Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1986 — íbúð óskast — — Leiga — Ung kona meö 9 ára dóttur óskar eftir aö taka á leigu snyrtilega og fallega 3ja-4ra herbergja íbúö. Reglusemi og mjög góð umgengni. Meömæli ef óskaö er. Vinsamlegast hringiö í síma 39713, 671873 eöa 83593 og leggið fyrir skiiaboö. KVIK ÖKONOME barnableyjur eru gæöavara á lágu veröi. Fást í næstu búö. \ Að fara f geitarhús að leita sér ullar: íslenski geitastofninn sá þelmesti í V-Evrópu — þelið verðmæt afurð, nefnt Kasmírull GEITUM í geitastofninum íslenska, sem kominn er af geitum land- námsmanna Islands, hefur fækkað verulega síðustu aratugina. Nú eru í landinu 250—260 geitur dreifðar um allt land en talið að í byrjun aldar- innar hafi verið nokkur þúsund geitur í landinu. Vegna sauðfjárveikivarna fer ekki fram nein blöndun á milli héraða og er stofninn nú taiinn í verulegri útrýmingarhættu vegna mikillar skyldleikaræktunar. Ástæðan fyrir fækkun í geita- stofninum er auðvitað sú að menn hafa ekki séð sér hag í því að ala geiturnar. Það hefur aðallega ver- ið bændafólk af eldri kynslóðinni sem hefur viljað halda þessu við en áhugi yngra fólksins hefur ver- ið minni. Geiturnar eru fallegar skepnur og hafa sjálfsagt lifað á því en geitabændur hafa þó getað haft ýmisleg not af geitunum, m.a. býr bóndi einn á Hólsfjöllum til geitaosta. Búnaðarfélag íslands ber ábyrgð á viðhaldi stofnsins og greiðir bændum framlag á hverja vetrarfóðraða geit. A5 fara í geitarhús að leita sér ullar Ekki hefur geitaullin þótt mikið búsílag hér á árum áður eins og orðtakið að „fara í geitarhús að leita sér ullar", sem notað er í niðrandi merkingu um leit ein- hvers, þar sem víst er, að það verður ekki fundið. í vetur upp- götvaðist merkilegur hlutur sem brýtur að nokkru í bága við orð- takið gamla. Dr. Stefán Aðal- steinsson deildarstjóri búfjár- deildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins hóf rannsóknir á ull íslenskra geita og kom þá í ljós að geiturnar eru þær þelmestu í Vestur-Evrópu og þó víðar væri leitað en þelið er eftirsótt afurð og er nefnd Kasmírull. RALA hefur að iáni um hálfan annan tug geita sem Karl Friðrik Kristjánsson forstjóri Jltímu í Reykjavík á. Eru þær hafðar í Þormóðsdal í Mosfellssveit. Reyndar er þessi tilraunastarf- semi í óvissu sem stendur því búið í Þormóðsdal verður iagt niður í sumar og ekki vitað hvað þá verð- ur um geiturnar. í vetur tók Stef- án hársýni af nokkrum geitum ( Þormóðsdal og lét reikna út fyrir sig í Skotlandi hvað hver geit gæfi af þeli á ári. Kom í ljós að hver geit gefur að meðaltali 268 grömm af þeli en það er meira en tvöfalt það sem Skotar fá af sínum geit- um. Kasmírull verðmæt afurð Geitaþelið er kennt við héraðið Kasmír norðarlega á Indlandi. í bessu héraði voru framleidd afar falleg sjöl úr geitaull, sem heims- Stefán Aðaisteinsson <embir þel af huðnu með tijálp lóns Tr. Stein- grímssonar, aðstoðarsérfræðings á RALA. Morgunbladið/Bjarni íslensku geiturnar gefa mikið j»el, en þelið er verðmæt tfurð. kallað Kasmírull. ALLTAF A LAUGARDÖGUM * rcpiw mMmá WWwHlh Aö iífga uppá eyöimörk steinsteypunnar Samtal viö Gunnstein Gíslason mynd- listarmann um múrristu. Dauöinn í Jerúsaiem Saga eftir William Trevor í þýöingu Jóns Viöars Jónssonar. Mikiö leiöast mér