Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 50
50 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 UE> HEIMI ItVIEMyNEANNA Spielberg á blaðamannafundi STEVEN Spielberg hélt blaða- mannafund í Lundúnum ekkl alls fyrir löngu, og þar ræddi hann um myndir sínar, ýmiskonar oröróm, ofbeldi í kvikmyndum og framtiö- aráætlanir. Meö á fundinum var fé- » lagi hans og samstarfsmaöur George Lucas. Spielberg var strax spuröur hvort hann ætlaöi aö gera mynd um Pétur Pan meö Michael Jack- son í titilhlutverki. Hann svaraöi því til aö hann stefndi aö því aö gera músíkmynd um Pétur Pan, en áreiöanlega ekki meö söngvaran- um vinsæla. Hann neitaöi því aö Michael hafi nokkru sinni veriö meö í myndinni. Spielberg hyggst borga vel fyrir kvikmyndaréttinn, þar sem Great Ormond Street- -barnaspitalinn á réttinn. Spiel- berg bjóst vió aö Ijúka viö myndina annaö hvort 1986 eða 1987. Spielberg hefur einbeitt sér aö ævintýramyndum, og því var ekki úr vegi aö spyrja hann hvort ætiaöi aö gera slíkar myndir þaö sem eftir væri. Spielberg sagöist sjá lífiö meö augum barnsins og á þann hátt takist honum best upp. Meö því segist hann komast hjá heil- miklu rugli sem „fullorðnu" leik- stjórarnir gerast sekir um; hann metur sem sagt mikils einfaldleika barnsins. Engu aö síöur vill hann víkka sjóndeildarhring sinn, gera meira en þaö sem höföar eingöngu til barna og unglinga. Nýjasta mynd þeirra, Indiana Jones, vakti ekki sist athygli fyrir ofbeldiö. Spielberg svaraöi því til aö fólk ruglaöi saman hræöslu og ofbeldi, þ.a.l. fengi fólk rangar hugmyndir um myndir sínar. En hann vióurkennir aö Indiana Jones sé full sterk mynd fyrlr tíu ára börn. George Lucas segir aö þeir hafi börn ætíö meö í dæminu þegar þeir setjist niöur og geri kvikmynd. Hann segist hafa reynt aö hanna myndina þannig aö fólk tæki ofbeldiö sem gott og gilt, en benti á aö Indiana Jones væri frekar fyrir fulloröiö fólk en börn. Spielberg og Lucas sögöust vera ákveönir í aö gera myndir um Indiana Jones svo lengi sem áhorf- endur sýndu áhuga. Þeir byrja á þrióju myndinni síöar á þessu ári. Þá hefur Spielberg hug á aö gera fjóröa Stjörnustríösmyndina, en allt er óvíst um framtíö þeirrar myndaseríu. Á fundinum báru þeir fram þá ósk aö einhverjir aörir geröu ævintýramynd í svipuöum stíl og þeirra eigin, þar sem þeir nytu ekki aó sjá eigin myndir vegna þess aö þeir kynnu þær utan aö. En þeir hljóta aö þjást af sterkri sjálfspynt- ingarhvöt því þeir ítreka aö þaö aé hreint og klárt kvalræöi aö gera stórar myndir eins og Raiders og Indiana Jones. Spielberg varöist allra frétta af ET, sagöist kannski gera framhald. Þaö var eiginkona Harrisons Ford, Kathleen Kennedy, sem skrifaöi handritiö, en hingaö til hefur höf- undur ekki veriö spuröur aö því hvort megi gera framhald, sam- anber Ókindina tvö og þrjú, aó ekki sé minnst á James Bond. Steven Spielberg hefur oft og mörgum sinnum veriö útnefndur til Óskarsverölauna sem besti leik- stjóri en aldrei hreppt verölaunin. Spielberg segir aö þaö geri ekkert til meöan hann hefur áhorfendur á sínu bandi. HJÓ. David Keith og Malcolm McDowoll. Konungur ævintýramyndanna, Stavan SpMbarg. Raiders of tha Lost Arfc (1M1) bjargaöi farti SpMbargs á elleftu stundu. Áöur haföi hann gart nMstarastykkin „Ókindina“ (1975) og „Closs Encounters“ (1977), en dal- aöi heldur betur meö dellumyndinni „1941“... SpMberg bastti um batur maö ET áriö 1982, an myndin trónir nú á toppi llstans yflr mast sóttu myndir í Banda- Hkjunum. Bíóhöllin: Sumar myndir sagja meira en nokkur orð. Gulag-eyjarnar Þaö er ekki einu sinni annan hvern dag sem okkur syndum prýddu Vesturlandabúum er boöið inn í myrkrahallir lögregluríkisins í austri, svo aö þegar slíkt boö kem- ur er ekki hægt aö slá hendinni á móti því. Fyrir nokkrum árum sýndi hinn landflótta Alexander Solsjen- itsyn okkur inn í myrkustu afkima sósíalismans, Gulag-eyjarnar, og Bíóhöllin mun á næstunni sýna mynd sem fjallar um þetta sama fyrirbæri. Nefnist hún einfaldlega Gulag-eyjarnar. Engin tengsl eru á milli myndar- innar og „tilrauna Solsjenitsyns til rannsókna" önnur en þau aö greina frá dapurlegum örlögum fólks: David Keith (An Officer and a Gentleman) leikur fréttamann viö bandaríska sjónvarpsstöö. Fyrir tilstilli einstaklega illra örlaga lend- ir hann í höndum KGB (hann haföi planað aö skjóta sprengjufrétt um Sovét inn í íþróttaþátt sinn, rétt sisvona til aö vekja athygli á sér sjálfum, en útsendarar KGB eru á hverju strái og þeir ræna honum og flytja austur yfir). Fréttamaöur- inn er yfirheyröur og sakaöur um andsovéskan áróöur og dæmdur til Síberíuvistar. í nístingskulda Síberíu kynnist hinn óheppni fréttamaöur sam- föngum stnum, sem sumlr hverjir vita ekki hvers vegna þeir eru þar. Meöal fanganna er Englendingur sem Malcolm McDowell leikur. Miöaó viö kringumstæöur mætti ætla aó þeir yöru hinir mestu máta, en sú veröur ekki raunin, aö minnsta kosti ekki i upphafi. Sjón- varpsfréttamaöurinn víll skiljan- lega ekki dúsa í síberískum snjó- skafli lengur en þörf krefur og hyggur strax á flótta. En aö flýja land, sem leggur metnaö sinn í aö halda öllum fyrir innan veggi og giröingar, er ekkert grin, og bandaríski sjónvarpsfréttamaöur- inn skilur fljótt hvers vegna Gul- ag-eyjarnar eru af mörgum nefnd- ar „helvíti á jöröu". STJÖRNU- GJÖFIN STJÖRNUBÍÓ: Saga hermanns ★★★ í fylgsnum hjartans TÓNABÍÓ: Einvígiö í Djöflagjá **V4 HÁSKÓLABÍÓ: Löggan í Beverly Hills ***Vi LAUGARÁSBÍÓ: Þjófur á lausu ★★ AUSTURBÆJARBÍÓ: Lögregluskólinn ** NÝJA BÍÓ: Skammdegi ** BÍÓHÖLLIN: Hefnd busanna ★★ Dásamlegir kroppar *V4 Næturklúbburinn **★ 2010 **V4 REGNBOGINN: Vígvellir *★* Cannonball Run * Feröin til Indlands *** SV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.