Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Slippstöðin breyt- ir togurum fyrir Kanadamenn Samið um verkefni fyrir um 60 milljónir króna SLIPPSTÖÐIN í Akurcyri hefur undirritað samning við kanadískt fyrirtæki um að breyta tveimur skuttogurum þess þannig að hægt verði að ísa fisk í kössum í lestum skipanna. Verkefnið verður unnið á Akureyri í lok þessa árs og byrjun þess næsta og nemur samningsupphæðin um 60 milljónum króna. Að sögn Gunnars Ragnars, framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar, gera menn sér vonir um að framhald vérði á verkefnum fyrir Kanadamennina. Gunnar Ragnars sagði að síðla sumars 1984 hefði fyrst verið byrj- að að ræða þessi mál er fulltrúar kanadíska fyrirtækisins National Sea Products á Nova Scotia komu til Akureyrar. Það er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki á austurströnd Kanda að sögn Gunnars og á 50—60 togara. Fiskur hefur verið ísaður í stíum { lestum skipanna fram að þessu. Viðræður voru óformlegar framan af, en í marzmánuði síðastliðnum fóru fulltrúar Slippstöðvarinnar til Kanada með tilboð um hönnun og framkvæmd breytinganna. I framhaldi af því leituðu Kanada- mennirnir víðar, en fyrir þremur vikum óskuðu þeir eftir að for- ystumenn Slippstöðvarinnar kæmu til Kanada til að ræða hugsanlegan samning. I framhaldi af því var undir- ritaður samningur síðastliðinn föstudag um breytingar á tveimur togurum fyrirtækisins. Breyt- ingarnar felast í því að lengja skipin um 6,4 metra, innrétta lest- ar fyrir kassa og auka ísvörn á öðru skipinu. Byrjað verður á breytingum á fyrra skipinu í sept- ember og þeim lokið um áramót. Á síðara skipinu verður byrjað í nóv- ember og á það að afhendast i lok janúar. Gunnar Ragnars sagði að SIipp- stöðin hefði staðið vel að vígi vegna þekkingar og reynslu við sambærileg verkefni áður. Hefði hönnun fyrirtækisins og verðtil- boði verið tekið eftir að hugmynd- ir fleiri fyrirtækja hefðu verið skoðaðar. Gunnar sagðist telja góðar líkur á að Slippstöðin fengi fleiri verkefni frá National Sea Products við breytingar á skipum fyrirtækisins auk þess sem vænt- anlega yrði samið um að Kanada- menn styddust við hönnun Slipp- stöðvarinnar við breytingar á skipum í Kanada. Togaramir, sem breytt verður hér, eru yfir 500 tonn að stærð, tæplega 50 metrar að lengd, en nokkru breiðari en sambærileg ís- lenzk skip. Morgunblaðið/RAX Frá leitinni á sunnudag. Björgunarmenn við kænnna og þyrla Landhelgisgæzlunnar á sveimi yfir. Þrennt drukknar í Þingvallavatni: Veður stillt og vatnið lygnt er þau lögðu upp Lík tveggja fundin, en lík Stefáns Hafsteinssonar enn ófundið Símaynd/Nordfoto Untanríkisráóherrarnir Uffe-Ellemann Jensen og Geir Hallgrímsson. Þess má geta að Ellemann Jensen kom (opinbera heimsókn til íslands fyrir tveimur árum. Geir Hallgrímsson í opin- berri heimsókn í Danmörku GEIR Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, kom í gær í opinbera heim- sókn til Danmerkur og átti þá síð- degis viðræður við starfsbróður sinn, Uffe-Ellemann Jensen, utan- ríkisráðherra Dana. Snúast við- ræður þeirra m.a. um þær deilur sem eru um landgrunnið umhverf- is Rockall, en eins og kunnugt er gera Danir tilkall til þess fyrir hönd Færeyinga auk þess sem Bretar, írar og íslendingar hafa lýst kröfum sínum til hluta svæðis- ins. I gærkvöldi sat Geir Hall- grímsson veislu dönsku ríkis- stjórnarinnar en á hádegi í dag mun hann ganga á fund Mar- grétar Danadrottningar. Nokkru síðar mun hann sitja veislu borgarstjórnar Kaupmanna- hafnar en að honum loknum finna að máli Poul Schliiter, for- sætisráðherra. Dagskrá heim- sóknarinnar lýkur með blaða- mannafundi. Á fimmtudag fer Geir Hallgrímsson til Árósa og lýkur heimsókninni þá um kvöldið. MorgunblaÖiÓ/Július Björgunarmenn með bátínn sem þremenningarnir fórn út á i Þingvallavatn. Vextir fjárfestingalána- sjóða hækka úr 5 % í 7 % RÍKISffTJÓRNIN hefur með bréfi til fjárfestingalánasjóða hækkað há- marksvexti á verðtryggðum lánum úr 5% í 7%, en í fyrra varð vaxtafótur þessara lána hæstur &%, en var lækkaður í 5% í desember síðast- liðnum. