Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985
Einar Grétnr Hjahaaon verkstjóri og Þorvaldur GarAar Kristjánsson við afhendingn áskornnar starfsfólks Hrað-
frystihúss Hnffsdals.
Fiskvinnslufólk á Vestfjörðum
skorar á Alþingi að lækka skatta
ímfirAi, 10. nuu.
I síðdegiskaffitímanuni í dag,
föstudag, afhentu starfsmenn Hrað-
frystibússins í Hnífsdal Þorvaldi
Garðari Kristjánssyni, forseta sam-
einaðs Alþingis, áskorun undirritaða
af 158 starfsmönnum frystihússins
og Hraðfrystihússins Norðurtanga á
ísafirði.
í áskoruninni segir: „Við undir-
rituð sem störfum í fiskvinnslu
skorum á háttvirt Alþingi að gera
þær breytingar á skattalögum, að
verkafólk í fiskvinnslu fái skatta-
frádrátt á sama hátt og fiski-
menn, sem héti þá fiskvinnslufrá-
dráttur. Þar sem í mörgum tilfell-
um vinnur verkafólk miklu lengri
vinnutíma en það kærir sig um, til
að bjarga verðmætum fyrir þjóð-
arbúið.
Einar Garðar Hjaltason verk-
stjóri afhenti Þorvaldi Garðari
undirskriftirnar og gat þess um
leið að von væri á samskonar
áskorunarlistum frá flestum fisk-
vinnslu- og rækjuverksmiðjum á
Vestfjörðum. Þá gat hann þess, að
vegna slæmra launa í fiskvinnslu
yrði sífellt erfiðara að fá fólk til
að vinna vjð þessi veigamiklu
framleiðslustörf.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
flutti stutt ávarp og sagðist
ánægður að mega taka við þessum
skjölum beint úr höndum fólksins.
Hann sagðist á þessu stigi málsins
ekki geta sagt um árangur, en það
væri hans skoðun að kjör verka-
fólks í sjávarútvegi yrðu að batna
og sagðist mundu beita sér af al-
efli fyrir framgangi þessa máls.
Hann sagðist jafnframt því að
bera þetta mál upp í sameinuðu
þingi kalla þingmenn Vestfjarða
til fundar til að ræða þessi mál.
Nokkrar umræður urðu með
forseta sameinaðs þings og
starfsmanna Hraðfrystihússins og
ÚTVEGSBANKI íslands ákvað
fyrir síðustu helgi að lækka vexti
af inn- og útlánuni. Hann hefur
þá ákveðið vaxtalækkun tvisvar
frá mánaðamótum apríl—maí.
Vaxtalækkunin nemur í heild allt
að 4 til 5% (miðað við ársávöxt-
un). Útlánsvextir lækka mest á
almennum lánum, víxlum og
óverðtryggðum skuldabréfum, en
innlánsvextir mest á hlaupa-
reikningum, segir í frétt frá
bankanum.
Þar segir ennfremur:
„Vextir af innlánsreikning-
um með ábót haldast þó enn
mjög háir. Ársávöxtun þeirra
sagði fólk hreinskilnislega skoð-
anir sínar og kom þar m.a. fram
hjá einum starfsmannanna að
varasamt væri að gera ráðstafanir
sem kæmu fyrirtækjunum einum
til góða því mikið af þeirra pen-
ingum færi í vitlausar fjárfest-
ingar en ekki til að greiða
starfsmönnunum hærra kaup.
- Úlfar.
er nú yfir 33% að lágmarki og
hækkar sjálfkrafa ef vextir
ásamt vísitöluhækkun á verð-
tryggðum reikningum eða 6
mánaða bundnum reikningum
eru betri hvern mánuð fyrir
sig. Þessir reikningar eru mjög
sérstæðir að því leyti að réttur
til ábótar getur unnist einungis
á einum mánuði. Þeir henta því
mjög vel þeim aðilum, sem
vilja fá rétt til hárra vaxta á
skömmum tíma og vilja halda
þeim rétti, þótt þeir þurfi inn-
an tiltölulega skamms tíma að
taka hluta eða allt fé sitt út af
reikningnum."
Útvegsbankinn
lækkar vexti
LAWN-BOV
Hún slær allt út
og rakar líka
Þú slærö betur meö LAWN BOY
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél.
Hún er hljóðlát. mmm
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Auðveldar hæðarstillingar
Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg.
Ráðherrafundur EFTA í Vínarborg:
Saltfisktoll-
ur í ósamræmi
við stefnu EB
— segir viðskiptaráðherra
TOLLUR Efnahagsbandalagsins i saltfiski er í ósamræmi við yfirlýsta
stefnu Efnahagsbandalagsins um að standa gegn nýjum viðskiptahindrun-
um, að því er Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra sagði i ráðherrafundi
EFTA í Vínarborg 10. maí. Þetta kemur fram í fréttatUkynningu frá við-
skiptaráðuneytinu, sem Mbl. hefur borisL
Tilkynningin er svohljóðandi:
Undanfarna daga hafa staðið yf-
ir fundir í Vínarborg á vegum Frí-
verslunarsamtaka Evrópu, EFTA.
