Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 42

Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 > J mot8un’ pé* (a&aVinu8anéUr) áHótelSo«u^ Lbúna OUi- 4 Vricsson 5 Ne«enfia®Wo^'*l'f D Tengmgw „istonar “0ííss»s*"“ 1Ja4aí»»na- . ss-. „ „ KvnnV^ et tta ígSmmM Hó'tna^íÍLÍ—-- spænis því mynd af kempulegum manni, festulegum á svip, fyrrum forsætisráðherra Hermanni Jón- assyni, klippta úr dagblaði. Einbúinn í Hagakoti hefur ekki látið berast með vafasömum straumum tímans mörgum hverj- um heldur lifir sinu lífi án hæða og lægða og hjá honum er hver dagurinn öðrum líkur. Ég hygg að aldrei hafi hvarflað að honum að fara burt úr dalnum sínum sem hann hefur löngu tekið ástfóstri við og þar er það fólk búandi sem hann hefur umgengist mest, ná- grannar og vinir. Við öll árnum þér heilla. Lifðu hress og hraustur á komandi árum. Sr. Baldur Vilhelmsson. Afmæliskveðja: Jón Elías Þórðar- son Hagakoti áttræður Þegar ekinn er vegurinn úr ögri áleiðis í Vatnsfjörð blasir við í mynni Laugardalsins jörðin Hagakot með húsi sínu, báru- járnsslegnu í þeim stíl er tíðkaðist fyrir áratugum. Fer vel í umhverf- inu, stendur á hóli í túni með hamra að baki, býður af sér góðan þokka, reykur liðast úr strompi út í vornóttina eða haustið. Hlýlegt ból til að sjá og mundu frændur okkar við Eyrarsund kalla að vel færi slíkt á málverki. Norræna húsið: Fyrirlestrar um útvarpsmál — fluttir af Ronald Ma- son leiklistarstjóra BBC RONALD Mason, leiklistarstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC flytur tvo fyrirlestra t Norræna húsinu í vikunni f boði íslenska Ríkisút- varpsins. Verður sá fyrri á fimmtu- daginn og fjallar um starfsemi leik- listardeildar BBC og sá seinni verð- ur á föstudaginn og fjallar um bresk útvarpsmál, samkeppni BBC og einkastöðva og stöðu BBC nú. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 20.30 og er öllum heimill aðgangur. Og einmitt nú á þessu góða vori telur íbúi hússins út af stunda- glasinu sitt áttugasta ár sinnar hérvistar, þann 28. maí, annan dag hvítasunnu. Vil ég með þessum fáu orðum er hér fara, flytja hon- um óskir okkar hér í Vatnsfirði um alla hluti góða og árna honum heilla í tilefni dagsins. Jón Elías kom ungur í Hagakot og hefur verið þar síðan. Fyrst hjá Halldóri og Þorbjörgu er þar bjuggu og síðan einn eftir að þau höfðu safnast til feðra sinna. Að honum standa kunnir ættastofnar dugnaðarfólks, og er hann kominn af Gísla ríka Sigurðssyni í Bæ á Selströnd, en Gísli hét sonur hans er átti Jón fyrir son föður Sólveig- ar móður hans. Faðir hans var Þórður Grunnvíkingur, er svo kallaði sig, sonur Þórðar í Hatt- ardal er þingmaður var ísfirðinga uppúr 1880, Magnússonar prests á Hrafnseyri Þórðarsonar. Fæddur er Jón á Hlöðum, býli er var í landi Munaðarness norður frá og foreldrar hans byggðu upp. Mörgum sinnum hef ég komið í Hagakot að sitja smástund hjá Jóni og rabba við hann. Allt er snyrtilegt þar innra og húsbónd- inn jafnan glaður og reifur. Stofa hans er hlýleg og margt bóka þar á veggjum og borði, en einna merkilegast er að sjá hið gamla símatæki á panelþiljunni og and- Tuttugu og sex á stofn- fundi félags um rekstur Þörungavinnslunnar UM HELGINA var haldinn stofnfundur félags með rekstur Þörungavinnslunn- ar á Reykbólum í huga. