Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 1
' " — ■■■-------------- PRENTSMIDJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1985 BLAÐ -M-J MorgunblaÖid/Árni Johnsen Hundrað fjömtíu og níu sentimetrar er þorskurinn á myndinni, 17 ára gömul hrygna, sem veiddist 14 mflur út af Skor. Jón M. GuÖmundsson í Reykjavík setti fiskinn upp. „Þorskurinn er ekki vit- lausari en mannskepnanu — segir Kiddi Sala trillukarl á Bolungarvík Eg er búinn að standa í þessu basli í trilluút- gerðinni í um það bil hálfa öld, síðan ég var 18 ára. Þetta er 15. báturinn með Steinunnarnafn- inu, það er móðurnafnið mitt. Ég átti 3 Tíma áður, vegna þess að meðeigandi minn hét Tímóteus Dósotheusson. Dósi sonur Tím- óteusar var á þvi einu sinni í Reykjavik. Logreglan trúði hon- um ekki þegar hann sagði til nafns og setti hann inn fyrir bragðið. Svona er nú það,“ sagði Kristján Sigurðsson trillukarl á Bolungarvik, eigandi Steinunnar ÍS 88 eða Kiddi Sali eins og hann er daglega kallaður í plássinu, kenndur við afa sinn, Salomon Rosinkranzson, en amma Kidda var Karlotta Jónsdóttir. Þeir bræður eru allir kenndir við Sala. „Salomon var mikill fjörkarl, þrígiftur," sagði Kiddi. „Já, þeir eru margir búnir að vera með mér til sjós,“ hélt Kiddi Sali áfram, „skipstjórar í Víkinni og víðar. Við Bjarni bróðir byrjuðum reyndar að róa snemma með karli föður okkar. Við rérum fyrst á móti karlinum 7 og 8 ára gamlir á sumrin. Ég er fæddur 25.10.1919. Núna er Guð- björn sonur minn formaður á bátnum, ég er bara með honum, orðinn slappur í þessu. Báturinn núna er 3,3 tonn, en ég sé alltaf eftir Tíma, það var góður bátur. Við erum rétt að byrja núna, fengum kringum 300 kg á fimmtudaginn. Það versta er að menn eru fyrir löngu búnir með þennan kvóta. Við eigum enga samleið með netatrillunum. Þeir á Snæfellsnesinu og víðar eru búnir með þrefaldan kvóta og þegar við byrjum, þá er allt upp urið, þetta gengur ekki. Ég hef nú verið af og til á sjónum. Ég hef líka unnið lengi á vetrum hjá Einari Guðfinnssyni, það er gott að vinna hjá þeim, þeir eru hjálpsamir og alltaf borgað út á fimmtudögum. Að mestu hef ég þó verið á sjónum. Síðan 1926, bæði á sumrin og vorin og fram á haust og margir þessir strákar sem hafa spjarað sig vel hafa byrjað með mér, Jón Eggert á Heiðrúnu, Jón Hálfdán á Særúnu og Guðjón Kristinsson á Hugrúnu. Þetta eru allt sóma- og dugnaðarmenn, en nú er ég bara einn í kotinu. Við skildum eftir 28 ár. Það er nú komið á 13. ár sem ég hef verið einn í kotinu, en þetta var ágætt. Við áttum 7 börn, dreifð um allt land, dugn- aðar- og ágætisbörn. Ætli það ekki. Já, já, það hefur verið ágætis tog í þessu á öllum vígstöðvum. Öll börnin voru alin upp á trillu- trosinu og það hefur skilað sér vel. Þá var alltaf mokafli, alveg frá 1934 og fram til strfðsloka. En það er nú eins og það sé að glæðast núna aftur. Það hefur verið upp í lt4 tonn á dag hjá þeim sem byrjuðu í apríl. Verst- ur þessi leiðindagarri nú og hel- vítis lægðirnar byrjaðar að elta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.