Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 72
- OPINN 10.00-00.30
BTT NDRT A115 SUÐAR
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Ráðning nýs
forstjóra
SÍS á mánudag?
5 styðja Val
en 4 Guðjón
VÆNTANLEGA verður afráðið á
næsta stjórnarfundi SÍS, sem
haldinn verður nk. mánudag, hver
verður næsti forstjóri Sambands-
ins. Eins og staðan er í dag, sex
dögum fyrir þann fund, bendir allt
til þess að Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður SÍS, njóti stuðn-
ings 5 stjórnarmanna, en Guðjón
B. Ólafsson, forstjóri Iceland Sea-
food Corporation, njóti stuðnings
4 stjórnarmanna.
Þótt Valur hafi meirihluta-
fylgi í stjórn Sambandsins er
ekki talið útilokað að hann beri
upp tillögu á fundinum, um að
stjórnin gangi til samninga við
Guðjón um ráðningu hans sem
forstjóra. Það myndi Valur gera
til þess að ná fram breiðari sam-
stöðu í stjórninni um ráðningu
nýs forstjóra.
Sjá nánar: Af innlendum
vettvangi á bls. 18. og 19.
Laxastigi
í Glanna
FOSSINN Glanni í Norðurá í
Borgarfirði hefur löngum verið
talinn hefta göngu fiskanna
upp þessa góöu laxveiðiá. Þessa
dagana er verið að byggja laxa-
stiga í fossinum til að auðvelda
göngu laxins upp ána.
Sóknarmenn Þróttar sækja að marki KR í leiknum í gærkvöldi.
Morgunbladid/ Friðþjófur
íslandsmótið hafið
Pálmi Ólafsson hefur séð öll mót síðan 1913
Pálmi Ólafsson
ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu
hófst á KR-vellinum í gærkvöldi
með leik KR og Þróttar. KR bar
sigur úr býtum 4:3 og má með
sanni segja að mótið hafi byrjað
með markaregni.
Hinsvegar var í gærkvöldi óljóst
hvort KR-ingar héldu stigunum
þremur úr leiknum. Það kom
nefnilega í ljós að þeir hefðu
notað mann sem átti að vera i
leikbanni og ef Þróttur kærir
leikinn verður hann dæmdur KR
tapaður og Þróttur fær stigin.
Fastir gestir knattspyrnuvall-
anna í Reykjavík hafa að venju
mætt á fyrstu leiki sumarsins. í
þeirra hópi er Pálmi Ólafsson
fyrrverandi hafnarverkamaður.
Pálmi er 86 ára gamall og hefur
fylgst með öllum íslandsmótum
síðan 1913 eða í 72 ár. Pálmi hef-
ur aðeins misst af einu ís-
landsmóti, hinu fyrsta, er háð
var 1912. Hann er vafalaust elzt-
ur þeirra, sem sækja knatt-
spyrnuvöllinn að staðaldri.
Pálmi hefur stutt Skagamenn
dyggilega allt frá því á gullald-
arárum liðsins.
Sjá frásögn af leiknum á bls. B-1
og kynningarblað 1. deildar á
bls. C-1 til C-12.
Útvarpslög til efri deildar:
Tuttugu með auglýs-
íngum en nítján á móti
Sjálfstæðismenn með — framsóknarmenn á móti
Morgunblaðið/Lirua Karl Ingason
Tillaga sem gerir ráð fyrir jafn-
stöðu útvarpsstöðva til auglýs-
ingatekna var naumlega sam-
þykkt í neðri deild Alþingis í gær
— með 20:19 atkvæðum. Með til-
lögunni greiddu atkvæði viðstadd-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Bandalags jafnað-
Verkfall í skógrækt-
arstöðvum um helgina
ALLT bendir til að verkfall ófaglærðs
starfsfólks skógræktarstöðva ríkisins,
sei að tölu, komi til framkvæmda um
næstu helgi.
Einar Einarsson, skrifstofustjóri
Skógræktar ríkisins, sagðist í sam-
tali við blaðamann Mbl. ekki eiga
von á að verkfallið stæði nema i
einn eða tvo daga. „Það hafði geng-
ið það mikið saman á milli okkar
þegar slitnaði upp úr á dögunum,
svo ég geri mér vonir um að áhrifa
verkfallsins gæti alls ekki. Vorstörf
í gróðrar- og skógræktarstöðvunum
hefjast fyrir alvöru um næstu helgi
en dragist verkfallið eitthvað á
langinn má búast við að þess fari að
gæta fyrir alvöru þegar nær dregur
mánaðamótum."
Það er deila um fæðispeninga,
sem olli því að upp úr samningavið-
ræðum slitnaði fyrir síðustu helgi,
að sögn Lárusar Guðjónssonar hjá
Verkamannasambandi íslands, sem
fer með samningana fyrir hönd
starfsfólksins. ,Um launahækkan-
irnar sjálfar er ekki deilt svo heitið
geti,“ sagði hann, „þær fylgja því,
sem gengur og gerist á almennum
markaði."
Einar Einarsson kvað viðræðurn-
ar hafa strandað á „100—200 krón-
um á viku fyrir hvern starfsmann".
armanna. Gegn tillögunni greiddu
atkvæði þingmenn Framsóknar-
flokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista.
Áður hafði þingdeildin sam-
þykkt breytingartillögu með 16:13
atkvæðum, sem kveður á um að
gjaldskrár fyrir auglýsingar skuli
háðar samþykki útvarpsréttar-
nefndar. Þingmenn Alþýðu-
bandalags sátu hjá við þá
atkvæðagreiöslu, en þingmenn
sjálfstæðismanna greiddu henni
atkvæði, utan Ellert B. Schram,
sem greiddi mótatkvæði. Fram-
sóknarmenn greiddu og atkvæði
gegn tillögunni.
Eftir þessi úrslit krafðizt Páll
Pétursson, formaður þingflokks
framsóknarmanna, fimmtán
minútna fundarhlés, sem fram-
sóknarmenn nýttu til að bera
saman bækur sínar í þing-
flokksherbergi sínu. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa. í fyrsta
lagi samþykktu framsóknarmenn
breytingartillögu frá Hjörleifi
Guttormssyni um gildistíma lag-
anna, þ.e. að þau taki gildi 1.
janúar 1986, en hún var sam-
þykkt með 22:16 atkvæðum. í
annan stað greiddu þrír fram-
sóknarþingmenn atkvæði gegn
útvarpslagafrumvarpinu í heild,
er það kom til lokaatkvæða í
þingdeildinni, en sjö sátu hjá.
Frumvarpið í heild var sam-
þykkt með 16:12 atkvæðum og
gengur nú til efri deildar, sem á
eftir að fjalla um það. Ellefu sátu
hjá, þ.e. fjórir þingmenn Alþýðu-
flokks, auk sjö þingmanna Fram-
sóknarflokks. Með frumvarpinu
greiddu atkvæði fjórtán sjálf-
stæðismenn og tveir þingmenn
Bandalags jafnaðarmanna. Gegn
því greiddu atkvæði sjö þing-
menn Alþýðubandalags, þrir
þingmenn Framsóknarflokks og
tveir þingmenn Kvennalista.
Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag
á bls. 40 og frétt á bls. 2.