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Þór Kristjáns- syni forstjóra voru mættir 26 menn á fundinn og voru flestir starfsmenn Þörungavinnslunnar. Ætlad er að safna 7,5 milljónum króna í hlutafé og söfnuðust í gær 4,6 milljónir. Þar af voru 2 milljónir frá Reykhólahreppi. Kristján sagði að hann hefði vonast eftir fleirum og betri þátttöku og til dæmis hefði enginn verið frá þangsláttumönnum og landeigendum, en þeir ættu verulegra hagsmuna að gæU. Hins vegarmá þess geU að á fundartíma var komið hið versU veður og bændur í óða önn að bjarga lambfé í hús. Kosin var þriggja manna bráða- Áframhaldandi söfnun hlutafjár- birgðastjórn. I henni eru Kristján loforða. 3. Boða til framhalds- Þór Kristjánsson, Ingi Garðar Sig- stofnfundar strax að loknum samn- urðsson og Grímur Arnórsson. ingum um yfirtöku. 4. Leggja fram Hlutaverk bráðabirgðastjórnar er drög að samþykktum fyrir félagið. 1. Að ganga frá samningi um yfir- 5. Leggja fram tillögur um töku og rekstur Þörungavinnslunn- greiðslukjör hlutafjár. ar hf. til samþykktar á aðalfundi. 2. Sveinn. Ahugamenn um hönnun stofna félag FIMMTUDAGINN 30. maí nk. verður stofnfundur Félags áhuga- manna um hönnun haldinn á Hall- veigarstíg 1 í Reykjavík og hefst kl 20.00. Félaginu er ætlað það hlutverk að glæða skilning almennings og iðnfyrirtækja á hönnun og mikil- vægi þróunar og rannsókna á því sviði. Einnig er félaginu ætlað að efla tengsl milli þeirra, sem fást við hönnun og atvinnurekenda, er nýtt gætu sér hönnunina. Aðild að félaginu geta átt ein- staklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki, sem fást við hönnun, eða hafa á henni áhuga, segir í frétt frá undirbúningsnefnd. Á fundinum verða kynnt drög að lögum félagsins og stjórn þess kosin. Einnig verða almennar um- ræður. Setningu skákmótsins í Eyjum frestað í gær Vestmannaeyjum, 28. maí. SIGURÐUR Jónsson forseti bæjar- stjórnar setur fimmta alþjóðlega skákmótið í Safnahúsinu í Vest- mannaeyjum á morgun, miðvikudag. Keppendur á mótinu eru alls 14 og komu þeir flestir hingað til Eyja með Herjólfi í dag. Fyrirhug- að var að setja mótið í dag, en því varð að fresta vegna seinkunar á komu erlendra keppenda. Dregið var um töfluröð keppenda á bryggjunni við komu Herjólfs. Umferðir verða 13 og lýkur mót- inu 11. júní. Skákáhugamenn hér í Eyjum búast við skemmtilegu móti og telja mót þetta vera sterkt. Meðal keppenda eru fjórir stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Stigahæsti keppandi mótsins er Englendingurinn Nigel Chort með 2535 stig. Hann er yngsti stór- meistari heimsins. Ánnar Eng- lendingur, Jim Plaskett, keppir á mótinu og svo þrír bandarískir skákmenn. Þeirra þekktastur er William Lombardy, en auk hans tefla hér á mótinu þeir Anatoly Lein og Jonathan Tisdall. Flestir af sterkustu skák- mönnum okkar íslendinga keppa á mótinu, Jóhann Hjartarson, Helgi ólafsson, Jón L. Árnason, Guð- mundur Sigurjónsson, Yngvar Ásmundsson, Karl Þorsteins, Bragi Kristjánsson og Ásgeir Þ. Árnason. Hér taldir í röð eftir skákstigum. Fjórtándi keppand- inn kemur síðan úr röðum heima- manna í Vestmannaeyjum, lækn- irinn Björn í. Karlsson, sem hér teflir á sínu sterkasta móti. Skákstjóri verður Guðmundur Arnlaugsson, en Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri tímaritsins Skákar hefur átt allan veg og vanda varðandi undirbúning og framkvæmd mótsins með dyggri aðstoð nokkurra skákáhugamanna úr Eyjum. - hkj. - Jfl*r£imlilttt>ít> Áskriftarsiniinn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.