Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDÁGUR 14. MAÍ 1985 „Hvcrnig seg)rmc*bur: Vi'S komum tii Lands til c& leito. c*b ferfatöikunurn OKXOr." Ast er • • • O -2x1 IlL \ * ■v-8 ... aö fyrirgefa henni enn á ný. TM Reg U.S. Pat. Off — all rights reserved ®1M5 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég er óhræddari að mæta jap- onunum eftir að hafa séð allar karate-myndirnar, það verð ég að segja. HÖGNI HREKKVÍSI ,, LÁTTU BAKA se/m pÚSJÁie HANJN EKKI." CASSIOPEIA • ♦ * ♦ 4 rVILI.INGA > + Polstjárnan ♦ • ♦ Castor ^ ♦ l'ollux « « Lilla Björncn ♦ • .* ♦ ♦ ♦ 4 4, Karlavagnen / ♦ ♦ ♦ • •+ Regulti BJÖRNVAKTA R EN # • ♦ • ♦ « LEIONET •# . ♦ *. % Arcturus Myndin sýnir fáein af þeim stjörnumerkjum sem skýr- ast blasa við augum og mest heilla hugann á heiðríkum kvöldum. CASSIOMt A Kassíópia er fagurt og áberandi stjörnumerki hátt á himni. í grískri goðsögn segir frá því að Kassfópia hafi verðið drottning í Eþíópíu, kona Sefeusar, en Andro- meda var móðir hennar. Þau nöfn eru einnig nöfn tveggja áberandi stjörnumerkja hátt á himni. Dásamlegur stjörnuhiminninn Ingvar Agnarsson, Hábraut 4, Kópavogi, skrifar: I Reykjavík og nágrenni er allt baðað í ljósum á hverju kvöldi og á hverri nóttu. Þessi sífellda birta hefur sína miklu kosti og öll unum við okkur vel í þessari blessuðu birtu sem aldrei verður lát á. Samt er einn galli á gjöf Njarðar: Þessi birta veldur því, að okkur dettur sjaldan i hug að líta til himins og stjarna, þótt loft sé heiðskírt. Það liggur við, að við gleymum þeim. Og ef okkur verður það á, svona rétt stöku sinnum, að horfa á stjörnurnar, þá eru þær svo daufar, að aðeins þær skær- ustu eru vel sýnilegar. Hvað veld- ur? Ljós borgarinnar fellur á agn- ir loftsins yfir henni, svo stjörn- urnar hyljast að nokkru eins og í móðu, verða daufari til að sjá en annars væri. Mér dettur í hug merkur maður og merk orð, sem honum eru eign- uð. Edvard Munch var frægur mál- ari norskur (f. 1863, d. 1944). Eftir honum er höfð setning, er hljóðar eitthvað á þessa leið: „Þið takið manninn, sem finnur sambandið við stjörnurnar og lok- ið hann inni á vitleysingahæli. — En þið takið manninn sem finnur upp ljósaperuna — sem gerir ekki annað en draga athygli fólks frá stjörnunum — og hefjið hann til hæstu vegsemdar." Þessir hringdu . . »'W % Fimleikafélagið Björk ÍSÍ og FSÍ Níels Einarsson hringdi: Er það satt, sem talað er um hér í bæ að Fimleikasamband ís- lands hafi brotið á rétti iðkenda fimleika undanfarið og þó sér- staklega fólki, sem er í fimleika- félaginu Björk í Hafnarfirði? Er það satt, að meira en fimm fyrirspurnir, sem fram hafa ver- Ekki vil ég nú gera lítið úr feg- urð rafmagnsljósanna og þeim þægindum, sem við menn njótum þeirra vegna. En satt er það, að ekki megum við gleyma stjörnun- um og þeim lífgefandi straumum, sem hingað berast frá lífheimum algeimsins. Rafmagn kemur ekki í stað þess lífmagns sem þaðan berst. Þetta var nú e.t.v. svolítil! út- úrdúr, en ekki þó með öllu. Um miðnætti, að loknum fimmtudeginum 18. apríl 1985, urðu þeir borgarbúar, sem unna stjörnuskoðun, fyrir óvæntu og óvenjulegu happi. Kvöldið hafði verið bjart og fag- urt, ekki skýhnoðri á lofti og stjörnurnar skinu í öllum sínum Ijóma, eins og best getur hér orðið, miðað við þá truflun sem borgar- ljósin valda, og nú hefur verið að nokkru frá skýrt. Ég á heima á hæðinni rétt aust- an