einvígi þeirra hefjist ekki fyrr en í haust, er keppnin um áskorunar- réttinn árió 1986 komin í fullan gang. Fyrstu umferð keppninnar, svæðamótunum, er lokið og uppi standa 54 skákmenn, víðs vegar að úr heiminum. Næsta lota, milli- svæðamótin, sem verða þrjú tals- ins, hófst í Túnis í lok apríl. Milli- svæðamótið í Mende Taxco í Mex- íkó hefst 9. júní og það þriðja hefst í Biel í Sviss 30. júní. Átján þátttakendur tefla á hverju millisvæðamóti og kom- ast fjórir áfram á hverju þeirra. Vænta má þess að baráttan um sætin verði gífurlega hörð, því það að komast áfram af milli- svæðamóti hefur löngum þótt trygging fyrir því að viðkomandi væri kominn í hóp beztu skák- manna heims. Millisvæðamótið í Túnis er rúmlega hálfnað, en fréttir af því hafa verið skammarlega lélegar. Meðfylgjandi tafla sýnir úrslitin í fyrstu sex umferðunum. Eftir þær var góðkunningi okkar, hinn ungi sovézki stórmeistari Artur Jusupov, efstur með 5 v. á undan landa sínum Beljavsky, sem hafði 4 ’/fe v., og ungum lítt þekkt- um landa sínum, alþjóðlega meistaranum Alexander Chern- in, og Rúmenanum Suba, sem höfðu 4 v. Hálfum vinningi á eft- ir þeim komu síðan tveir heims- frægir stórmeistarar, þeir Port- isch og Hort, ásamt bandaríska alþjóðameistaranum Nick de- Firmian. Englendingurinn Tony Miles, Júgóslavinn Predrag Nikolic og Hollendingurinn Gena Sosonko höfðu 50% vinninga og verða að fara að taka sig rækilega á, ætli þeir að ná einu af efstu sætunum fjórum. Jusupov var langt frá sínu bezta þegar hann sótti okkur heim á afmælismót Skáksam- bandsins í febrúar. Þar varð hann í 5.-6. sæti Þó hann væri stigahæsti þátttakandinn. Náði niðurlæging hans þar hámarki er hann varð biskupsmát í endatafli gegn Van der Wiel, eins og áhorf- endum er vafalaust enn í fersku minni. Nú hefur Jusupov náð að sýna sitt rétta andlit og í fyrstu sex umferðunum lagði hann fjóra stórmeistara að velli, þá Gavri- kov, Sosonko, Portisch og Erm- enkov. Hann á eftir að mæta Afríkubúunum þremur og ætti því að vera hægðarleikur fyrir hann að komast áfram. Alexand- er Beljavsky er af mörgum álit- inn þriðji sterkasti skákmaður Artur Jusupov var ekki í essinu sínu á afmælismóti Skáksambandsins, en teflir þeim mun betur á millisvæða- mótinu í Túnis. heims um þessar mundir og mér þykir líklegt að hann fylgi Jus- upov í kandídatamótið. Um hin sætin tvö gæti hins vegar orðið grimmileg barátta sem margir skákmenn gætu blandað sér í. Þekktastir þeirra eru Portisch, Hort og Miles, en ungu mennirn- ir Chernin, deFirmian, Gavrikov, Nikolic og nýbakaður stórmeist- ari frá Kólombíu, Alonso Zapata, gætu allir dottið í lukkupottinn. Þá er rétt að bæta því við að óstaðfestar fregnir herma að eft- ir níu umferðir hafi staðan í toppnum verið lítið breytt, Jus- upov efstur, þá Beljavsky, Chern- in þriðji og þeir Suba og Hort jafnir í fjórða sæti. Vinningsskákir Jusupovs í tveimur fyrstu umferðunum eru afar sannfærandi og reyndar dæmigerðar fyrir vandaðan stöðustíl hans, þó mát hafi blas- að við báðum andstæðingum hans eftir 30 leiki. Jusupov hefur oft verið gagnrýndur fyrir að tefla þunglamalega og ótaktískt, einn stórmeistaranna á afmæl- ismótinu kallaði hann pappírs- tígrisdýr, en e.t.v. hefur hann einmitt lært þarfa lexíu af mis- tökum sínum á því móti. 1. umferð: Hvítt: Gavrikov (Sovétr.) Svart: Jusupov (Sovétr.) Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — d5, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — 0-0, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — b6. Tartakover-afbrigðið, uppá- hald Kasparovs og Karpovs og eftir síðasta heimsmeistaraein- vígi að dæma eina haldbæra vörn svarts gegn 1. d4. 