Morgunblaðið - 02.06.1985, Side 20

Morgunblaðið - 02.06.1985, Side 20
‘20J B MORGUNBLAOID, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 Ólafsvík: A sjó í sextíu ár — rætt við Guðlaug Guðmundsson í Ólafsvík „HANN tekur áreiðanlega ekki í mál að tala við ykkur,“ var sagt þegar við spurðum um Guðlaug Guðmundsson sem er nýorðinn sjötugur en lætur sig þó ekki muna um að sækja sjóinn, „en ef hann fengist til þess þá er hann sá al- hressasti hér í Olafsvík. Síðan var ráðslagað um það góða stund hvernig bezt væri að fara að hon- um. Lyktir þess máls urðu þær að heimamaður skyldi fara á fund Guðlaugs og bera upp erindið. Eft- ir dúk og disk kom hann til baka og hristi höfuðið. „Eins og ég vissi. Ekki að ræða það,“ sagði hann og bjóst til að setja bílinn í gang. „Við skulum nú sjá til,“ sagði blaða- maðurinn og læddist inn í húsið, þvottahúsmegin, upp teppalagðan stiga og beint inn í íbúðina, bjarta og rúmgóða, með útsýni yfir allt þorpið og langt út á Breiðafjörð. þess að ég hafi frá neinu að segja sem á erindi í blöðin." Þú ert þó búinn að vera á sjó í sextíu ár. Jlá, ég fór fyrst á sjó þegar ég var tíu ára. Þá var það þannig að strákar á þessum aldri þóttust góðir ef þeir þekktu einhvern sem fékk að taka þá með sér í róður. Svo kom fljótlega í ljós hvort þeir stóðu sig og þá jókst hluturinn. í fyrsta sinn sem ég dró færi úr sjó komu þrír fiskar, hver af öðrum, lúða, ýsa og þyrsklingur, en ekki man ég lengur hver var maríufiskurinn sem kallað er, en það er fyrsti fiskurinn sem maður fær.“ Og síðan hefurðu verið á sjó? „Já, ég hef aldrei fengizt við annað." Og alltaf átt heima í Ólafsvík? „Nei, um tíma var ég í Reykja- En fótatak heyrist ekki á teppum svo eina ráðið var að leggja við eyrun og vita hvort ekki heyrðist einhvers staðar til mannsins. Og í eldhúsinu var hann að hella á könnuna. „Andskotans læti! Var ég ekki búinn að segja að það þýddi ekki að tala við mig.“ Ertu svona merkilegur með þig? Er bannað að yrða á þig eða hvað? Þá hló hann. „Góða, komdu þá og seztu þarna við eldhúsborðið. Ég get svo sem gefið þér kaffi. Skárra væri það. Og þetta sem er þarna á diskinum. Það er kraftur í þessu, skal ég segja þér. Þú færð ekki betri næringu. Ertu kannski ekkert fyrir svona mat?“ Á diskinum voru heimabakað- ar hveitikökur með óviðjafnan- legri kæfu og þegar hann sá að gesturinn kunni að meta góð- gerðimar sagði hann um leið og hann teygði sig upp í eldhús- skápinn eftir afmælispelanum, skellti honum á borðið og sótti eitt glas: „Nei, góða mín, það verður aldrei um mig sagt að ég sé merkilegur með mig.“ En þeg- ar hann sá að gesturinn ætlaði ekki að þiggja úr pelanum sagði hann: „Þá tala ég ekki orð viö þig. Þá situm við bara þegjandi á meðan þú drekkur þitt kaffi og borðar kökurnar.“ Eftir alllangt þóf urðum við ásátt um hann sækti sér glas svo að athöfnin færi þó að minnsta kosti fram á jafnréttisgrundvelli. „Annars skaltu ekki halda að það þurfi koníak til þess að það íosni um málbeinið á mér,“ sagði hann, „en ég veit bara ekki til vík. Það var í stríðinu og ég var í siglingum til Bretlands. Maður var að ná sér í aur. Það var vel borgað og þetta var um það leyti sem ég var að stofna heimili svo það veitti ekki af að reyna að bjarga sér.“ Varstu aldrei hræddur? „Jú, alltaf. Ég hef alltaf verið hræddur á sjó, ekki bara þegar ég var i þessum millilandasigl- ingum í stríðinu heldur líka fyrr og síðar. Tvívegis hef ég lent í lífsháska, í fyrra sinnið þegar báturinn Björn Jörundsson 'Sökk út af Öndverðarnesi en mann- björg varð. I seinna skiptið vor- um við hætt komnir en togarinn Júlí frá Hafnarfirði bjargaði okkur og dró bátinn til Akra- ness. Árið eftir fórst Júlí svo á Nýfundnalandsmiðum." Eru sjómenn eins trúaðir og orð fer af? „Það veit ég ekki. Jú, ætli þeir snúi sér ekki til hans þarna uppi þegar á þarf að halda, en það er ekkert verið að tala um það.“ Ræða þeir ekki trúmál? „Nei, aldrei.