Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 22

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1986 — íbúð óskast — — Leiga — Ung kona meö 9 ára dóttur óskar eftir aö taka á leigu snyrtilega og fallega 3ja-4ra herbergja íbúö. Reglusemi og mjög góð umgengni. Meömæli ef óskaö er. Vinsamlegast hringiö í síma 39713, 671873 eöa 83593 og leggið fyrir skiiaboö. KVIK ÖKONOME barnableyjur eru gæöavara á lágu veröi. Fást í næstu búö. \ Að fara f geitarhús að leita sér ullar: íslenski geitastofninn sá þelmesti í V-Evrópu — þelið verðmæt afurð, nefnt Kasmírull GEITUM í geitastofninum íslenska, sem kominn er af geitum land- námsmanna Islands, hefur fækkað verulega síðustu aratugina. Nú eru í landinu 250—260 geitur dreifðar um allt land en talið að í byrjun aldar- innar hafi verið nokkur þúsund geitur í landinu. Vegna sauðfjárveikivarna fer ekki fram nein blöndun á milli héraða og er stofninn nú taiinn í verulegri útrýmingarhættu vegna mikillar skyldleikaræktunar. Ástæðan fyrir fækkun í geita- stofninum er auðvitað sú að menn hafa ekki séð sér hag í því að ala geiturnar. Það hefur aðallega ver- ið bændafólk af eldri kynslóðinni sem hefur viljað halda þessu við en áhugi yngra fólksins hefur ver- ið minni. Geiturnar eru fallegar skepnur og hafa sjálfsagt lifað á því en geitabændur hafa þó getað haft ýmisleg not af geitunum, m.a. býr bóndi einn á Hólsfjöllum til geitaosta. Búnaðarfélag íslands ber ábyrgð á viðhaldi stofnsins og greiðir bændum framlag á hverja vetrarfóðraða geit. A5 fara í geitarhús að leita sér ullar Ekki hefur geitaullin þótt mikið búsílag hér á árum áður eins og orðtakið að „fara í geitarhús að leita sér ullar", sem notað er í niðrandi merkingu um leit ein- hvers, þar sem víst er, að það verður ekki fundið. í vetur upp- götvaðist merkilegur hlutur sem brýtur að nokkru í bága við orð- takið gamla. Dr. Stefán Aðal- steinsson deildarstjóri búfjár- deildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins hóf rannsóknir á ull íslenskra geita og kom þá í ljós að geiturnar eru þær þelmestu í Vestur-Evrópu og þó víðar væri leitað en þelið er eftirsótt afurð og er nefnd Kasmírull. RALA hefur að iáni um hálfan annan tug geita sem Karl Friðrik Kristjánsson forstjóri Jltímu í Reykjavík á. Eru þær hafðar í Þormóðsdal í Mosfellssveit. Reyndar er þessi tilraunastarf- semi í óvissu sem stendur því búið í Þormóðsdal verður iagt niður í sumar og ekki vitað hvað þá verð- ur um geiturnar. í vetur tók Stef- án hársýni af nokkrum geitum ( Þormóðsdal og lét reikna út fyrir sig í Skotlandi hvað hver geit gæfi af þeli á ári. Kom í ljós að hver geit gefur að meðaltali 268 grömm af þeli en það er meira en tvöfalt það sem Skotar fá af sínum geit- um. Kasmírull verðmæt afurð Geitaþelið er kennt við héraðið Kasmír norðarlega á Indlandi. í bessu héraði voru framleidd afar falleg sjöl úr geitaull, sem heims- Stefán Aðaisteinsson <embir þel af huðnu með tijálp lóns Tr. Stein- grímssonar, aðstoðarsérfræðings á RALA. Morgunbladið/Bjarni íslensku geiturnar gefa mikið j»el, en þelið er verðmæt tfurð. kallað Kasmírull. ALLTAF A LAUGARDÖGUM * rcpiw mMmá WWwHlh Aö iífga uppá eyöimörk steinsteypunnar Samtal viö Gunnstein Gíslason mynd- listarmann um múrristu. Dauöinn í Jerúsaiem Saga eftir William Trevor í þýöingu Jóns Viöars