8. Bd3 — Bb7, 9. (H) — Rbd7, 10. De2 — c5, 11. Bg3 — Re4, 12. Hfdl — cxd4, 13. exd4 — Rxg3, 14. hxg3 — Rf6, 15. Re5 — Hc8. Annar möguleiki er 15. — a6, 16. cxd5 - Rxd5, 17. De4!? - f5, 18. De2 — Bf6 með jöfnu tafli, Agdestein — Margeir, 1. einvíg- isskákin um daginn. 16. Hacl — dxc4, 17. Bxc4 — Rd5. Svartur hefur nú biskupaparið og getur teflt gegn staka peðinu á d4. Markmiðið með næsta leik hvíts virðist vera að ná sókn eftir skálínunni bl — h7, en það er borin von og 18. Ba6 því betra. 18. Bb3 — Rxc3, 19. bxc3 — Hc7l, 20. Dd3 — Bf6, 21. Rg4 — h5l, 22. Re3 — Hd7, 23. g4?! Hvítur losar sig við tvípeðið en opnun h-línunnar reynist svört- um í hag. 23. — hxg4,24. Rxg4 — g6, 25. hel — Kg7, 26. Hcdl? Svo virðist sem hvítur hafi ekki skynjað hættuna sem vofir yfir honum á kóngsvæng. Jus- upov hefur verið að undirbúa stórsókn eftir h-línunni. Hvítur hefði átt að tefla til jafnteflis með 26. Dg3 eða 26. Re5. 26. — Hh8, 27. Dg3 — Hh5! Það er orðið of seint fyrir hvít að bjarga sér því svartur hefur bætt mikilvægu valdi á e5-reit- inn. TIT. STI6 1 2 3 H S 6 7 t 9 10 ti 13 IV 13 it f? it VlMH. j HELTfimý (Souít) £ 2Í 35 4 1 Zi 1 Á Zz Ú/l 2 30UAÍI2 (Túnis) A 2395- 0 0 O O Zz 0 Zz 3 DE FIRMM COtrJ) ft 25*10 0 1 //// 1 1 Zz 0 yk V HORTCrtltiísl.) s 2S(,0 '4 \ ö //// m 4 Zz Zz y/z 5 HMADI CTUhís) A 2Z2S 0 i YM O O o Zz 1/z C GAVRIkoVCSovíi) s 2SSO 'Iz H 0 Zz 4 Zz Zt 3 7 SOSONkO(ÁollaJL) s 2535 yy/ 'Á 0 Zz 4 Zz /z 3 i ■DLUGY (13a*d*r) ft 2 YS5 //A/ % íz Zz Ö 4 Zz 3 PORTlSCHCUnqvl) s ZL3S Á 'fz Zz o 1 4 3/t w 2ftPfiTfíCKÓ JUi) 5 2535 Zz y// yY/Y Zz 1 Zz 0 Zz 3 U EmENKOVCCáls) s 25f5 Á Zz 'Zz y/z YjVV /z o o Z 12 rVULESCEnjla**;] s 2S70 'k Á /z 0 Zz 4 3 n TUSUPOVCSovíir.' s 2S°iO 4 4 Á 4 'Zz 4 Y/Z/ (V CHERNlN (Sovíir) ft 2 WS 4 'Á Zz i 0 4 y/A /Vy/ z /r ftFIFI CBsypUI.) 2310 0 1 0 O O O //// zZú. 4 u, NIK0Uc(T<;M) 5 2575 0 ‘/r 4 'Á 'Á Zt y/A /Zr 3 fl niorovic CCLiU) A 2HS0 /z 'A Zi 'Á /t 'Á r/y Y/Y/ 3 fí SUOft ClSu/mtniu) 5 VU>S 'Á 1 4 4 0 '/// z Norræni Fjárfestingabankinn Norræni Fjárfestingabankinn er i eigu fimm Noröuriandaþjóöa og veitir lán til aö fjármagna samvinnu Noröurlandaþjóö- anna og sérstök verkefni m.a. í þróunarlöndum. Lánsfé bank- ans nemur nú u.þ.b. 12.000 milljónum sænskra króna. Á skrifstofu bankans í Helsingfors starfa nú 60 manns og þar er jöfnum höndum töluö sænska, norska og danska. Lögfræðingur Norræni Fjárfestingabankinn óskar eftir aö ráöa lögfræöing en nú starfa þrír lögfræðingar á vegum bankans. Verkefni lögfræöingsins veröa: Umsjón meö samningum varöandi útlán og fjármögnun bankans. Umsjón meö samningum varöandi lánakjör og gerö skjala þar aö lútandi. Eftirlit meö lánaskuldbindingum. Mótun lánskjarastefnu bankans. Viökomandi þarf aö hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu. Reynsla af alþjóö- legum bankaviðskiptum eöa samningagerö kæmi sér vel. Auk þess er krafist ritfærni og góörar enskukunnáttu. Góö laun og starfsaöstaöa eru í boöi. Þeir sem flytja til Finnlands njóta skattfríðinda samkvæmt sérstakri reglugerö. Bankinn aöstoöar viö aö útvega húsnæöi. Ráöning: eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita: Siv Hellen, lögfræöingur og Christer Boije, skrifstofustjóri, i Helsingfors. Simi: +358-0 18001. Í Svíþjóö: Sven Bergh, Copmass Rekrytering och Utvekling AB. Sími: Stokkhólmur +46-8 249160. Umsóknir veröa aö hafa borist fyrir 22. mai. Þær skal merkja „Jurist“ og senda Compass Rekrytering och Utvekling AB, Sturegatan 6, S-11435 Stockholm. Compass Rekryterlng och Utvekiing AB er sjálfstætt ráöningar- og ráðgjafarfyrirtæki. rOMRQSS FOCFrVTBR«MG OOt L/TVBCKLfSIG AB ÁS-TENGI Allar geröir. Tengiö aldrei stál-í-stál. Sflyirflænyigjyir Vesturgötu 16, sími 13280 /\uglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.