Morgunblaðið - 02.06.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985
B 35
Ingólfur Þorleifsson að koma upp á bryggjuna úr trillunni sinni, Smára ÍS 144.
Morgunblaðid/Rax
„Mokfiskirí fyrir fram
an eldhúsgluggann“
„TRILLAN mín er eitt tonn og
sextíu kfló, minnsta trillan í flotan-
um hér,“ sagði Ingólfur Þorleifs-
son trillukarl í Bolungarvík,“ ég er
búinn að eiga hana I 8 ár og hef
alltaf verið á sjó á sumrin. Þetta
hefur gengið þokkalega, en ég fer
nú ekki langt á þessu, það var mik-
ill fiskur hérna rétt fyrir framan
eldhúsgluggann í fyrra, mokfiskirí,
en það verður ekki núna, snurvoð-
arbátarnir sjá fyrir því. Já, það var
mikið í fyrra, ég fékk 9 tonn í
október, aðeins 5 mínútna sigl-
ingu, en það er ekki einn einasti
flskur þar nú, það er dragnótin,
maður.
Já, ég varð 65 ára í september,
en hef verið meira og minna á
trillum allt mitt líf, fæddur og
uppalinn hér og hér hef ég alltaf
verið. Við áttum fjórir trillu sem
Marselíus smíðaði, hún var 4,5
tonn, einn þingmaðurinn átti í
henni, Karvel, en svo seldum við,
þeir vildu selja, og ég keypti
þetta horn. Að öðru leyti hef ég
alltaf verið í saltfiskverkun hjá
Einar Guðfinnssyni. Svo var ég á
sjónum á stærri bátum, var með
Einari Hálfdáns á Sólrúnu.
Nei, ég er ekki hress með
dragnótina uppi í landi, maður
er rétt að byrja, búinn að fara
þrjá túra og fá tonn og kvótinn
er búinn. Þetta gengur ekki að
hafa netatrillurnar inni í þessu,
færin verða að vera sér.
8—9 tonna trilla tekur í net á
einum degi það sem færin gefa á
einum mánuði.
Annars er gott hljóðið í mér,
ég fæ alltaf eitthvað eins og hin-
ir. Það er frjálsræðið sem er best
við trillurnar, maður stjórnar
sér sjálfur, byrjar og hættir að
vild.“
— á.j.
Haraldur Einarsson í brúnni á Marzinum.
„Varð forríkur 13
ára á grásleppunni“
Haraldur Einarsson, 19 ára fjöl-
brautaskólanemi í Garðabæ, er há-
seti á Marz frá Drangsnesi. Har-
aldur er á Náttúrufræðibraut og á
eftir eitt ár í stúdentinn.
„Ég hef verið á sjó á sumrin
frá 13 ára aldri, en ég er
Garðbæingur. Fyrstu sumrin
var ég á grásleppu og síðan hef
ég verið tvær vertíðir á djúp-
rækju. Þess á milli skrepp ég á
sjóinn þegar færi gefst, því ég
hef haft ágætis uppgrip í sjó-
mennskunni. Eg hafði til dæmis
gott upp í fyrra og þegar ég var
13 ára á grásleppunni, í fyrsta
sinn, varð ég forríkur, milljóna-
mæringur, því þá eignaðist ég
fyrstu og einu milljónina til
þessa, að vísu í gömlum krónum.
Ég er búinn að fara tvo túra
núna eftir skólann og mér lfkar
ágætlega á sjónum. Það er ef til i
vill skemmtilegra í landi, en
maður hefur gott upp úr þessu ef
vel gengur. Ég efast þó um að ég
haldi áfram á sjónum.
Nei, ég man ekki eftir neinum
félögum mínum öðrum á sjó, það
er líklega ekki mjög algengt í
Garðabænum.
Jú, jú, ég er sjóveikur, maður
er með smá sjóaraveiki fyrsta
túrinn, en síðan er sama hvað
gengur á, það er bara að láta sig
hafa það, þetta kemst upp í
vana.“
— áj.
Límtré
í plötum
Fura — Beyki
Eigum fyrirliggjandi úrval af límtrésplötum
til innréttinga, fyrir idnað og húsgagna-
smíði.
Þykktir: 19-30-40 mm.
Nýborg^#
Ármúla 23,
sími 686755.
KVIK
ÖKONOME
barnableyjur eru gæöavara á lágu veröi.
Fást í næstu búð.
3i
OKONOMIBLE
7391
ovct81l|í.
■
*E
Lítiö utlitsgölluð
kæli- og frystitæki
meö
stór-afslætti
8®i;?ICognys«iskápar
K*T.iskápar
Msil'
ýrrisar st*rð|
Vörumarkaöurinn hf.
Heimilistækjadeild, Ármúla 1a, s£86117