Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 uppfinningar Uppfinningamönnum úr öllum heimshornum gefst tækifæri til að sýna nýjustu uppfinningarnar sínar í Genf í Sviss á hverju ári. Um 600 manns tóku þátt í sýningunni að þessu sinni og 1000 uppfinningar voru kynntar. Þær voru af ýmsu tagi og misspennandi en lítið „apparat" sem auðveldar mjög burð á skíðum vakti sérstaklega athygli fréttaritara Mbl. Það kom í ljós að fulltrúi íslenska innflutningsfyrirtækisins Loga- land hafði einnig komið auga á þessa uppfinningu og sýnt mikinn áhuga. Annars var fróðlegt að sjá hvað fólki lætur sér detta í hug að framleiða. ítali nookkur hefur framleitt lítið tæki sem á að koma í stað rafmagnssnúru i framtíð- inni. Tækið er fest undir borðplötu og slétt rafmagns- plata er fest undir borðlampa og svo kviknar á perunni án þess að lampanum sé stungið i samband þegar hann er settur á vissan stað á borðinu. Eldhústæki verða einnig snúrulaus í framtiðinni. í staðinn verður litið gat einhvers staðar á eldhúsborðinu og þar tengjast tækin rafmagninu. Rafmagnssnúrur hafa ávallt far- ið einstaklega í taugarnar á þessum uppfinninga- manni. Annar hefur látið framleiða síma með tveimur tólum svo að vinir og vandamenn geti hlustað á hvað manneskjan hinum megin á lín- unni er að segja. Manni, sem finnst ógeðslegt að sleikja frímerki datt i hug að framleiða kúlu- penna með votum svampi i enda fyllingarinnar. Þeir eru einkar hentugir á ferðalögum, þegar fólk sendir mörg póstkort, lokið er tekið af pennanum og frímerkin bleytt með svampin- um. Sturtuhengi eru oft fyrir fólki og svissn- simi og eskt fyrirtæki hefur framleitt stangir sem fvrirtalre imbi falla saman og eru ekki fyrir neinum þegar UiHa UeM enginn er i sturtu. Og nú er hægt að fá til <}(} l>6r3 glær baðker sem standa á sóllömpum og _ , lítið veggtæki sem býr til léttan straum með SKÍðl og þægilegan öldugang i vatninu. Stafastólar, tveggjatóla Hilty, uppfinningamaöur og verkfræöingur, heidur á bráö- sniöugri uppfinningu sem ísienskir innflytjendur ráku meöal annars augun í á uppfinningasyningunni i Genf. Hann kallar hana Ski Porty og fékk hugmyndina þegar hann var í vandræöum meö aö bera skiöin sín langar vegaiengdir i og úr skíöalyftum í Zermatt. Ski Porty er úr haröplasti og hefur aö geyma ól sem er dregin út og fest á skíöin á auöveidan hátt svo aö þaö er hægt aö bera þau eins og hliöartösku milli staöa, eins og sýningarbrúöan sýnir á myndinni. Ólin skreppur aft- ur inn i hulstriö og þaö fer sama og ekkert fyrir því í vasa eöa bundiö viö belti á meöan skiöin eru notuö. Hilty var mjög ánægöur með viö- tökurnar sem Ski Porty fékk á sýn- ingunni og sagöi að margir heföu viljað kaupa nokkur stykki strax á staðnum. En þau veröa ekki til sölu fyrr en í haust og munu væntanlega kosta um 40 sv. franka i Sviss. oltinn skoppar ott út af vellinum í blaki og þeir sem eru leiöir á að hlaupa á eft- ir honum gætu haft áhuga á þessu tæki sem „biæs “ boltum aftur inn á völlinn. B Risablöörur eru farnar aö sjást á götum stórborg- anna og voru kynntar á sýn- ingunni i Genf. Þær eru úr nokkuö sterku efni og hoppa hátt upp í loftið þegar þeim er skellt í götuna. Vifta var not- uð til aö blása þær upp innan dyra en úti fyrir er hœgt aö nota andrúmsloftiö að hluta til aö fylla þær af lofti. Stafasófarnir sem Navratii hefur hannaö vöktu veröskuidaöa athygli. Ungu fólki fannst þeir sór- staklega spennandi en eigendur fyrirtækja og skemmtistaöa sýndu einnig áhuga. Navratil sagöist meðal annars hafa fengiö pöntun frá fulltrúa „nudd- stofu*«Berlin og eigandi diskóteks i Madagaskar vildi fá sem flesta stafi. „Stafasófar gætu veriö snið- ug augiýsing fyrir fyrirtæki. Það skiptir mig litlu máli hvaöa orð stafirnir mynda, svo lengi sem sem flestir stafir eru keyptir, “ sagöi Navratil og var hæstánægö- ur meö viðtökumar á sýningunni. Snagavandamái hafa nú kannski veriö leyst í eitt skipti fyrir öll. Svona slár meö sex snög- um voru sýndar í Genf. Þær eru hengdar innan á huröir og þurfa hvorki nagla né lím til aö tolla á sinum staö og koma í ýmsum lit- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.