Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 24

Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Range Rover árgerö 1983 Þessi stórglæsilegi RR er til sýnis og sölu á bílasölunni Bílatorg. Bíllinn er í toppstandi með mörgum nýjum aukahlutum, ekinn aðeins 22 þús. km. BÍLATORG Bílatorg Nóatúni 2, sími 621033. Ódýrir varahlutir í bíla og vinnuvélar Við seljum aðeins viðurkennda vara- hluti írá virtum íramleiðendum - vönduð vara sem notuð er aí bíla- og vinnuvélaverksmiöjum víðs vegar um heiminn. • Stimplar og slífar • Stimpilhringir • Pakkningar • Vélalegur • Knastásar • Tímahjól og keðjur • Ventlar • Olíudœlur • Undirlyítur o.fl. ÞJÓHSS0N&C0 Skeiíunni 17, Reykjavík S: 84515 og 84516 . »»* ALLT í RÖÐ OG REGLU! Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.550,- krónur! (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) TW' STANDBERG HF. Sogavegi 108 símar 35240 og 35242 - kaffistofa í hverjum krók! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Friðarhertogi og þjóðhetja - eftir Kolbein Þorleifsson Tvær svipmyndir frá liðinni tíð: Ungur maður hugleiðir Júdas Makkabeus á alþingshátíðarári norður á íslandi. Þá verður honum að orði: Bíddu mín Júdea, biddu, ég kem. Og bráðum verður stormur i Jerúsalem. Þér helga ég verkin og víkingshjarta mitt; sem vörður skal ég standa við musteri þitt. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Tíu árum síðar: Á Englandi heldur Winston Churchill sína fyrstu útvarpsræðu sem forsæt- isráðherra Bretaveldis í heims- styrjöld. Þá sótti hann styrk og kjark í baráttunni gegn nasisman- um til orða Júdasar Makkabeusar: „Hertygið yður og gjörið yður reiðubúna til bardaga." Þessari herkvaðningu gleymir enginn sem einu sinni heyrir hana flutta með drafandi ljónsrödd Sir Winstons. Og þegar hann hálfu öðru ári síðar lýsti samkomulagi sínu og Roose- velts Bandaríkjaforseta, þá talaði hann um „að fylkja góðum öflum gegn hinum illu“. Var þetta þess virði? Að standa vörð um kristin lög, kristna trú, kristna þjóð. Við höfum fengið að minnast þessa í friðarmánuði fjörutíu árum síðar. Tónlistarfé- lagið minntist þessa í friðarmán- uði tveimur árum síðar, árið 1947, þegar eitt af fórnarlömbum Gyð- ingahatursins og styrjaldarinnar, dr. Victor Urbancic, stjórnaði fyrsta flutningi óratóríunnar Júd- asar Makkabeus á íslandi með Einari Kristjánssyni í titilhlut- verkinu, en þá voru líka 200 ár liðin síðan verkið var frumflutt í Englandi. Núna ræður tilviljun því að Söngsveitin Fílharmónía flytur þetta verk á 25 ára afmælistón- leikum sínum á fjörutíu ára frið- arafmæli í Evrópu. Þetta verk eft- ir Hðndel gerði á sínum tfma Júd- as Makkabeus að enskri þjóðhetju í líki konungssonarins Vilhjálms Ágústusar, sem 25 ára gamall friðaði England í orustunni við Culloden og rak hina katólsku Stúarta endanlega úr landinu, og upp frá því hættu hinir herskáu Hálendingar að berja á Englend- ingum og konungum mótmælenda og urðu að framvarðarsveitum breska nýlenduhersins. í Þýska- landi gerði Heller Tómasarkantor í Leipzig og stofnandi Gewandt- haus-hljómsveitarinnar Makkabe- ann að þýskri rómantískri hetju, og Frakkar gerðu hann líka að sinni eigin hetju. Minnstu munaði, að ungmenna- félagshreyfingin gerði Júdas Makkabeus að íslenskri sjálfstæð- ishetju. Það sýnir ljóð Guðmundar Inga á Kirkjubóli og einnig þýðing Jóhannesar úr Kötlum á bók How- ards Fast: Fimm synir, sem fjallar „Minnstu munaði að ungmennafélagshreyf- ingin gerði Júdas Makkabeus að íslenskri sjálfstæðishetju.“ um þessa uppreisnarmenn úr bændastétt, en í þetta skipti er túlkunin út frá sósíalískum við- horfum. 