þessar kvikmyndir Grein um spænska kvikmyndaleikstjór- ann Carlos Saura í tilefni kvikmynda- hátíöar. Borgaraleg hugmynda- fræöi í Reykjavík Um spíritisma á íslandi í Ijósi félags- fræöinnar. Eftir Pótur Pótursson. Síöari hluti. Vönduð og menningarleg helgarlesning Kór Langholtskirkju, Jón Stefánsson stjórnandi við orgelið. l^angholtskórinn í söngferðaiag til þnggja landæ Syngur Þorlákstíðir í Markúsarkirkjunni ÞANN 15. júní nk. munu Þorlákstíð- tr norðan tf íslandi óma <im hvelf- ingar hinnar irægu kirkju heilags Markúsar í Feneyjum par sem hver tónn iifir í átta sekúndur. Það er kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sem verður pess heið- urs aðnjótandi að syngja við guðs- pjónustu í Vfarkúsarkirkjunni og daginn eftir í sjálfri dómkirkjunni í Flórens. Kór Langholtskirkju leggur af stað í umfangsmikla tónleikaferð til þriggja Evrópulanda 1. júní nk. Tilgangur ferðarinnar er sá m.a. að kynna íslenska kórtónlist, gamla og nýja, og gefa sýnishorn af öflugri kórmenningu íslend- inga. Fyrsti áfangastaður kórsins verður Vínarborg en þar syngur hann í Karlskirkjunni og austur- ríska útvarpið tekur upp þátt með söng kórsins. Kórinn tekur einnig þátt í kórahátíð í Pernitz þar sem hann verður heiðursgestur. Gestgjafar kórsins í Austurríki eru þeir Werner Schulze og Helm- ut Neuman sem báðir eru tónskáld og íslenskum tónlistarmönnum að góðu kunnir. Kórinn frumflytur verk eftir þann síðarnefnda. Frú doktor Cornelia Schubrig, konsúll íslands í Austurríki, hefur aðsetur í Krems á bökkum Dónár. Þar heldur kórinn tónleika í boði hennar. Konsúllinn og iandstjór- inn í Salzburg bjóða kórnum einn- ig að haida tónleika þar í borg. Frá Austurríki liggur leiðin til Munchen í Vestur-Þýskalandi. Þar syngur kórinn á sal tónlistarhá- skóians fyrir atbeina dr. Franz Mixa. Þriðja og síðasta landið sem kór Langholtskirkju heimsækir að þessu sinni er Ítalía. Menningar- ráð Feneyja bauð kórnum fyrir milligöngu sendiráðsins í Osló, að taka þátt í alþjóðlegri kórahátíð i kirkjunni Santa Stae, sem er víðfræg fyrir afburða hljómburð. í Markúsarkirkjunni í Feneyj- um og Dómkirkjunni í Flórens syngur kórinn fasta og breytilega messuliði við hámessu, einu sinni í hvorri kirkju. Kór Langholts- kirkju mun vera fyrstur íslenskra kóra, svo vitað sé, tii að aðstoða við guðsþjónustu í þessum hákaþ- ólsku kirkjum. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson telur þetta merkisviðburð og hugsanlega lítið skref í þá átt að brúa bilið milli iveggja kirkjudeilda. Arið 1984 staðfesti Jóhannes Páll páfi 2. að Þorlákur helgi væri tekinn í dýrlingatölu. í tilefni þess syngur kórinn hluta úr Þorlákstíð- um við ofangreindar messur. Seinustu opinberu tónleikar kórsins á Ítalíu verða í San Lor- enzo-kirkjunni í Fiórenz. í fjarveru sóknarprests og kórs mun séra Pétur Maack messa í Langholtskirkju í júní. Ljóðakór- inn og Kristín Ögmundsdóttir organisti sjá um flutning tónlist- ar. En miðvikudagskvöldið 29. maí verða lokatónleikar vetrarstarfs kórs Langholtskirkju. Þar gefst tónleikagestum kostur á að heyra hluta af þeirri dagskrá sem flutt verður erlendis. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.00 í Langholtskirkju og aðgöngumiðar fást við inngang- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.