“ Hefur ekki margt breytzt varðandi sjósókn frá því þú manst fyrst? „Það er nú líkast til. Þetta er allt annað núna, allt annar að- búnaður og svo allur þessi full- komni tækjabúnaður sem auð- veldar störfin um borð. Það breytir þvi þó ekki að sjó- mennskan er erfitt starf og get- ur aldrei orðið annað.“ Og þú rærð enn? „Já, ég ber það svona við. Ann- ars er ég mest í beituskúrnum nú orðið en fer samt á sjó við og við og hef hugsað mér að halda því áfram á meðan ég get.“ - Á.R. Kaffistofa í Sjómanna- garðinum í Ólafsvík Sex konur í Ólafsvík hafa nýlega opnað kaffistofu í húsinu Kalda- læk í Sjómannagarðinum í Ólafs- vík. Kaldilækur er gamalt hús í eigu Sjómannadagsráðs, en heiti þess er dregið af uppsprettu í garð- inum. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en tilgangur- inn með rekstri kaffistofunnar er sá að lífga upp á bæjarlífið og að auka umferð um Sjómannagarð- inn, að sögn þeirra sem að honum standa. Á myndinni eru (talið frá vinstri): Steinunn Tryggvadóttir, Sjöfn Aðalsteinsdóttir og Krist- björg Bjarnadóttir. Gætum selt miklu meira í Bandaríkjunum og fengid betra verð til hagsbóta fyrir alla — segir Smári Guðmundsson hjá Sjófangi .,Ég er sannfærður um að það eru ekki nema svona tvö eða þrjú ár þangað til við getum fengið sama verð fyrir karfann og við fáum nú fyrir þorskinn. Markaður fyrir karfa er alls staðar góður en við fáum mest fyrir hann í Banda- ríkjunum. Ef okkur gengur eins vel með karfann og útlit er fyrir þá er engin ástæða til annars en bjart- sýni,“ segir Smári Guðmundsson hjá Sjófangi í Grundarfirði. „Það er auðvitað ekki hægt að lá sjómönnum það að vilja held- ur þorskinn en karfann á meðan verðmunurinn er sá sem hann er en það mætti segja mér að dæm- ið hafi snúizt við eftir nokkur ár. Að sjálfsögðu eiga þeir sem reka fiskverkun að vissu leyti ann- arra hagsmuna að gæta en sjó- menn varðandi þetta en þegar til lengri tíma er litið eigum við auðvitað sömu hagsmuna að gæta og að mínu mati eru þeir m.a. fólgnir í því að leggja aukna áherslu á karfann. Þetta er fínn fiskur og helzt vildi ég vinna karfa alla daga, ef ég miða við það hvað er hagkvæmast fyrir rekstur frystihússins. Þorskur- inn er eiginlega síðasti fiskur sem ég vil fá inn í húsið. Það er svo mikið af ormi í honum og því óheyrilegt verk að gera úr hon- um góða vöru.“ „Nú er sjómannadagurinn framundan og rétt eins og þú segir þá er það ekki sízt hags- munamál sjómannanna sjálfra að sá afli sem þeir draga á land nýtist vel og gefi sem mest af sér. I því sambandi er verðið sem neytandinn greiðir meginatriði. Hvað um markaðsmálin?" „Ég er sannfærður um að ef rétt er á málum haldið er hægt að selja allar tegundir af fiski og fá fyrir hann mun betra verð en nú tíðkast, ekki sízt i Bandaríkj- unum þar sem ég þekki e.t.v. einna helzt til. En það er illa staðið að markaðsmálum í Bandaríkjunum og dreifingar- málum yfirleitt. Við gætum selt miklu meira af fiski þar og það alls konar fisk, ekki sízt ferskan fisk. En það er vandamál að koma honum þangað og því vandamáli stæðum við ekki frammi fyrir ef Flugleiðir hefðu t.d. keypt DC-10-þoturnar. Þá hefði verið hægt að flytja farm af ferskum fiski vestur um haf því sem næst daglega. Ólafsvík: Skuggi yfir sjómannadegin- um í Ólafsvík þetta árið „Það verður skuggi yfir sjómannadeginum hér f Olafsvík þetta árið. Það var óskaplegt áfall þegar Bervíkin fórst í vetur með fimm menn innanborðs og þetta slys hverfur ekki úr hugum manna fyrst um sinn,“ segir Helgi Kristjánsson fréttaritari Morgun- blaðsins í Ólafsvík. „Það má heita að þessi atburður hafi komið per- sónulega við fólk í hverju húsi hér i þorpinu, enda ekki undarlegt þegar þess er gætt að fimm menn í Ólafsvík eru hlutfallslega jafnmikill fjöldi og 50 Akureyringar eða 500 manns úr Reykjavík og nágrenni. Einn af þeim sem fórust var mikill áhrifamaður í verkalýðsfélaginu á staðnum og það var ekki haldið upp á 1. maí með hefðbundnum hætti vegna slyssins. Sá skuggi sem hefur verið yfir Ólafsvík síðan þetta gerðist setur ekki síður sinn svip á sjómannadaginn og ég býst ekki við þvf að menn verði í hátíðarskapi," sagði Helgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.