Morgunblaðið - 02.06.1985, Side 17

Morgunblaðið - 02.06.1985, Side 17
MORGUNBUAÐIÐ, SVNNUDA.GUR 2.JÚNÍ 1985 JLiZ Feðgar að gera klárt í smábátalæginu voru þeir feðg- ar Haraldur Sigmarsson og Helgi Haraldsson að dunda við að leysa böndin af Friðriki Helga, fjögurra tonna bát í eigu Haraldar og bróð- ur hans, Gunnars, því meiningin var að fara út strax og gæfi. Har- aldur sagði að þeir bræður væru rétt að byrja, hefðu farið í fjóra róðra og fengið þrjú tonn. Þeir eru á línu og færi. „Við erum ansi óhressir með að Norðfirðingar skuli hafa tek- ið af okkur Skálanesbjargið," sagði Haraldur, „þeir eru búnir að fylla þetta svo af netum að maður kemur ekki niður færi og getur varla lagt línu. Þetta er hefðbundin veiðislóð smábáta frá Seyðisfirði, aðeins klukku- tíma stím, en nú er búið að þoka okkur lengra. Við höfum verið að sækja að Glettingi, en það er yfir þrjár rastir að fara og getur verið mjög viðsjárvert í sunnan- átt.“ halda heim á leið. Þetta eru engin vinnubrögð." — Þurfið þið að sækja svo langt á miðin? „Maður hefur verið að fara þetta norður undir Gletting og suður undir Gerpi, sem er þriggja til fjögurra tima stím, en ekkert fengið nema steinbít. Annars er útlitið betra en í fyrra og maður vonar svo sannarlega að sumarið verði sæmilegt, ekki veitir af eftir fiskleysið í fyrrasumar." — Auðbjörgin hans Ágústs er 11 tonn, svo hann sleppur við veiðibannið um helgar. „Að vísu, en kvótinn er bara ekki nógu stór. Honum er skammtað 80 tonn, en hann hafði 160 tonna kvóta í fyrra og hefur komist upp í 200 tonn á góðu sumri." — Ertu ósáttur við kvótakerfið? „Það nær ekki nokkurri átt að vera með sameiginlegan kvóta fyrir allt landið og hafa óheftar netaveiðar inni í því dæmi, sem eru orðnar svo stór þáttur í okkar veiðum. Við eigum orðið engra kosta völ en að fara suður fyrir land á vetrarvertíð, og það stefnir allt í að maður verði hreinlega að flytja suður. En það er ekki bara kvótakerfið, öll fiskveiðistefnan er landsbyggð- inni fjandsamleg. Það er verið að bjóða upp skip út um allt land. Ekki fyrir það að þau hafi ekki aflað, og ekki fyrir það að útgerðin hafi verið illa rekin — heldur vegna þess að á skipunum hvíla himinháar skuldir, sem ráðamenn segja að sé vegna dýrra dollara- lána erlendis. En mér er spurn, eru þetta eitthvað dýrari dollarar en fást fyrir fiskinn? Það virðist vera að það geri gæfumuninn í útgerð á íslandi hvort lán eru í dollurum eða öðr- um gjaldmiðlum. Ráðamenn í Reykjavík tala um óarðbæra fjár- festingu. Ég hef ekki heyrt nokk- urn mann nefna það að hin gífur- lega fjárfesting á höfuðborgar- svæðinu sé óarðbær. Slíkt er ekki til umræðu. En á hverjum and- skotanum ætla menn að lifa í þessu landi þegar búið er að drepa útgerðina á landsbyggðinni? Ekki gefur steinsteypan í Reykjavík neinn gjaldeyri af sér, svo mikið er víst.