Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 22
• tSLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • • tSLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • • ISLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 SAGA REYKJAVÍKUR ^KÓI A Hcitnir ÞoHeifason SAGA REYKJAVÍKUR SKÓLA fkímfr Metfaxm SAGA REYKJA- VÍKURSKÓLA IV. BINDI HEIMIR ÞORLEIFSSON Lokabindi ritverksins um sögu Menntaskólans í Reykjavík. í fjóröa bindi Sögu Reykjavíkur- skóla er sagt í máli og myndum frá skólalífi í Menntaskólanum á árunum 1946-1980. í þessu bindi er nafnaskrá og atriðis- orðaskrá fyrir öll fjögur bindin. Bókaútgáfa /VIENNING/1RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVÍK • SÍMI 621822 Höfðu ekkert æft er kom að sýningu Aðalfundur Leikfélagasamb. Norðurlands haldinn á Húsavík Húsavík, 28. nuí. Leikfélagasamband Norðurlands hélt aðalfund sinn i Hótel Húsavík um hvítasunnunna. Voru þar mættir 30 fulltrúar frá átta leikfélögum. Sambandið var stofnað á Akureyri fyrir tveimur árum og hefur haldið fundi sína vor og haust. Aðalmarkmið þess er að efla og viðhalda leiklistar- starfsemi á Norðurlandi meðal annars með því að hafa sem öflug- ast innbyrðis samband milli aðild- arfélaganna, halda sameiginleg námskeið, menningarhátíðir og þess háttar. í anda þess markmiðs var í sambandi við fundinn sýnd leikrit þar sem fimm leikarar frá fjórum aðildarfélögum fóru með rullur. Höfðu þeir aldrei áður hist en aðeins fengið handritin með nokkrum fyrirvara. Leikritið var sýnt tvisvar hér á Húsavík, í fyrra skiptið án samæf- ingar en í seinna skiptið eftir að hópurinn hafði unnið verkið undir leiðsögn Þráins Karlssonar, leik- ara frá Akureyri. Talið var að þessi tilraun hefði tekist vel og er hugsað til áframhalds. Núverandi stjórn sambandsins skipa: María Axfjörð, Húsavík, formaður, Vera Sigurðardóttir, Hrísey, ritari, og Leifur Guð- mundsson, Þöngulstaðahreppi, gjaldkeri. Fráfarandi formaður, Kristján Hjartarson frá Dalvik og Pétur Arason gáfu ekki kost á sér. Fréttaritari Lagið tekið yfir kaffibolla á aðalfundi norðlenzkra leikfélaga. Sölumaður deyr eftir Jón Óttar Ragarsson Eins og allir vita sem kynnst hafa íslenskum landbúnaði á hann við mörg og erfið vandamál að stríða og að eitt af þeim erfiðustu viðfangs eru skrif Agnars Guðnasonar. Hvernig mætti líka annað vera í atvinnuvegi sem framleiðir obbann af hollustuvörum landsmanna og vill því öllu framar vísa hollustunni til öndvegis. Fitukenningin í svargrein sinni reynir Agnar að skjóta sér undan ábyrgð á skrifum sínum í gegnum tíðina og ýta henni yfir Framleiðsluráð landbúnaðarins. En ef Agnar var ekki keyptur þræll voru þessi skrif að sjálf- sögðu hans eigin hugarverk. Ætti jafnskeleggur maður og hann að hafa manndóm til að axla ábyrgð- ina. Hjartasjúkdómar Agnar fullyrðir að allar rann- sóknir síðustu ára staðfesti þá skoðun að alltof mikið hafi verið gert úr tengslum fitu- og hjarta- sjúkdóma i mínum skrifum. Á hvaða plánetu hefur Agnar dvalist? Veit hann að einmitt á síðustu árum hefur hver rann- sóknin rekið aðra sem staðfestir og útvíkkar þessi tengsl? Ekki aðeins í vísindaritum, heldur líka í innlendum fjölmiðl- um, jafnvel á forsíðum dagblaða hafa nýjustu fregnir af þessum rannsóknum æpt á mann. Á tímum þegar íslendingar súpa nú daglega seyðið af þessum illskeytta faraldri verður að telj- ast mannleysi sem segir sex að þykjast hvorki hafa heyrt né séð. Auglýsingar í stað þess að fjalla undan- bragðalaust um kjarna málsins beinir Agnar