Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 24

Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 24
m ,|(WRfttWBI^0UkSWyUPMrVÆ-3- JtJNtrt9»5 Grundarfjörður: Fækka hólfum og hafa mælingamenn um borð — segir Kristján Guðmundsson skipstjóri um skynsamlega takmörkun fiskveiða ÞAÐ VAR ekki mikið um að vera i bryggjuiini í Grundarfirði þegar Morgunblaðsmenn bar þar að rétt fyrir hvítasunnu. Togarinn Runólf- ur lá vestanmegin en austast ligu nokkrar trillur og greinilega mannaferðir í kringum eina þeirra. Kristjin Guðmundsson var að snarast upp i bryggjuna og við tók- um hann tali. „Já, ég á þessa trillu. Pabbi smíðaði hana þegar ég var fjórt- án ára og síðan hef ég verið með hana þegar ég er ekki úti á sjó á Runólfi. Þá hefur kunningi minn veg og vanda af trillunni sem ýmist er á skaki eða grásleppu. Nei, það er lítið upp úr þessu að hafa. Það má eiginlega segja að þetta sé hálfgert „hobbí" sem þó stendur undir sér.“ „Hvernig hefur ykkur gengið í vetur?" „Illa. Þetta hefur verið mjög lélegt frá aramótum. Það vantar þorskinn. Við höfum ekkert upp úr þessu grálúðudrasli og karf- anum sem mikið er haft fyrir. Þegar ég byrjaði á Runólfi fyrir átta árum fengum við svipað verð fyrir grálúðu og þorskinn en nú er ekki hægt að líkja því saman.“ Hann er að flýta sér um borð í Runólf sem á að leggja af stað i veiðiferð eftir skamma stund svo það er ekki annað að gera en fylgja honum eftir. „Eg er stýrimaður og „hallær- isskipstjóri„ á Runólfi og verð með hann þennan túr. Síðast vorum við sex daga úti og feng- um rúm 100 tonn af karfa og grálúðu. Það þótti ekki mikið en það er reyndar leiðinlegt ástand þessa stundina eins og oft er í maímánuði." „Sjáið þið aldrei ýsu?“ „Það getur varla heitið. Fisk- urinn er allur kominn upp í fjöru og ef þessi kvóti á að vera ár eftir ár blasir ekki annað við en vonlaust ástand. Þetta gengur allt orðið út á höft og bönn og þegar einu sinni er búið að koma þessu á er líkast því að engu verði þokað upp frá því. Ég get t.d. ekki séð af hverju þessi hólf — eins og t.d. Breiðafjarðarhólf- ið — þurfa að vera lokuð um ald- ur og ævi. Það er nógur fiskur í sjónum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni. Svo er afleið- ingin sú að fiskurinn gengur bara upp i fjöru. Það gerðist nú hér í vetur sem aldrei hefur gerzt i manna minnum að þorsk- urinn gekk hér inn í höfnina.“ „Þú vilt afnema höft og bönn, en hvernig eigum við þá að vernda fiskistofnana?" „Það er enginn ágreiningur um nauðsyn þess að hafa stjórn á fiskveiðum og vernda stofnana, en þegar haftastefna verður ríkjandi og ekki er tekið tillit til staðreynda eða séð til þess að þeim fiski sem veiða má sé rétt- látlega skipt getur niðurstaðan ekki orðið annað en vitleysa. Sem dæmi um þetta má nefna að hólfið á Breiðafirði er harðlokað fyrir okkur en svo mega netabát- ar ganga í það eins og þeim sýn- ist. Hvaða sanngirni er í því? Ég held að það ætti að fækka hólf- um og hafa síðan mælingamenn um borð í skipunum svo þeir sem eiga að ráða geti komizt að því hvað er af fiski í sjónum og hag- að ákvörðunum eftir því.“ Annars eru þeir hressir, mennirnir, þegar þeir eru að tín- ast um borð með pokann sinn og það er auðsætt að það þarf ekki að hafa áhyggjur af samkomu- laginu um borð. Svo ber að Gísla Kristjánsson, sem er á trillunni með Kristjáni þegar hann er ekki að gegna skyldum „hallær- isskipstjórans" á Runólfi. Hann er bara að heilsa upp á vini og kunningja m lætur þess getið í leiðinni að honum lítist vel á ástandið. „Ég er alltaf bjartsýnn og hef alltaf verið enda hef ég alltaf verið á sjó og er enn þótt ég sé orðinn 57 ára. Ég hef held- ur ekki hugsað mér að hætta því á næstunni. Einu hef ég þó áhyggjur af. Það er vandamál að það verða sífellt færri