Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 55

Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 55
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 29. MAl 1985 55 Úr fundargerö bæjarstjórnar Sel- foss haldin 14. marz 1984 Tillaga: „Bæjarstjórn Selfoss samþykkir að beiðni stjórnar veitustofnana að fresta staðfestingu skipurits. Þá samþykkir BS að fela bæjar- stjóra og veitustjóra að semja til- lögu að einni samræmdri reglu- gerð fyrir veitustofnanir bæjar- ins, sem tekin yrði til umfjöllunar af hlutaðeigandi aðilum." Tillagan borin upp og hún samþ. samhljóða. Ekki lá undirritaður á liði sínu við tillögugerð að nýjum reglu- gerðum og var tillaga hans lögð fram og rædd á fundi með bæjar- stjóra. Síðan hefir ekkert gerst nema að skipuritið var samþykkt í bæj- arstjórn 14. nóvember 1984. Bókhald veitnanna f fyrrnefndri frétt í Mbl. frá 14. maí sl. segir bæjarstjóri: „Ég hefi til dæmis ekki fengið að fylgjast með rekstri veitnanna og því kom mjög á óvart í siðustu viku, þegar upplýst var á bæjar- stjórnarfundi, að bókhald fyrir- tækisins fyrir allt síðastliðið ár er enn óuppfært." Undirritaður er mjög undrandi á þessum ummælum bæjarstjóra þar sem bæjarstjóri situr flestalla fundi stjórnar veitustofnana og tölvuvæðing sú sem er að fara fram á fjárhagsbókhaldi veitn- anna og hefur staðið nokkuð lengi yfir er framkvæmd í fullu samráði við bæjarstjóra, endurskoðanda bæjarins og með skriflegu sam- þykki bæjarstjórnar. Til þess verks var fengin endur- skoðunarskrifstofan Endurskoðun hf. og stýrir Halldór Hróar Sig- urðsson, löggiltur endurskoðandi, verkinu. Reikningslyklar eru unnir í samræmi við staðlað kerfi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar tegundagreiningu tekna og gjalda. Deildaskipting er unnin með hliðsjón af drögum að samræmdum reikningslykli fyrir veitustofnanir sveitarfélaga sem Halldór vinnur nú að. Um önnur skrif í blöðum svo sem í DV 14. og 15. maí mun und- irritaður ekki reyna að svara á þessum vettvangi. En bendi á að öllum bæjarfulltrúum ber að fara eftir settum siðareglum sem eru: III. kafli Réttindi og skyldur bæj- arfulltrúa. 20. gr. 4. málsgrein: Bæjarfulltrúum er skylt að koma prúðmannlega fram á bæj- arstjórnarfundum og gæta þagn- arskyldu um einkamál og hagi ein- staklinga og félaga, sem þeir kynnu að fá vitneskju um sem bæjarfulltrúar. Þá er þeim og skylt að gæta hagsmuna og vel- ferðar bæjarins út á við, sem inn á við eftir sinni bestu getu og vinna og stuðla að friðsamlegri lausn deilumála. En láta ekki Gróu á Leiti stýra bæjarmálefnum gegnum fjölmiðla landsins. Jón Örn Arnarson er veitustjóri i Seifossi. Trooper- jeppinn árgerð ’86 kominn ÞRÁTT fyrir að enn sé maímánuöur eru árgeröir 1986 af bílum komnar á markaðinn. Hingað til lands er komin 1986-árgerðin af Izusu Trooper. Útlitið er það sama og á fyrri gerðum en bíllinn er með kraft- meiri vél, 5 gíra skiptingu í stað fjögurra áður og ýmsar aðrar endurbætur hafa verið gerðar á bílnum. Bílvangur við Höfðabakka hefur umboð fyrir bílinn. Eskifjörður: Lúsafaraldur leik- ur barrtrén grátt Eskifirói, 23. maí. BARRTRÉ hér á Eskifirði hafa fariö illa út úr lúsafaraldri þeim sem herjaö hefur hér á Austur- og Norðurlandi síöan í haust Þaö fór aö bera á því á seinasta ári aö barrið á trjánum varö brúnt og innan nokkurra mánaöa féll það aö mestu leyti af og standa trén flest ber eftir. Lúsin þolir mikið frost og vann sitt verk vel í góðviðrinu í vetur. Sárnaði mörgum garðeigendum að horfa á tré sín, sem mörg eru 15 til 20 metra há, sem sviðin eftir eld. Menn veigra sér við því að höggva trén, því fróðir trjáræktarmenn segi að þau nái sér sennilega aftur og vara menn við þvf að fella þau. Sitkalús heitir bölvaldurinn víst og vita menn ekki hvernig stendur á því, að hún herjar svo á tré nú. Væri gott ef fróðir menn létu í sér heyra og gæfu mönnum góð ráð um hvernig bjarga megi trjánum, sem eru mörg hin mesta bæjar- prýði þegar þau eru í eðlilegu ástandi. Ævar Viljirðu vera áhyggjulaus um sparifé þitt í 18 mánuði eða lengur, þá er Sparireikningur okkar. . . >5>/)f inj^i^Sparfi-eilimnlur er með sem bankinn bvðun hæstu mai __ a^pxtun sem bankinn býðui Sparifé á 18 mánaða Sparireikningum nýtur llrar verðtryggingar og eru vaxtakjör borin csaman við kjör 6 mánaða verðtryggðra reikn- inga. Sé ávöxtun þeirra hærri,hækkar ávöxtun 18 mánaða reikninga sem nemur mismuninum. Vextir eru færðir tvisvar á ári og eru lausir til útborgunar eftir færslu. Að lokinni 18 mánaða bindingu er innborgun ávallt laus til útborgunar, en heldur engu að síðurhæstu ávöxtun. Vextir eru nú 35% (maí ’85) og ávöxtun ársins’85 því 38,9% (vextir + vaxtavextir). BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.