Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 4

Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Hugsanleg sameining BÚR og ísbjarnarins: Vel tekið í hugmyndir borgarstjóra um viðræður BUIST er við að næstu daga hefjist viðræður á mílli Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins til könnunar á möguleikum á hag- kvæmni sameiningar eða samruna lyrirtækjanna sem Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur haft frumkvæðið að, og sagt var frá í Morgunblaöinu sl. sunnudag. Forráðamenn fyrir- tækjanna hafa tekið vel í hugmyndir borgarstjóra. „Við munum að sjálfsögðu ganga til þessa leiks með jákvæðu hugarfari, en ekkert er þó hægt að fullyrða um hver niðurstaðan verður," sagði Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Isbirnin- um hf. þegar álits hans var leitað. Hann sagði að mikill samdráttur hefði verið í sjávarútvegi í Reykjavík á undanförnum árum. Nú bærist til dæmis um helmingi minna hráefni til vinnslu en 1982. „Menn hafa af þessu áhyggjur og telja skynsamlegast að bregðast við með því að skoða hvað hægt sé að gera til að stöðva þessa þróun og helst að snúa henni við,“ sagði Jón. Hann vildi hinsvegar ekki spá neinu um til hvers fyrirhugaðar könnunarviðræður munu leiða. Davíð Oddsson borgarstjóri hef- ur kynnt borgarfulltrúum hug- myndir sínar að viðræðum þess- ara tveggja stærstu sjávarút- vegsfyrirtækja í Reykjavík. Málið hefur þó ekki enn verið tekið fyrir í útgerðarráði og borgarráði. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Bæjarútgerðarinnar, sagði að ver- ið væri að undirbúa viðræður forráðamanna fyrirtækjanna og bjóst við að þær hæfust næstu daga. Hann bjóst við að gengið yrði rösklega til verks þannig að niðurstöður fáist sem fyrst, eins og borgarstjóri hefur óskað eftir. MorgunblaðiJ/ Ragnar Axelsson Fegurðardrottnng íslands 1985, Halla Bryndís Jónsdóttir. Skrítin tilfinning að geta slappað af — segir nýkjörin fegurðardrottning íslands ’85, Halla Bryndis Jónsdóttir Barðastrandarsýsla: Rafmagnsstaurar brotn- uðu vegna mikillar ísingar SGINNI hluta dags í gær gekk hér í norðaustan stórviðri með samfelldri krapahríð eða snjókomu. fsing myndaðist einkum í innsveit Reyk- hólasveitar, Geiradal og í Gilsfirði. Yfir tuttugu staurar brotnuðu og um 100 staurar skemmdust að auki og þarfnast viðgerðar. Samkvæmt upplýsingum mun taka um fimm daga að koma raf- magni á í Reykhóla- og Gufudals- sveit. Vonandi kemst rafmagnið fljótlega á í Króksfjarðarnesi. Rafmagn er á Reykhólum og næsta nágrenni og mun verða reynt að tengja fleiri bæi við þá rafstöð eins fljótt og hægt er. Einnig lögðust girðingar á hlið- ina og staurar brotnuðu. Margir áttu í erfiðleikum með lambfé sitt ítalinn í gæzlu: * Ottast að vera með AIDS ÍTALSKI maðurinn, sem situr í gæzluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla kókaíni til landsins, kveðst óttast að vera með ónæmisvisnun eða alnæmi (AIDS), samkvæmt upp- lýsingum Fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Blóðsýni hafa verið tekin úr manninum, en niður- stöður liggja ekki fyrir. Embætti landlæknis vildi ekkert segja um málið. og voru menn framundir morgun að ná því í hús. Ekki hefur frést af fjárskaða í veðrmu. Nú er aftur komin sól og sumar og hitinn kominn i niu stig og ætti því ekki að þurfa að brjóta ísing-, una af raflínunni. — Sveinn „SATT AÐ segja fannst mér undarlegt að vakna í morgun og þurfa ekki að fara á æfingu fyrir keppnina — það vantaði eiginlega, enda hefur þetta verið nokkuð stíf törn undanfarna tvo mánuði. Það var skrítið að geta bara slappað af,“ sagði Halla Bryndís Jónsdóttir, nýkjörin fegurð- ardrottning Islands 1985, í stuttu spjalli við Morgunblaöið í gær. Hún var kosin og krýnd á mikilli hátíð í veitingahúsinu Broadway á mánu- dagskvöldið, valin úr hópi þrettán föngulegra meyja. „Ég átti alls ekkert frekar von samt. Ég tek líklega þátt í tveim- á því að sigra í keppninni," sagði Halla Bryndís. „Mér fannst við vera mjög jafnar og allar eiga möguleika en auðvitað var ég mjög ánægð með að verða sú heppna. Þetta er mjög gaman — ég svaf liklega ekki nema þrjá tíma i nótt, var lengi að sofna og fljót að vakna aftur því þetta var svo mikill æsingur og spenning- ur.