við Kópavogskirkjuna. Þarna er fábýlt svæði, allstórt, og birta stjarna nýtur sín því tiltölulega vel. Ég var úti um lágnætti þetta umrædda kvöld og naut þess að horfa á stjörnum skrýddan himin. Allt í einu slokknuðu öll ljós. Allt varð myrkt á nær öllu Stór- Reykjavíkursvæðinu. Aðeins vest- urbærinn í Reykjavík var enn að sjá ljósum prýddur. Þetta gerðist klukkan 0.15. Mér varð enn litið til lofts og ið settar af FSÍ, að Fimleikafé- lagið Björk hafi ekki fengið um- fjöllun og svar verið hundsað? Ér það satt að íþróttasamband íslands geri ekkert til að leið- rétta réttarstöðu iðkenda í Fim- leikafélaginu Björk? Er það rétt að skuldafen FSÍ skipti hundr- uðum þúsunda ef ekki milljóna? Mun ÍSÍ ábyggjast greiðslur þegar í ljós kemur að FSÍ getur ekki greitt skuldirnar? Hver ber ábyrgð á þessu? Er það rétt að Fimleikafélagið Björk hafi lýst vantrausti á FSÍ og að fulltrúar frá Fimleikafélaginu Björk hafi sagt sig úr stjórn FSÍ vegna þess sama? Er það satt að FSÍ hafi stuðlað að ein af efnilegustu fimleikastúlkum íslands hafi verið hlunnfarin og ekki fengið að taka þátt í keppni á norræna „senior“-mótinu í apríl sl.? Ef ofanritað er satt, hver er þá tilgangurinn fyrir Fimleikafé- lagið Björk að vera tengt FSÍ og ÍSl? hér gaf á að líta. öll himinhvelf- ingin var eitt ljósahaf og sú fegurð var óendanlega miklu áhrifameiri, en borgarbirtan, sem við menn getum framleitt með allri okkar tækni. Og nú voru stjörnurnar ekki daufar eins og rétt áður, heldur bjartar og skínandi. Það var næst- um eins og hefði ég gleymt hinni sönnu fegurð himinsins og sæi nú dýrð hans í fyrsta sinn. Svo langt er síðan ég hef séð hina sönnu ásýnd hans, i öllu sínu veldi, og svo fer öllum þeim er lengi hafa búið við sífellda birtu borgarljósa, sem dregur svo mjög úr fegurð himinsins, þótt heiðskírt sé að öðru leyti. Heillaður horfði ég á þessa und- ursamlegu fegurð himinsins, sem hvelfdist yfir og allt um kring. Og nú sýndust allar stjörnur stórar, ekki aðeins þær björtustu heldur einnig hinar, sem venjulega sýn- ast daufar. Hér blöstu við stjörnumerkin hvert við annað, með ljómandi stjörnum sínum, marglitum og blikandi. Hve fagurljómandi var ekki Stórivagninn með sindurbjörtum stjörnum sínum, og Pólstjarnan efst á himni. Og svo þaðan út í frá hið sérkennilega stjörnumerki Kassíópia, Ökumaðurinn, með hvítglóandi stórstirninu Kapellu, og þar alllangt fyrir neðan rauða risann Betelgeu.se, einu stjörnuna sem enn sést af Óríon, fegursta stjörnumerki himins, hinar eru gengnar undir á þessum tíma árs. Og fjölmargar voru þær stjörnur og stjörnumerki önnur, sem nú ljómuðu svo fagurlega, en ég mun sleppa að telja hér. Stjörnuhrapi brá fyrir leitur- snöggt efst á himni. Oftast þarf ekki lengi að horfa til að sjá stjörnuhrap. Engin leið er að lýsa þeim hug- hrifum, sem albjört hvelfing him- insins vekur á stundu sem þessari. En þessarar dásemdarsýnar var ekki unnt að njóta lengi, því að stundarfjórðungi liðnum komu borgarljósin á ný. Himinljósin dofnuðu á samri stundu og urðu ekki svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Sá sem ekki sér og reynir getur vart trúað þessum snöggu umskiptum, sem hér urðu á útliti himinsins. Reynum samt að njóta sem oftast útsýnar til himins og stjarna, þótt ekki sé hún eins skýr og ómenguð og hér veittist kostur á um stutta stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.