Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 3

Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 3
MOROUNBLADH), MAÍ lflfe'M 3SÍ Aðalfundur Dagsbrúnar: Tilboð VSÍ til umræðu — Stjórnin mælir einróma gegn því, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar TILBOÐ Vinnuveitendasam- bands íslands í kjaramálum verdur til umræðu á aðalfundi Verkamannafélagsins Dags- brúnar, sem haldinn verður nk. fimmtudagskvöld. Stjóm Dags- brúnar mælir gegn því á fund- inum að gengið verði að tilboði vsi. Aðalfundurin verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu á fimmtu- dagskvöld. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Dagsbrúnar mun stjórn félags- ins einróma mæla gegn tilboði Vinnuveitendasambandsins, en það verður aðalumræðuefni fundarins. Félagsmenn í Dagsbrún eru um 4.500. Engin hreyf- ing á samn- ingum sjómanna ENGIN hreyfing er í samninga- málum Sjómannafélags Reykjavíkur og útgerðar- manna. Enginn samningafund- ur hefur verið boðaöur og er nú liðinn hálfur mánuðu r frá síð- asta samningafundi aðila. Hugsanlegt er að fundur verði boðaður öðru hvoru megin við næstu helgi. Samúðarverkfall sjómannafélagsins á stóru tog- urunum kemur til fram- kvæmda næstkomandi föstu- dag. Fjórir togarar hafa nú stöðv- ast vegna verkfallsins. Eru það BÚR-togararnir Hjörleifur og Ottó N. Þorláksson og Is- bjarnar-togararnir Ásgeir og Ásbjörn. Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, sagði lausn ekki í sjónmáli. Eina útgöngu- leiðin væri að útgerðarmenn féllust á meginkröfur sjó- manna, það er um starfsald- urshækkanir og uppsagnar- frest. „Við viljum fá málalok í þessari deilu og munum nota til þess öll ráð,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/ Gunnlaugur Rögnvaldsson Tuskast til að halda í sér hita í norðangarranum. Hvítasunnugleðin á Geirsárbökkum: Á annað þúsund ungmenni á „Gæsa- húð ’85“ Á ANNAÐ þúsund manns sóttu Hvítasunnugleðina í Borgarfírði um helgina. Á Geirsárbökkum í landi Runna voru tjaldstæði en dansleikir í félagsheimilinu - Logalandi. Engin alvarleg slys urðu á fólki en nokkrir erfíðleik- ar voru vegna roks og kulda. Var samkoman farin að ganga undir nafninu „Gæsahúð ’85“ af þeim sökum. Hvítasunnugleðin var „venju- leg útisamkoma" eins og lög- reglumaður orðaði það. Nokkur ölvun var og 20 ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Þá var mikið um þjófn- aði í tjaldbúðunum og heilu tjöldunum jafnvel stolið. Þor- valdur Pálmason, bóndi í Runn- um, stóð fyrir Hvítasunnugleð- inni ásamt fleiri aðilum. Lagði hann til land undir tjaldstæði og var með veitingasölu. Ung- mennafélag Reykdæla var með dansleikina, Sæmundur Sig- mundsson sérleyfishafi var með rútuferðir á svæðið og á dans- leikina og Björgunarsveitin Ok sá um miðasölu og var með gæslu á svæðinu. Þorvaldur var ánægður með samkomuna. Hann sagði að óhagstætt veður hefði vissulega gert allt erfiðara en ekki hefði verið hægt að kvarta undan framkomu unglinganna, hún hefði verið góð. Frekari upplýsingar um Dorint- aumarhusaþorpið t Winterberg velta söluskritstofur Fluglel&a, umboðsmenn og terðaskrlfstofurnar ÞORPIDIÞYSKALAN SUMARHUSA DORINT ekki Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þýskalandi. Þefta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi W/'nferbe/gereinnigævintýrilíkast. f grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. A svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið I Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubilar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverðfyrir4mannafjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir fráog til Frankf) er kr. 72.608,- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.-, eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar- skattur er i innifalinn. Fjölskyldustemmning dsögnslóöum irimmscevintým G

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.