“ Nýja fegurðardrottningin er tvítug, fædd 12. september 1964, næst yngst fimm barna þeirra Jóns Bjarnasonar og Hildar Maríu Einarsdóttur. „Systkini mín og foreldrar eru mjög já- kvæð og standa með mér í þessu í einu og öllu,“ sagði Halla. „Það veitir enda ekki af að fá góðan stuðning, því ég ímynda mér að næsta ár verði nokkuð anna- ur alþjóðlegum fegurðarsam- keppnum, Miss Universe og Miss World. Hvenær það verður veit ég ekki nákvæmlega en fyrri keppnin verður haldin í nóvem- ber.“ Hún sagði að krýningarkvöld- ið yrði sér ógleymanlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt kvöld,“ sagði hún. „Eftirminnilegast er augnablikið þegar úrslitin voru tilkynnt — annars var þetta allt alveg yndislegt. Ég hefði helst viljað sjá Rod Stewart meira, við misstum af að sjá hann syngja raeð Björgvin Halldórssyni því við vorum mest undir sviðinu á milli þess sem við komum fram. Ég rétt sá honum bregða fyrir þegar hann kyssti mig á kinn- ina.“ Vil semja við stjórnarand- stöðuna á ákveðnum grunni — segir Þorsteinn Pálsson um fjáröflun til Byggingarsjóðs „RÍKISSTJÓRNIN hafði ekki ráðgert að Byggingarsjóður ríkisins hefði fjármagn til nýrra útlána á þessu ári. Hún hafði ekki heldur gert ráð fyrir því að fjár yrði afiað til greiðslujöfnunar aftur í tímann. Þetta kom í Ijós þegar lánsfjárlög komu til meðferðar í fjárhags- og viðskiptanefnd neðrí deildar Alþingis. Eg gat ekki sætt mig við þessa niðurstöðu, og gerði þess vegna tillögu um það í þingflokki Sjálfstæðisflokksins að þessar ákvarðanir yrðu teknar upp,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður út í þær fjáröflunarleiðir vegna húsnæðislánakerfisins, sem nú eru í undirbúningi og kynntar eru á baksíðu blaðsins í dag. fundi sem við áttum með full- trúum stjórnarandstöðunnar í síð- ustu viku, varð það að samkomu- lagi að ræða ekki efnisatriði við- ræðnanna fyrr en tillögur væru komnar fram frá báðum aðilum. Ég mun standa við það samkomu- lag fyrir mitt leyti, en aðrir verða að eiga það við sig, hversu vandir þeir vilja vera að virðingu sinni.“ Þorsteinn sagði að þessi tillaga hans hefði gert ráð fyrir að fjár yrði aflað hér innanlands, sem gerði Byggingarsjóðnum ný útlán kleif á þessu ári. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefði fallist á þessa tillögu hans. Þorsteinn sagði að þegar stjórnarandstaðan hefði lýst því yfir að hún væri reiðubúin til viðræðna um tekjuöflun til húsnæðismála, hefði sér þótt rétt að gengið yrði til slíkra viðræðna, sem hefði síðan orðið niðurstaða stjórnarflokkanna að gera. „í síðustu viku fékk ég umboð til að semja við stjórnarandstöðu- flokkana, á ákveðnum grundvelli, sem ég gerði þingflokknum grein fyrir," sagði Þorsteinn, „og fyrir helgi gerðum við Framsóknar- flokknum grein fyrir á hvaða grundvelli við teldum að leysa ætti þessi mál. Þeir höfðu síðan þessar hugmyndir okkar til athug- unar nú yfir helgina, og féllust síðan á þær á þingflokksfundi sin- um í dag.“ Þorsteinn sagði jafnframt: „Á Skemmdi bíl í afbrýðiskasti í AFBRÝÐISKASTI stórskemmdi 24 Vissi enginn fyrr en skömmu síð- ára ölvaður maður bifreið vinar fyrr- verandi unnustu sinnar aðfaranótt sunnudagsins. Bifreiðin stóð inn við Sund. Maðurinn sparkaði í bifreið- ina, dældaði og braut fiestar rúður hennar. Þegar lögreglunni var til- kynnt um atburðinn fiúði maðurinn af vettvangi og fannst ekki þrátt fyrir leit. ar, að maðurinn kom fljúgandi inn um stofuglugga í íbúð unnustu sinnar fyrrverandi, sleit í sundur afitaug í vinstri hendi og skarst tðluvert. Lögreglan kom skömmu síðar á vettvang og flutti manninn í slysadeild þar sem gert var að sárum hans og hann síðan vistaður í fangageymslum lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.