1 handbók þeirri sem íslenskir prestar notuðu í gamla daga í pre- dikunum sínum er langur kafli um Júdas Makkebeus og hvernig beri að skilja sögu hans sem fyrir- myndar Krists. Það er svipuð túlk- un og Hándel notar í óratóríu sinni. Júdas Makkabeus er þar friðarhöfðingi í gömlum stíl. Hann berst gegn hinum leiða djöfli Lúsífer, sem heitir í sögunni Antíokkus (andskoti) Epífanes. Nafnið Makkabeus er að fornum hætti túlkað sem skammstöfun á orðunum: „Drottinn, hver er þinn líki meðal guðanna". Það er síðan heimfært upp á Mikael erkiengil, sem í Opinberunarbókinni berst við drekann á himni. Þaðan er stutt yfir í helgisöguna um heilag- an Georg í Kappadókíu, sem líka barðist við dreka, og er eins og allir eiga að vita, verndardýrling- ur Englands, enda hafa flestir konungar af Hannover-ættinni borið nafn hans. Friðarhöfðinginn Kristur fædd- ist á jólunum, þann 25. desember. Jólin eru meðal kristinna manna hátíð ljósa og barna. Svo vill til, að meðal Gyðinga er haldin Ljósa- hátíð þann 25. dag Kíslev-mánað- ar og fellur þessi hátíð oft saman við jólahátíð kristinna manna. Til þessarar hátíðar var upphaflega stofnað af Júdasi Makkebeusi til minningar um frægan sigur yfir Sýrlandskonungi og mönnum hans. Lokaþáttur óratóríu Hánd- els fjallar allur um upphaf þessar- ar Ijósahátíðar, og söngtextarnir fjalla allir um frelsi og frið. Ekki má gleyma því, að fastur liður í þessari hátíð er söngur lofsöngsins (Hallel-sálmanna í Saltaranum), sem Jesús söng á sínum tíma að liðinni máltíð, áður en hann gekk út til písla sinna. Einnig syngja Gyðingar 30. Davíðssálm um Bjarg aldanna, þar sem Guð hefur syrgj- andann upp úr feni örvæntingar- innar og leggur honum í munn gleðisöng að morgni. t texta óra- tóríunnar er unnið úr þessu efni Lj ósahátíðarinnar. Þess vegna á það vel heima, þeg- ar kirkjukórar syngja á jólum sig- ursönginn úr lokaþætti óratórí- unnar: Fagna Zíon, syng þú hátt sigurljóð, er best þú átt. Sjá, þar kemur kóngur þinn Kristur, frióarhertoginn. (Jónas Jónsson, 1909) Höfundur er prestur og virtnur að kirkjusögulegum rannsóknum. „Hann boðar frelsi og frið á jttrð“ (Sjá Ktflhinar-fúgu Júdasar Maltkabeus- ar). — Engill Drottins kemur Makkabeum til hjálpar. — Teikning Gustave Doré. Fræðslufundur haldinn fyrir bónustrúnaðarfólk FÖSTUDAGINN 17. maí var hald- inn í Reykjavík fræðslufundur fyrir bónustrúnaðarfólk í frysti- húsum landsins. Til fundarins boðaði bónusnefnd sem skipuð er þrem fulltrúum Verkamannasambands tslands, tveimur fulltrúum Vinnuveitenda- sambands tslands og einum full- trúa Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. Á fundinum voru flutt erindi um þau mál sem efst eru á baugi og tengjast bónusvinnu í frysti- húsum. Fundarstjóri var Jón Kjartans- son, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, og flutti hann ávarp í byrjun fundar. Fyrst á dagskrá fundarins var kynning á endurskoðun sem nú fer fram á staðaltímakerfi snyrtingar, vigt- unar og pökkunar. Um þessa kynningu sáu þeir Bragi Berg- sveinsson og Gísli Erlendsson frá Rekstrartækni sf. Kom fram hjá þeim að endurskoðunin er langt komin. Þessa dagana er verið að hefja tilraunakeyrslu kerfisins í tveimur frystihúsum á Akranesi og stendur sú tilraun sennilega allt til áramóta. Markús Waage, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, talaði um gæða- og markaðsmál. Kom fram hjá honum m.a. að sala hefur að undanförnu gengið allvel og einnig að hvað gæði varðar sé fram- leiðsla frystihúsa félagsmanna Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna á réttri braut. Egill Jón Kristjánsson, Sjávar- afurðadeild SÍS, talaði þessu næst um gæðastýringu í frystihúsum. Kvað hann menn hingað til hafa einblínt um of á einstaka galla, þ.e. orma og bein. Tími sé kominn til að beina athyglinni einnig aö öðrum þáttum og m.a. er starf „gæðastjóra" í frystihúsum liður í því. (FrétUtilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.