“ Guðmundur S. Ingimarsson vélstjóri (tv.) og aðstoðarvélstjórinn Ás- grímur Jóhannesson ó dekkinu fyrir framan brúna. Starfsmenn Vélsmiðju Seyðisfjarðar að störfum ( vélarúmi Guðrúnar Þorkelsdóttur. Guðrún í Loðnuskipið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 frá Eskifirði hefur verið í slipp á Seyðis- firði undanfarið, en er nú að komast í gagnið og fer þá væntanlega á rækju fram að loðnuvertíðinni í haust. Það er verið að skipta um aðalvél í Guðrúnu og setja í hana nýjan spilgír. Vélstjórinn, slipp á Seyðisfirði Guðmundur S. Ingimarsson, sagði að það mætti heita að nú væri vélakostur Guð- rúnar svo gott sem allur nýr, áður var komin ný ljósavél og spilkerfið væru einnig nýtt af nálinni. Aðalvélin, sem nú er verið að koma fyrir í iðrum Guðrúnar, er að 1350 hestöfl, af gerðinni AX-4 Wichman. Guðmundur sagði að verkið hefði gengið með afbrigðum vel og ættu starfsmenn vélsmiðjunnar heiður skilinn. Skipstjóri á Guðrúnu er ísak Valdimars- son frá Norðfirði. Saltfiskverkunin: 97 % í A-flokk „ÞETTA er frábær saltfiskur, þótt ég segi sjálfur frá, enda hafa um 97 % hans verið sett í A-flokk það sem af er árinu,“ sagði Friðrik Sigmarsson matsmaður hjá saltfisk- verkun Fiskvinnslunnar hf. „Við söltum flökin beint í 90 lítra plastkassa, sem er mun þægilegra og fljótlegra en gamla lagið, að salta í stæður eða pækil. Eftir að fiskurinn hefur legið í salti í 12 til 15 daga er hann snyrtur, orma- hreinsaður og metinn og síðan er hann settur í huggulega pappakassa. Strigapokarnir heyra fortíðinni til hjá okkur. Frá áramótum hefur Fisk- vinnslan hf. framleitt um 200 tonn af saltfiski og selt 150 tonn úr landi. Mikill munur þegar línu- kallinn kom — segir Mjófirðingurinn Hávarður Helgason fyrrum sjómaður „Ég þótti nú heldur linur á línu- drættinum í gamla daga, þegar maður var að fara fyrst til sjós,“ sagði Mjófirðingurinn Hávarður Helgason, 91 árs, sjómaður frá unga aldri, einn þeirra sem hafa unnið nánast öll þau störf til sjós sem til eru á löngum ferli sínum, og meðal annars verið skipstjóri á mörgum bátum. Hann fluttist til Seyðisfjarðar 1916 og hefur búið þar lengstum stðan. „Ég varð fyrst formaður árið 1914 á 8 tonna báti frá Mjóafirði sem hét Trausti. Þetta var svona miðlungsstór bátur miðað við það sem gerist í þá daga,“ rifjaði Há- varður upp. „En oft starfaði ég sem mótoristi og lengi sem spíss- ari eða kyndari á togara. Og síð- ustu árin sem ég var til sjós var ég kokkur, þótt ég kynni ekki mikið meira en að hella upp á kaffi fyrst í stað.“ Hávarður hætti sjómennsk- unni árð 1963, þegar hann stóð á sjötugu, en vann við fiskverkun í landi mörg ár eftir það. Nú er hann á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og segist vera orðin hálf heilsu- tæpur. Én hvað finnst Hávarði vera mesta byltingin í sjómennskunni sem hann upplifði á sínum langa ferli? „Það er varla hægt að nefna eitt öðru fremur, það er nánast allt gjörbreytt. En ég man eftir því að það var geysilegur munur þegar línukallinn kom, mig minn- ir að það hafi verið 1928. En línu- kall er renna sem notuð er til að leggja út línu, sem áður var gert með höndunum. Eins var það mikil breyting hjá mér þegar ég hætti á línu og fór yfir í dragnót. Það var 1936.“ — Saknarðu sjómennskunnar? „Já, það geri ég. Mér hefur allt- af þótt voðalega leiðinlegt að vinna í landi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.