hendur sem vinna að verðmætasköpun í þessu landi og þetta er nokkuð sem fáir stjórnmálamenn skilja en þyrftu að fara að hyggja að í fullri alvöru. Albert Guð- mundsson er einn af þeim fáu sem virðast gera sér grein fyrir því og okkur vantar fleiri stjórn- málamenn með þennan hugsun- arhátt." Svo kveður hann og er þar með farinn en einhverjar glósur láta þeir þó dynja á honum um leið og hann fer — eitthvað um það hvort hann ætli ekki að fara að vitja um netin. Hann lætur sem hann heyri það ekki en þeir sem eftir eru fara allir að skelli- hlæja. Það þarf að hafa nokkuð fyrir því að toga upp úr þeim söguna en svo kemur hún. „Hann var að vitja um netin hérna skammt undan og það var víst eitthvað óvenjulega þungt þegar hann fór að draga. Loksins gekk það samt en hvernig held- urðu að upplitið á honum hafi verið þegar það var kálfshaus sem fyrst kom upp úr sjónum? Og síðan restin af kálfinum? Hvernig stóð á því?“ Nú hlæja þeir svo mikið að þeir ætla varla að klára söguna: „Það var einn hérna sem rakst á hræ af ungkálfi sem var nýbúið að lóga. Og frekar en að láta það liggja þar sem það var komið án þess að nýta það til nokkurs hlutar hirti hann það, náði sér svo í árabát og reri með það þangað sem hann vissi að Gísli var með netin og hnýtti því í lín- una. Það er búið að hlæja mikið að þessu en það er allt í lagi því að sá sem hló mest var Gísli sjálfur. Nei, það er bezt að nefna engin nöfn því að þeim líkar það víst ekki nógu vel, bændunum, að netin skuli vera svo nálægt landi.“ Gísli Kristjánsson og Kristján Guðmundsson um borð f trillunni. MorgunblaOiö/Fríðþjófur Morgunblaðið/Friðþjófur „Kjörin ílagi ef það er þorskur“ — segir Helgi Sigurðsson bátsmaður á Runólfi ..Ég er bátsmaður hérna og er búinn að vera á Runólfi frá byrjun að heita má eða frá árinu 1976, að fráskildum fjórum mánuðum sem ég var í Astralíu árið 1977 og þeim tíma sem ég var á trésmíðaverk- stæði hér f Grundarfirði fyrir síð- ustu áramót. Það var ágæt tilbreyt- ing að vera á verkstæðinu smátíma og hafa tækifæri til að sinna fjöl- skyldunni meira en vant er.“ „Og hafðirðu þá sæmilegt upp úr þér á verkstæðinu og á sjón- um?“ „Ætli ég hafi ekki verið með svipað fyrir tólf tíma vinnu á dag á verkstæðinu og ég hef á sjónum, eða jafnvel aðeins meira. En ég byrjaði á sjó þegar ég var fjórtán ára og líkar það langbezt. Það er allt í lagi með kjörin á sjónum ef það er þorsk- ur en alls ekki nógu gott ef það er annar fiskur sem er verið að ná í.“ „Hvað varstu að gera til Ástr- alíu um árið?“ „Ég á ástralska konu og það var búið að standa til lengi að fara og heilsa upp á fjölskyldu hennar. Það var mjög gaman að fara þetta en líka gott að koma heim aftur.“ „Hvað gerið þið ykkur til dægrastyttingar hér um borð — þegar ekki er verið að vinna?“ „Horfum á myndband og spil- um bridge. Svo lesum við líka smávegis en það hefur minnkað mikið síðan myndband kom til sögunnar. Við vorum vanir að taka með okkur birgðir af bókum af bókasafninu en erum hættir því,“ sagði Helgi Sigurðsson um leið og hann fór að gera klárt fyrir brottförina. Magnús Gíslason Morgunblaðið/Friðþjófur „Kjörin hafa rýrnað“ — segir Magnús Gíslason á Runólfi frá Grundarfirði ..Ég er að byrja á togara aftur eftir tveggja ára hlé,“ segir Magn- ús Gíslason. „Ég hef verið stýri- maður á stálbát en við vorum bún- ir með kvótann svo það var ekki annað að gera en hætta og koma sér annað.“ „Gastu fengið pláss á togara um leið?“ „Ég þurfti að bíða einn túr eft- ir.hásetaplássi." „Og hvernig gekk vetrarver- tíðin á bátnum?“ „Hásetahluturinn varð um 300 þúsund frá áramótum og það getur varla talizt mikið en það verður víst minna núna. Kjörin hafa rýrnað — það er engin spurning um það,“ segir Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.