Auk venjulegs fundar EFTA-ráð-
herra voru haldnir fundir þing-
mannanefndar EFTA og ráðgjafar-
nefndar EFTA og ennfremur sam-
eiginlegur fundur allra þessara að-
ila. EFTA-ráðherrar héldu einnig
fund með tveimur af framkvæmda-
stjórum Efnahagsbandalagsins til
að ræða um aukið samstarf á
grundvelli yfirlýsingarinnar sem
EFTA og Efnahagsbandalagið gáfu
á sameiginlegum fundi í Luxem-
borg í apríl 1984.
Á ráðherrafundinum var m.a.
rætt um inngöngu Spánar og Port-
úgals í Efnahagsbandalagið frá
næstu áramótum. Þá bætist Spánn
við hóp þeirra 17 landa sem taka
þátt í fríverslunarsamstarfi Evr-
ópu sem ætti þegar fram líða
stundir að geta aukið sölu iðnað-
arvara til Spánar. Portúgal hefur
eins og kunnugt er verið aðili að
EFTA frá upphafi.
Matthías Á. Mathiesen við-
skiptaráðherra lét í ljósi áhyggjur
af fyrirhuguðum tolli Efnahags-
bandalagsins á saltfiski sem gæti
torveldað sölu á íslenskum saltfiski
til Portúgals en verulegur tollur er
þegar fyrir hendi á Spáni. Taldi
ráðherrann að slíkur tollur væri í
ósamræmi við yfirlýsta stefnu
Efnahagsbandalagsins um að
standa gegn nýjum viðskiptahindr-
unum. Fulltrúar Noregs, Svíþjóðar
og Sviss tóku undir þessi sjónar-
mið. Fulltrúar Portúgals gerðu f
einkaviðræðum lítið úr væntanleg-
um áhrifum tollsins. Enn hefur
ekki verið tekin endanleg ákvörðun
um hver tollurinn verður. Mun við-
skiptaráðherra ræða þetta mál við
framkvæmdastjóra Efnahags-
bandalagsins á fundi sem ákveðinn
er í Brussel 24. maí.
Ráðherrafundurinn ákvað að
fela sérstakri nefnd að athuga
hvort hægt væri að láta friverslun
ná til fleiri tegunda sjávarafurða
en nú er. Á nefndin að skila áliti
fyrir næstu áramót.
EFTA-ráðherrarnir lýstu yfir
fullum stuðningi við hugmyndina
um að hefja nýjar alþjóðlegar
viðskiptaviðræður á vegum GATT
og ætti undirbúningur að þeim að
byrja strax í sumar.
A sérstökum hátiðarfundi i til-
efni af 25 ára afmæli EFTA flutti
forseti Austurríkis, dr. Rudolf
Kirchschláger, ávarp en meðal
annarra ræðumanna voru Jacques
Delors formaður framkvæmda-
stjórnar EB og Per Kleppe fram-
kvæmdastjóri EFTA.
Morgunblaðið/RAX
Gísli Halldórsson, Kjartan Bjargmundsson og Margrét Ólafsdóttir í hlut-
verkum sínum. Myndin var tekin á æfingu nýlega.
Leikfélag Reykjavíkur:
Ástin sigrar eftir
Ólaf H. Símonarson
Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarsson, „Ástin sigrar", verður frumsýnt
hjá Leikfélagi Reykjavíkur 15. maí nk. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson en
hann leikstyrði þessu verki hja Leikf
„Það er mjög sérstakt að fá
tækifæri til að sviðsetja sama
verkið tvisvar á svo skömmum
tíma eins og nú verður raunin á,
en verkið var frumsýnt á Húsavík
15. marz síðastliðinn," sagði Þór-
hallur. „Samstarf við höfundinn
hefur verið mikið og verkið tekið
nokkrum breytingum í meðförum.
Uppsetningin á Húsavík var stað-
færð að nokkru leyti en því hefur
verið breytt hér. Nýr lokaþáttur
hefur verið saminn, bætt inn nýj-
um samtölum og ýmsu öðru verið
vikið við.
Leikurinn gefur spaugsama
mynd af íslensku þjóðlífi og tekið
er léttilega á stöðu kynjanna í dag
með smá broddi. Þetta er enginn
skrípaleikur og við hlæjum vegna
þess að við þekkjum persónurnar,
þær eru lifandi fólk, sem við get-
um hæglega fengið samúð með.
Ungur tónlistamaður, kvæntur
lögfræðingi, tekur saman við aðra
i Husavíkur í vetur.
konu, sem flytur inn á heimilið.
Eiginkonunni er nóg boðið, flytur
að heiman og nær sér í „vin“. Leik-
urinn snýst síðan um baráttu eig-
inmannsins við að fá eiginkonuna
aftur heim.“
Þetta er í annað skipti sem
Leikfélag Reykjavíkur sýnir verk
eftir ólaf Hauk Símonarson, hann
var einn þriggja höfunda söng-
leiksins Grettis, sem sýndur var
leikárið 1980-81.
Með hlutverk ungu hjónanna
fara Kjartan Bjargmundsson og
Ása Svavarsdóttir. Aðrir leikend-
ur eru Gísli Halldórsson, Valgerð-
ur Dan, Bríet Héðinsdóttir, Jón
Hjartarson, Margrét Ólafsdóttir,
Steindór Hjörleifsson og Helgi
Björnsson. Leikmynd er eftir Jón
Þórisson og Daníel Williamsson
sér um lýsingu.
„Ástin sigrar" verður síðasta
verkefni Leikfélags Reykjavíkur á
þessu leikári, sem lýkur 20. júní.