nú spjótum í aðrar áttir og fer m.a. að tala um aug- lýsingar Mjólkurdagsnefndar. Það er rétt: Við mig átti að hafa samráð um hönnun þeirra en þar sem ég var á kafi í Tarkovskíhátíð hélt ég að sú hugmynd væri úr sögunni. Kvöldið fyrir fyrstu birtingu var loks haft samband og ég beð- inn um að lesa auglýsingarnar yfir sem skjótast. Taldi ég það auð- gert, en annað kom í ljós. Reyndist plaggið hin hrika- legasta hrákasmíð þar sem ekki var til umræðu að seinka birtingu gafst að sjálfsögðu aðeins ráðrúm til að leiðrétta verstu kórvillurn- ar. Það sem hleypti illu blóði í mig var að ég fékk ekki fullkomlega frjálsar hendur og fékk m.a. ekki að leiðrétta versta gallann sem á auglýsingunum var. Hann var sá að ógerningur var að skilja þær öðru vísi en svo að fullorðnir ættu að drekka mjólk í stað léttmjólkur og undanrennu eins og ráðlagt er. Tók starfsmaður auglýsinga- stofunnar skýrt fram að þessi stefna væri dagskipun frá Mjólk- urdagsnefnd. Undrar engan leng- ur eftir síðustu skrif Agnars um fituna. Agnar, sem sæti á í nefndinni, vissi auðvitað allt um málið. Vaknar sú spurning hvort hug- myndin að þessari dæmalausu blekkingu sé ekki líka frá honum komin. Bæklingar Snúum okkur nú að bæklingn- um. Agnar segir þá hafa verið tvo. í rauninni voru þeir þrir. Var sá þriðji skrifaður fyrir Mjólkur- dagsnefnd og kallaðist hann Kalk og beinþynning. Agnar gefur i skyn að ég hafi lofað að koma þessum bæklingum út fyrir búvörusýninguna sl. haust, en ekki staðið við nema að hluta. Sannleikurinn er annar. Að þessum tíma var líflegt verkfall í landinu og öll prentverk i lamasessi. Tókst með miklum harmkvælum að prenta 2 bækl- inga af 3 og var útgáfan því miður annars flokks. Um þann bækling sem Agnar og félagar hans fengu var hann ekki óánægðari en svo að hann kynnti hann persónulega á blaðamannafundi þegar nýja út- gáfan kom. Um bæklinga Framleiðsluráðs er það að segja að ofanritaður vinnur aukastörf af þessu tagi einkum á sumrum. Verða þeir því að sjálfsögðu gefnir út innan tíð- ar. Fjármál Agnar segir að ég hafi síðan farið fram á greiðslu fyrir „hég- óma“. Er mér ekki ljóst hvort hann á við auglýsingarnar eða bæklingana. Um auglýsingarnar er það að segja að ég var sérstak- lega beðinn að leiðrétta efni þeirra eftir á í samráði við starfsmann Hollustuverndar ríkisins. Varð ég við þeirri ósk. Það sem um var að ræða var að koma þessu hrófatildri á þann fræðilega grundvöll sem ég tel víst að meirihluti nefndarmanna hafi Dr. Jón Óttar Ragnarsson viljað frá upphafi. Ef einhverjir vilja fá nánari skýringu á málinu hljóta þeir að geta fengið eintak af frumútgáfu þessarar makalausu auglýsingaherferðar hjá Agnari og geta þá borið hana saman við auglýsingarnar í sinni endanlegu mynd. Sé ég nú ekki betur en hér sé líka kominn fram á sjónarsviðið heimildarmaður að Sandkorni i DV á dögunum. Ef svo er óska ég Agnari til hamingju með árangur- inn. Þetta kallast að grýta á loft ástralskri stríðskylfu og fá hana i hausinn aftur. Lokaorð íslenskur landbúnaður fram- leiðir obbann af hollustuvörum landsmanna og ætti því tvímæla- laust að setja hollustu og heil- brigði i öndvegi í málflutningi sín- um. Þetta gæti að vísu kostað að hann þyrfti að fá sér nýjan blaða- fulltrúa! Eða hvað? Og þó: Það er nú aldrei að vita hvað hann Agnar gæti lært. En hann þyrfti þá að fá tækifæri til að gefa sig að því. Gleðilegt sumar. Höfundur er matvKlafræðiagur og dósent rið Háskóla íslands. ♦ V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.