Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 46

Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 46
46 MORGUlÍBtXélD, MlÐVtKUPÁGtTR 29. MAÍ 19S5 Ferðaþættir fræðaþular eftir Helga Þorláksson Alþekkt er bókaflóðið fyrir jól. Ber þar mest á ýmsu afþreyingar- efni, misgóðu, misgóðri söluvöru. En ýmsir höfundar og útgefendur treysta þá á góða vertíð, byggja jafnvel afkomuvonir sínar á jóla- gjafagleði samferðafólks. Ekki mun slíkt hafa vakað fyrir Sigurði Gunnarssyni, fyrrum skólastjóra, er hann sendi bók sí- na Orlofsför á markaðinn skömmu fyrir síðustu jól. Hvorki er nafn né efni bókarinnar líklegt til að vekja almennan þorsta þeirra sem að- eins þarfnast afþreyingar. Og þeg- ar nánar er gluggað í bókina vakn- ar önnur spurning: Þarf ekki óvenjulegan kjark — eða mis- skilning — til að senda þessa bók á markaðinn nú, röskum þrem áratugum eftir að orlofsferðin var farin? Á hún nokkurt erindi leng- ur við kennarastéttina, þann sam- starfshóp, sem höfundur vill vafa- laust helst veita þjónustu? Vissulega eru slíkar spurningar eðlilegar. Við lestur bókarinnar kemur í ljós, að fjölmargt, er Sig- urður Gunnarsson hreifst mest af og undraðist á ferðum sínum og heimsóknum á erlenda skóla, er ekki lengur furðulegt né framandi íslenskum kennurum. Margt af því er orðið að raunveruleika í ís- lenskum skólum, sumt meira að segja orðið úrelt, einnig hér. En sagan er ekki öll sögð þar með. Lifandi frásögn og lýsingar á atburðum og starfsháttum frá liðnum tíma hafa alltaf átt sterk ítök í okkur íslendingum og svo er enn. Upprifjun hins liðna er brýn forsenda til mats á samtíðinni eða við leit að því sem koma skal og við kjósum. Þess vegna er bók Sig- urðar þarfleg, jafnvel nauðsynleg hverjum sem fæst við uppeldismál og vill skilja samtíð sína. Þess vegna á þessi bók að vera til á hverju einasta skólasafni og f bókaskáp hvers kennara, sem vill kunna nokkur skil á fortíðar- draumum stéttar sinnar og fyrstu brimbrjóta hennar. En þessi bók er ekki aðeins frá- sögn af skólum og skólastarfi. Sig- urður Gunnarsson er alls staðar að safna í sarpinn til að geta sagt frá er heim kemur, frætt unga sem aldna um undur veraldar, verk lifenda og látinna sem alls staðar blasa við augum hins glöggskyggna ferðalangs. Lesandi Orlofsfarar verður því sýnu fróð- ari um mannlíf, fornt og nýtt, á þeim slóðum Bretlands, Noregs og Svíþjóðar, sem Sigurður Gunn- arsson lýsir af frásagnargleði. Alþjóð þekkir raunar vel af fjöl- mörgum útvarpserindum Sigurðar Gunnarssonar þýddum og frum- sömdum bókum hans svo og blaða- Sigurður Gunnarsson „Lifandi frásögn og lýs- ingar á atburðum og starfsháttum frá líðandi tíma hafa alltaf átt sterk ítök í okkur Is- lendingum.“ greinum hve vel honum lætur að flytja frásögn sína á vönduðu og ljósu máli. Hlustandi og lesandi vill því gjarna fá meira að heyra, og bók hans, Orlofsför, gefur þar enn mörg tækifæri. Stílbrögð höf- undar eru margslungin: stundum nánast dagbókargerð, jafnvel skýrsla, mun oftar geislandi frá- sögn husjónamannsins, og við þáttaskil hvílist hinn norðlenski skólamaður og sagnameistari við að færa hugsanir sínar og vinar- kveðjur í kvæði og stökur. Meðal annars vegna þessarar fjölbreytni hefur mér reynst gott að grípa við og við til þessarar nýjustu bókar Sigurðar. Hún túlkar hve útþrá, fróðleiksfýsn, eftirtekt og frá- sagnarhæfni eru enn ríkar eigind- ir í íslendingum. Orlofsför Sigurðar Gunnarsson- ar er lokið, en hann er engan veg- inn sestur í helgan stein. Lífstrú hans og lífsreynsla tala fögru máli, sem mætti líka verða okkur íhugunarefni: Við mér grund og græðir hlær, — gleymast élin hörðu. Sólin skín og grasið grær, — gott er að lifa á jörðu. Höfundur er tyrrrerandi skóla- stjóri. Bruna- slöngu- Eigum fyrirliggjandi 3A", 25 og 30 metra á hagstæðu verði SUNDA80RG 22 104 REYKJAVÍK SiMI 84800 D vat VITRETEX DYNASYLAN BSM 40 / - koma í veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttri meðhöndlun Sprungur geta myndast í heilbngðri steinsteypu þegar ytraborð hennar mettast af vatni sem síðan frýs og piðnar á víxl í hinni umhleypingasömu veðráttu okkar. Alkalivirk steinsteypa mettast af vatm og springur síðan vegna efnafræðilegra hvata Þvi parf að hindra að vatn smjúgi inn í steypuna svo sem kostur er en hún verður pó að geta andað DYIMASVLAN BSM 40 er monosilan vatnsfæla sem hlotið hefur meðmæli Rannsóknarstofnunar bygglng- ariðnaðarins. DYNASYLAN BSM 40 er efni sem borið er jafnt á nýjan, ómálaðan stein og sprunginn málaðan stein og hindrar vatnsdrægm steypunnar VITRETEX pfastmálnlng er copolymer (akryl) máln- ing með mjög gott PAM gildi og andar pvi vel. VITRETEX plastmálmng hefur verið á íslenskum markaði í áratugi og sanriaö ágæti sitt, p.á m. í ströngustu veðurpols- tilraunum. Tværyflrferðlr með DYIMASYLAN BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu trygglr margra ára endlngu. Umboösmenn um land alltl w'1 s/ippfélagid i Reykjavik hf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Sími 84255

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.