Jónssonar. Mikiö leiöast mér þessar kvikmyndir Grein um spænska kvikmyndaleikstjór- ann Carlos Saura í tilefni kvikmynda- hátíöar. Borgaraleg hugmynda- fræöi í Reykjavík Um spíritisma á íslandi í Ijósi félags- fræöinnar. Eftir Pótur Pótursson. Síöari hluti. Vönduð og menningarleg helgarlesning Kór Langholtskirkju, Jón Stefánsson stjórnandi við orgelið. l^angholtskórinn í söngferðaiag til þnggja landæ Syngur Þorlákstíðir í Markúsarkirkjunni ÞANN 15. júní nk. munu Þorlákstíð- tr norðan tf íslandi óma <im hvelf- ingar hinnar irægu kirkju heilags Markúsar í Feneyjum par sem hver tónn iifir í átta sekúndur. Það er kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sem verður pess heið- urs aðnjótandi að syngja við guðs- pjónustu í Vfarkúsarkirkjunni og daginn eftir í sjálfri dómkirkjunni í Flórens. Kór Langholtskirkju leggur af stað í umfangsmikla tónleikaferð til þriggja Evrópulanda 1. júní nk. Tilgangur ferðarinnar er sá m.a. að kynna íslenska kórtónlist, gamla og nýja, og gefa sýnishorn af öflugri kórmenningu íslend- inga. Fyrsti áfangastaður kórsins verður Vínarborg en þar syngur hann í Karlskirkjunni og austur- ríska útvarpið tekur upp þátt með söng kórsins. Kórinn tekur einnig þátt í kórahátíð í Pernitz þar sem hann verður heiðursgestur. Gestgjafar kórsins í Austurríki eru þeir Werner Schulze og Helm- ut Neuman sem báðir eru tónskáld og íslenskum tónlistarmönnum að góðu kunnir. Kórinn frumflytur verk eftir þann síðarnefnda. Frú doktor Cornelia Schubrig, konsúll íslands í Austurríki, hefur aðsetur í Krems á bökkum Dónár. Þar heldur kórinn tónleika í boði hennar. Konsúllinn og iandstjór- inn í Salzburg bjóða kórnum einn- ig að haida tónleika þar í borg. Frá Austurríki liggur leiðin til Munchen í Vestur-Þýskalandi. Þar syngur kórinn á sal tónlistarhá- skóians fyrir atbeina dr. Franz Mixa. Þriðja og síðasta landið sem kór Langholtskirkju heimsækir að þessu sinni er Ítalía. Menningar- ráð Feneyja bauð kórnum fyrir milligöngu sendiráðsins í Osló, að taka þátt í alþjóðlegri kórahátíð i kirkjunni Santa Stae, sem er víðfræg fyrir afburða hljómburð. í Markúsarkirkjunni í Feneyj- um og Dómkirkjunni í Flórens syngur kórinn fasta og breytilega messuliði við hámessu, einu sinni í hvorri kirkju. Kór Langholts- kirkju mun vera fyrstur íslenskra kóra, svo vitað sé, tii að aðstoða við guðsþjónustu í þessum hákaþ- ólsku kirkjum. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson telur þetta merkisviðburð og hugsanlega lítið skref í þá átt að brúa bilið milli iveggja kirkjudeilda. Arið 1984 staðfesti Jóhannes Páll páfi 2. að Þorlákur helgi væri tekinn í dýrlingatölu. í tilefni þess syngur kórinn hluta úr Þorlákstíð- um við ofangreindar messur. Seinustu opinberu tónleikar kórsins á Ítalíu verða í San Lor- enzo-kirkjunni í Fiórenz. í fjarveru sóknarprests og kórs mun séra Pétur Maack messa í Langholtskirkju í júní. Ljóðakór- inn og Kristín Ögmundsdóttir organisti sjá um flutning tónlist- ar. En miðvikudagskvöldið 29. maí verða lokatónleikar vetrarstarfs kórs Langholtskirkju. Þar gefst tónleikagestum kostur á að heyra hluta af þeirri dagskrá sem flutt verður erlendis. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.00 í Langholtskirkju og aðgöngumiðar fást við inngang- inn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.