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Friðjónssonar hagfræðings í forsætisráðuneytinu er þetta gert vegna þess að fjármagnið til fjár- festingalánsjóðanna kemur ýmist frá útlöndum eða frá lífeyrissjóðum, sem taka svipaða vexti og þetta og er sjóðunum nauðsynlegt að hafa þarna einbvern vaxtamismun. Þórður Friðjónsson sagði að þótt þessi hækkun hafi orðið nú, þá telji sjóðsstjórnir fjárfestinga- lánasjóðanna áreiðanlega um mjög knöpp kjör að ræða fyrir sjóðina. Morgunblaðið spurði ÓLJÓST er með hvaða hætti hið börmulega slys á Þingvallavatni bar að höndum þegar tveir ungir menn og kona drukknuðu að morgni sunnudagsins. Hin látnu hétu Sigrún Bjarnadóttir, Sigurður Örn Aðal- steinsson og Stefán Þór Hafsteins- son. Þau voru I hópi nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands að fagna skólaslitum. Sigrún var á fyrsta ári og mennirnir I fylgd eig- inkvenna, nemenda úr skólanum. Klukkan rúmlega fjögur um nóttina, að talið er, lögðu þre- menningarnir frá landi um hálfan annan kílómetra frá Valhöll. Þeir voru á smábát knúnum utanborðs- mótor, höfðu haft á orði við samferðafólk að fara út f Sandey. Veður var stillt og vatnið lygnt þegar þeir lögðu frá landi, en vind- ur gekk síðar upp; gerði stinnings- kalda af norðaustri og vindbáru. Mennirnir höfðu fyrr um nótt- ina komið á bátnum að sumar- bústað, sem Sigrún dvaldi i ásamt félögum, frá hústjaldi ásamt eig- inkonu annars. Þá fýsti að sigla út í Sandey og varð úr að þau þrjú fóru á bátnum, en eiginkonan gekk til baka til tjaldsins. Fólk í sumarbústaðnum var ýmist geng- ið til náða eða á leið til rekkju og vissi ekki frekar um ferðir þre- menninganna. Saknað að morgni sunnudags Að morgni var þremenninganna saknað. Laust eftir klukkan tíu barst lögreglunni á Selfossi til- Þórð, hvort þessi hækkun kæmi ekki eins og skrattinn úr sauðar- leggnum nú, er ríkisstjórnin legði áherzlu á vaxtalækkun af almenn- um lánum. Hann kvað það ekki vera, vextir hafi ekki lækkað af verðtryggðum lánum undanfarið, af ríkisskuldabréfum væru þeir 6 til 7% og lánsfjárskortur í landinu héldi vöxtum háum. kynning frá Valhöll á Þingvöllum um að fólksins væri saknað. Lög- reglan hafði þegar samband við Landhelgisgæzluna og haft var samband við flugbjörgunarsveitir frá Reykjavík, Akureyri, Varma- hlíð og V-Húnavatnssýslu, sem voru á æfingu í nágrenninu, alls um 40 manns. „Við vorum við æfingar í Hvammsgjá þegar ung kona kom og tilkynnti að þriggja væri sakn- að. Við vorum með færanlega stjórnstöð og fórum þegar niður að vatni og hófum leit klukkan 10.20,“ sagði Brynjólfur Wium, sem stjórnaði leit úr stjórnstöð Flugbjörgunarsveitarinnar ásamt Ingvari Valdimarssyni, formanni sveitarinnar í Reykjavík. „Fjörur umhverfis vatnið voru gengnar og leitað í sumarbústöð- um, en í upphafi var ekki vitað um afdrif fólksins. TF Sif, þyrla Landhelgisgæzlunnar, kom til Þingvalla klukkan 11.45, aðeins um fjörtíu og fimm mínútum eftir útkall og var aðdáunarvert hve vel þeir stóðu að leitinni," sagði Brynjólfur Wium. Báturinn um kflómetra frá landi „Við hófum leit fimm mínútur fyrir tólf. Flugum fyrst yfir Sand- ey og Nesjaey þar sem talið var að fólkið hefði ætlað þangað. Klukk- an átján mínútur yfir tólf fundum við svo bátinn á hvolfi. Hann var þá um kílómetra frá landi, undan Heiðarbæ. Laust fyrir klukkan eitt fundum við lík konunnar um 1200 metra norðaustur af bátnum og hálftíma síðar fannst lík mannsins, um kílómetra norðar," sagði Páll Halldórsson, flugstjóri TF Sif, þyrlu Landhelgisgæzlunn- ar, í samtali við Mbl. Flugbjörgunarsveitarmenn fóru á báti út á vatnið undir leiðsögn fiugmanna þyrlunnar. Lík Sigrún- ar Bjarnadóttur og Sigurðar Aðal- steinssonar voru flutt í land. Þau voru í flotjökkum, en lík Stefáns Hafsteinssonar hefur ekki fundist og er hann talinn af. Hann var ekki í flotjakka. Félagar í Slysa- varnafélagi íslands og Hjálpar- sveit skáta komu skömmu síðar á vettvang og hófu leit ásamt flugbjörgunarsveitarmönnum. „Við héldum áfram leit til klukkan þrjú að við urðum að sækja bensín til Reykjavlkur, en snerum aftur og leituðum fram á kvöld en án árangurs," sagði Páll ennfremur. Stefáns heitins var leitað allan sunnudaginn fram undir miðnætti. Vegna veðurs gat þyrlan ekki tekið þátt í leitinni á mánudag, annan i hvitasunnu. Fjörur voru gengnar, en stinn- ingskaldi var af norðri, hvitfryss- andi vindbára og aðstæður allar erfiðar. Áfram var leitað i gær, fjörur voru gengnar og leitað úr lofti, en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.