Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 72
- OPINN 10.00-00.30 BTT NDRT A115 SUÐAR ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Ráðning nýs forstjóra SÍS á mánudag? 5 styðja Val en 4 Guðjón VÆNTANLEGA verður afráðið á næsta stjórnarfundi SÍS, sem haldinn verður nk. mánudag, hver verður næsti forstjóri Sambands- ins. Eins og staðan er í dag, sex dögum fyrir þann fund, bendir allt til þess að Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS, njóti stuðn- ings 5 stjórnarmanna, en Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Sea- food Corporation, njóti stuðnings 4 stjórnarmanna. Þótt Valur hafi meirihluta- fylgi í stjórn Sambandsins er ekki talið útilokað að hann beri upp tillögu á fundinum, um að stjórnin gangi til samninga við Guðjón um ráðningu hans sem forstjóra. Það myndi Valur gera til þess að ná fram breiðari sam- stöðu í stjórninni um ráðningu nýs forstjóra. Sjá nánar: Af innlendum vettvangi á bls. 18. og 19. Laxastigi í Glanna FOSSINN Glanni í Norðurá í Borgarfirði hefur löngum verið talinn hefta göngu fiskanna upp þessa góöu laxveiðiá. Þessa dagana er verið að byggja laxa- stiga í fossinum til að auðvelda göngu laxins upp ána. Sóknarmenn Þróttar sækja að marki KR í leiknum í gærkvöldi. Morgunbladid/ Friðþjófur íslandsmótið hafið Pálmi Ólafsson hefur séð öll mót síðan 1913 Pálmi Ólafsson ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hófst á KR-vellinum í gærkvöldi með leik KR og Þróttar. KR bar sigur úr býtum 4:3 og má með sanni segja að mótið hafi byrjað með markaregni. Hinsvegar var í gærkvöldi óljóst hvort KR-ingar héldu stigunum þremur úr leiknum. Það kom nefnilega í ljós að þeir hefðu notað mann sem átti að vera i leikbanni og ef Þróttur kærir leikinn verður hann dæmdur KR tapaður og Þróttur fær stigin. Fastir gestir knattspyrnuvall- anna í Reykjavík hafa að venju mætt á fyrstu leiki sumarsins. í þeirra hópi er Pálmi Ólafsson fyrrverandi hafnarverkamaður. Pálmi er 86 ára gamall og hefur fylgst með öllum íslandsmótum síðan 1913 eða í 72 ár. Pálmi hef- ur aðeins misst af einu ís- landsmóti, hinu fyrsta, er háð var 1912. Hann er vafalaust elzt- ur þeirra, sem sækja knatt- spyrnuvöllinn að staðaldri. Pálmi hefur stutt Skagamenn dyggilega allt frá því á gullald- arárum liðsins. Sjá frásögn af leiknum á bls. B-1 og kynningarblað 1. deildar á bls. C-1 til C-12. Útvarpslög til efri deildar: Tuttugu með auglýs- íngum en nítján á móti Sjálfstæðismenn með — framsóknarmenn á móti Morgunblaðið/Lirua Karl Ingason Tillaga sem gerir ráð fyrir jafn- stöðu útvarpsstöðva til auglýs- ingatekna var naumlega sam- þykkt í neðri deild Alþingis í gær — með 20:19 atkvæðum. Með til- lögunni greiddu atkvæði viðstadd- ir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Bandalags jafnað- Verkfall í skógrækt- arstöðvum um helgina ALLT bendir til að verkfall ófaglærðs starfsfólks skógræktarstöðva ríkisins, sei að tölu, komi til framkvæmda um næstu helgi. Einar Einarsson, skrifstofustjóri Skógræktar ríkisins, sagðist í sam- tali við blaðamann Mbl. ekki eiga von á að verkfallið stæði nema i einn eða tvo daga. „Það hafði geng- ið það mikið saman á milli okkar þegar slitnaði upp úr á dögunum, svo ég geri mér vonir um að áhrifa verkfallsins gæti alls ekki. Vorstörf í gróðrar- og skógræktarstöðvunum hefjast fyrir alvöru um næstu helgi en dragist verkfallið eitthvað á langinn má búast við að þess fari að gæta fyrir alvöru þegar nær dregur mánaðamótum." Það er deila um fæðispeninga, sem olli því að upp úr samningavið- ræðum slitnaði fyrir síðustu helgi, að sögn Lárusar Guðjónssonar hjá Verkamannasambandi íslands, sem fer með samningana fyrir hönd starfsfólksins. ,Um launahækkan- irnar sjálfar er ekki deilt svo heitið geti,“ sagði hann, „þær fylgja því, sem gengur og gerist á almennum markaði." Einar Einarsson kvað viðræðurn- ar hafa strandað á „100—200 krón- um á viku fyrir hvern starfsmann". armanna. Gegn tillögunni greiddu atkvæði þingmenn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Áður hafði þingdeildin sam- þykkt breytingartillögu með 16:13 atkvæðum, sem kveður á um að gjaldskrár fyrir auglýsingar skuli háðar samþykki útvarpsréttar- nefndar. Þingmenn Alþýðu- bandalags sátu hjá við þá atkvæðagreiöslu, en þingmenn sjálfstæðismanna greiddu henni atkvæði, utan Ellert B. Schram, sem greiddi mótatkvæði. Fram- sóknarmenn greiddu og atkvæði gegn tillögunni. Eftir þessi úrslit krafðizt Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, fimmtán minútna fundarhlés, sem fram- sóknarmenn nýttu til að bera saman bækur sínar í þing- flokksherbergi sínu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. í fyrsta lagi samþykktu framsóknarmenn breytingartillögu frá Hjörleifi Guttormssyni um gildistíma lag- anna, þ.e. að þau taki gildi 1. janúar 1986, en hún var sam- þykkt með 22:16 atkvæðum. í annan stað greiddu þrír fram- sóknarþingmenn atkvæði gegn útvarpslagafrumvarpinu í heild, er það kom til lokaatkvæða í þingdeildinni, en sjö sátu hjá. Frumvarpið í heild var sam- þykkt með 16:12 atkvæðum og gengur nú til efri deildar, sem á eftir að fjalla um það. Ellefu sátu hjá, þ.e. fjórir þingmenn Alþýðu- flokks, auk sjö þingmanna Fram- sóknarflokks. Með frumvarpinu greiddu atkvæði fjórtán sjálf- stæðismenn og tveir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna. Gegn því greiddu atkvæði sjö þing- menn Alþýðubandalags, þrir þingmenn Framsóknarflokks og tveir þingmenn Kvennalista. Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag á bls. 40 og frétt á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.