Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 í beituskúrnum hjá Vagni, Haukur Vagnsson. Morgunblaðið/RAX Pálmi Jónsson beitir einnig fyrir Vagn á Hauld. „Það er hægt að vera sparibúinn á smokknum“ — segir Vagn skipstjóri á Hauki ÍS ÞAÐ VAR góð stemmning í beitu- skúrnum hjá Vagni Hrólfssyni á Hauki ÍS 195. Þeir eru tveir á sjón- um og svo beita fjórir í landi, fjóra bala hver, nema konan f beitu- skúmum, hún Hrönn, hún beitir 5 bala og var reyndar ekki við þegar okkur bar að garði. „Ég er aðallega á línuveiðum eftir rækjuna," sagði Vagn. „Svona fram í miðjan júní, það þarf að reyna að ná í eitthvað af þessu sem er undanþegið kvót- anum. Eftir miðjan júní er skvering og svo eru það færin frá júlí og fram á haust þegar smokkurinn tekur við. Smokkur- inn bjargaði mér alveg í fyrra- haust, ég náði nær helmingi inn- komunnar á árinu á einum mán- uði, því við fiskuðum tæp 90 tonn af smokki þótt ég byrjaði ekki strax og mátti, vildi leyfa honum að stækka svolítið. Þetta er al- veg ljómandi á smokkinum með þessum nýju aðferðum, maður getur verið sparibúinn á smokk- inum í dag. Jú, þetta er ágætis bátur, ég var að skipta um vél um pásk- ana, en ég er búinn að eiga bát- inn síðan 1978, var búinn að vera á öðrum litlum 20 ár. Ég eignað- ist fyrsta bátinn minn árið 1955, þá 17 ára, það var opin þriggja tonna trilla vestan úr Arnar- firði, ég átti hana í þrjú ár og keypti svo aðra, en Haúksnafnið hef ég alltaf haft. Nei, ég verka ekki sjálfur, ætlaði f rækjuverk- un en fékk ekki leyfi, ég fer ef til vill í eitthvað annað.“ — á-j. Vagn er lengst tíl hegrí, þá Jakob Fkwason, 12 árm strákur, sem er að byrja að beita, og lengst til vinstrí er Tryggvi Thorsteinsson. „Sjómenn, almennt, eru sárir“ ÞAÐ VAR hálfgerður slydduhraglandi á tsafirði laugardaginn fyrir hvíta- sunnu, nokkrir togarar lágu bundnir og stærri bátar, en það var hógver kliður við höfnina daginn þann. Við brugðum okkur um borð í aðkomu- bát í ísafjarðarböfn, Mars ST 150 frá Drangsnesi, sjötíu og fjögurra tonna bát. Skipstjórinn, Sigvaldi Ólafsson, var að koma úr sínum fyrsta túr sem skipstjóri. „Við erum á rækjuveiðum, djúprækju, og þetta hefur gengið sæmilega, hvorki vel né illa, en við löndum tímabundið á ísafirði vegna þess að það er verið að breyta og bæta í frystihúsinu á Drangsnesi. Við erum fjórir á bátnum, en vélstjórinn og skip- stjórinn, sem ég skiptist á við, eiga bátinn. Gamall? Ég er 30 ára og hef alltaf verið til sjós síðan ég var 15 ára, en ég hef alltaf verið að hætta, aðallega vegna fjarver- unnar frá landinu og svo finnst manni ekkert metið að maður-sé sjómaður. Sérstaklega hef ég velt þessu fyrir mér síðan ég eignaðist konu. Ég er nýfluttur frá Hólmavík vegna ótryggs ástands. Ekki hefur bætt ástandið á Hólmavík og Drangsnesi tilkoma kvótans, þegar bátarnir stóðu uppi nær kvótalausir. Það olli því að mér fannst ekki hægt að setjast þar að fyrir fullt og fast þótt mig hafi langað til þess. Ég hafði um skeið verið til skiptis háseti, bátsmaður og stýrimaður á Hólmadrangi, en fór síðan á togara á Suðvestur- landi og á þeim tíma hafði mað- ur varla ofan í sig að éta, karfinn gefur svo lítið af sér. Eins og málin standa í dag er þetta ekkert bjart og ég skil það vel að menn veigri sér við að fara út í sjómennsku. Það sem mér finnst athyglisverðast í þróuninni í dag er það, að menn á mínum aldri og þar yfir eru að flýja í land, mönnum finnst það ekki borga sig að fara á sjó mið- að við það sem gengur og gerist í kjörum í landi, útiveran er svo lítils metin. Ég hygg að menn hafi til skamms tíma hugsað þetta frá öðru sjónarhorni, hugs- að þetta eins og þeim kæmi ekk- ert við í þessum efnum annað en sjómennskan, en þetta er að Sigvaldi Ólafsson skipstjórí á Marz frá Drangsnesi. Morgunblaðið/Rax breytast, matið á tímanum er orðið annað. Á meðan sifellt er hlaðið undir hinn félagslega þátt fólksins, sem vinnur í landi, er sjómaðurinn látinn sitja eftir, þá kemur að stóra brestinum. Jú, ég verð að segja að ég er frekar sár út í lífið og tilveruna þessa stundina. Það er stundum verið að blása út í fjölmiðlum þegar toppar koma til sjós, gera mikið úr því sem veiðimennskan gefur þá, en það er sjaldan tekið tillit til þess í umræðunni hvert meðaltalið er, að ég tali nú ekki um slæma tímann. Mér finnst til dæmis að síðasta ár hafi komið mjög illa út fyrir sjómenn og verkfallið í vetur hjá Vestfjarða- sjómönnum gaf því sem næst ekkert, að minnsta kosti ekki eins og efni stóðu til að mínu mati. Sjómenn almennt eru sár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.