Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 69

Morgunblaðið - 14.05.1985, Side 69
MORGUNBLADIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 14. MAÍ1986 Indríði Indríðason gróðrarstöðvarstjóri á Tumastöðum lýsir bér framieiðslu á móbandsplöntum. MorgunblaðiA/Gils Kjartan Ólafason garðyrkjuráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands sýnir hér þátttakendum á skógnekardeginum frágang á lóð. Skógræktardagur að Tumastöðum í Fljótsdal GARÐYRKJUNEFND Sambands sunnlenskra kvenna stóð fyrir skógrækt- ardegi ásamt Skógrækt ríkisins, Garðyrkjuskóla ríkisins, Sölufélagi garð- yrkjumanna og Búnaðarsambandi Suðurlands sl. laugardag, 11. mai. Skógræktardagurinn var hald- inn á Tumastöðum í Fljótshlíð, þar sem Skógrækt ríkisins hefur rekið gróðrarstöð frá 1944. Alls tóku tæplega 400 manns úr Árnes- og Rangárvallasýslum þátt í skógræktardeginum. Kjartan ólafsson garðyrkju- ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands sagði I samtali við Morgunblaðið að Samband sunn- lenskra kvenna hafi átt frum- kvæðið að því að þessi skógrækt- ardagur yrði skipulagður. „Þarna var kynnt gróðursetning og skipu- lagning á görðum, umhirða á trjá- plöntum og var það gert á sér- stöku sýningarsvæði," sagði Kjartan. „Á öðru svæði var sýnd útplöntun á skógarplöntum með mismunandi verkfærum og við mismunandi aðstæður, flutningur á stærri plöntum og kynntar voru margar aðferðir við klippingar á trjáplöntum. Þá sýndi Skógrækt ríkisins hvernig þeir framleiða plöntur al- veg frá sáningu og sýndar voru plöntur á mismunandi vaxtar- stigi.“ Konur í Árnessýslu ætla að koma saman að Snæfoksstöðum í Grímsnesi þann 8. júní nk. og gróðursetja þar mikið skjólbelti. Kvenfélagasamband íslands ætlar að standa fyrir því að konur um allt land gróðursetji plöntur í til- efni þess að nú er Kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna að ljúka og 70 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi. Kjartan sagði að geysilegur áhugi á trjárækt væri nú hjá fólki í sveitum Árnessýslu. Færeyska farþegaskipið Norröna: íslendingar kaupa meira af hlutabréfum SALA hlutabréfa í Smyril-Line, út- gerð færeyska skipsins Norrönu, stendur nú yfir hér á landi og hafa um 100 manns keypt bréf að verð- mæti 560.000 til 750.000 krónur. Áður hafði fengizt heimild hjá gjaldeyrisstofnunum til kaupa Islendinga á hlutabréfum að verðmæti 500.000 færeyskar kr., 1.865.000 íslenzkar kr. og voru þá seld hlutabréf að upphæð tæp- lega 1,5 milljón króna. Nú hefur þessi heimild verið aukin og stefnt er að sölu bréfa að verð- mæti rúmlega 2,2 milljóna króna. Hlutabréfin eru að upp- hæð 1.000 til 10.000 færeyskar krónur, 3.700 til 37.000 íslenzkar kr. Að sögn Jónasar Hallgríms- sonar, umboðsmanns Norrönu á Seyðisfirði, er mikil áhugi eystra og víðar á hlutabréfakaupunum og ferðum skipsins í sumar. Bók- anir hafa aukizt talsvert frá síð- asta ári og gera menn sér bjart- ar vonir um mikinn ferðamanna- straum með Norrönu í sumar. Skipið kemur í fyrstu ferð sína í sumar til Seyðisfjarðar í byrjun júní. 69 sno Máftturoq virkrn auglýsinga námskeið 5smálum og álmenningstengslum. Námskeiðið nefnist á frummáli: „Kreativitet og effektivitet - kan det forenes i reklamen?“ og verður það flutt á ensku. Flestir kaupendur auglýsinga eru oft á báðum áttum þegar tillögur um auglýsingar eru iagðar fyrir þa. - Eru tillögurnar nógu markvissar? - Er sköpunargleðin nægileg? - Er val Tjölmiðla rétt? - Hefur rett stefna verið valin? að kasta sér út að gera það fyrír augun. Það eru til vinnureglur, sem draga úr óvissunni og fækka mistökum, séu þær rétt notaðar. Á þessu námskeiði verður m.a. fjallað um eftirfar- andi: - Skapandi vinna og mat á henni. - Hópvinna þar sem raunveruleg verkefni úr dönskum fyrirtækium eru yfirfarin. - Af hverju verða aúglýsingar svona dýrar? - Hvernig er best fyrir komið samstarfinu við auglýsingastofurnar? - Hvaða verkefni á að fela auglýsingastofum? Markmið námskeiðsins er m.a. að koma markaðs- og auglýsingafræðinni niður á jörðina oa gera þatttakendur færa um að meta auglýsingafilloc á sem bestan hátt. >gur Leiðbeinendur á námskeiðinu eru: Morten Peetz-Schou, listfræðingur og dálkahöf- undur. Hann er mjög þekktur á sínu sviði í Danmörku og hefur 25 ára reynslu við auglýsingagerð og almenn- ............ hefur m.a. starfað sem „kreativ chef“ og Jersild en rekur nú eigið ingstengsl. Hann hja Thomas Bergsoe raðgjafarfyrirtæki. Asger Vilstrup Hann hefur lam auglýsingastjóri hjá m.a. Gutenberghus oa Bergsoe og markaðsstjóri hjá Nordisk Textiltryk. Hann stanar nú sem ráðgiafi með almenningstengsl og fjölmiðlun sem sérsvío. Tími og staður: 22.-23. maí 1985 kl. 9-17 báða dagana í Kristalssal Hótels Loftleiða. TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS HSVS'ío”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.