Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 60
KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 BTT NORT AilS SHiMUI ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 VERÐ f LAUSASÖLU 30 KR. Portúgalir: Kaupa saltfisk fyrir allt að 1.200 milljónir Verd í dollurum óbreytt frá fyrri samningi SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiöenda hefur undirritað samn- inga um sölu til Portúgals á allt að 14.500 lestum af saltfiski il afhend- ingar út þetta ár og fram á hið næsta. Verð er hið sama í dollurum og var í samningum, sem gerðir voru í vor og er verðmæti þessa samnings allt að 1.200 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Pálssonar, framkvæmda- stjóra SÍF, voru seldar 25.000 lest- ir af saltfiski í vor og þar af 16.000 lestir til Portúgals. Þessi nýi samningur er á bilinu 8.500 lestir til 14.500 lestir, þ.e.a.s. Portúgalir hafa þegar samþykkt að kaupa saltfisk á þessu bili, en það er komið undir aðstæðum framleið- enda hér heima, hve mikið verður afhent. Framleiðsla á óverkuðum saltfiski, þorski, var fram til 15. maí 30.500 lestir og er þar um 55% aukningu að ræða frá árinu 1984. Friðrik Pálsson var spurður, hvað valdið hefði svo mikilli aukn- ingu í framleiðslu á þessu ári mið- að við árið 1984. Hann kvað erfitt að gefa viðhlítandi skýringu á því, en mikill samdráttur í fyrra og léleg vertíð hefði sjálfsagt sitt að segja í þessari miklu aukningu og ýkti öll hlutföll. Undir Eyjafjöllum: Maðkur herjar á tún og úthaga Hohi, 2. júní. HÉR UNDIR Eyjafjöllutn herjar nú grasmaðkur á tún og úthaga. Heilu túnin og hagarnir eru á stuttum tíma orðin skjannahvít og eru lík- ur á að um verulegt tjón bænda geti orðið að ræða. Þegar þau skilyrði skapast að vetur er mildur og vorið þurrviðrasamt er ætíð hætta á að grasmaðkurinn komi fram og eyði grösum og rót- um túna. Síðast kom gras- maðkurinn hingað og gerði verulegt tjón fyrir 17 árum. Bændur reyna með mörgum ráðum að hefta framgang grasmaðksins, bera á túnin kjarna eða eiturefni, grafa rásir í kring og kveikja síðan í honum með hjálp steinolíu eða bensíns. Einnig reyna þeir að brenna grasið í kring og dreifa kúahlandi yfir grasmaðkinn. Fæst þessara ráða virðast duga. Fréttaritari Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda á eftir að semja um saltfisksölur við Spánverja, ítali og Grikki á síðari hluta þessa árs. Vegna samninganna við Portúgali er gert ráð fyrir nokkuð hröðum afskipunum. Aðalfundur SÍF verður haldinn á morgun, miðvikudag, á Hótel Sögu og lýkur honum á fimmtu- dag. Morgunbladið/Júlíus íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í gærkvöldi vináttuleik gegn bandarísku háskólaliði sem hér er í heimsókn, liði Brown-háskólans í Boston, og sigruðu íslensku stúlkurnar 6:0 á Smárahvammsvelli í Kópavogi. Erla Rafnsdóttir úr Breiðabliki skoraði tvö marka landsliðsins í gær — hér er annað þeirra að verða til. Erla (númer 15) hefur skallað knöttinn og hann stefnir í mark. Alþýðusamband íslands: Vill vísitölubindingu og 15 daga uppsagnarfrest — óaðgengilegar hugmyndir segir framkvæmdastjóri VSÍ „Ég lít ekki á þetta sem beint gagntilboð, því það eru engar tölur um beinar kauphækkanir í hugmyndum ASÍ. Hins vegar kemur fram krafa um sjálfvirka vísitölu, þ.e. sjálfvirkar kauphækkanir miðað við ákveðnar forsendur. Jafn- framt er farið fram á styttingu samningstímans, en eitt að megin atriðunum í tilboði Vinnuveitendasambandsins var hugmyndin um lengri samningstíma. I>essar hugmyndir eru óaðgengilegar, og við verðum því að finna einhverjar aðrar lausnir á þessum vanda,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, þegar blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir áliti hans á hugmyndum ASÍ er lagðar voru fram á viðræðufundi aðilanna í gær. ASÍ leggur til að samningstíminn verði frá 1. júní 1985 til 31. ágúst 1986. Fari vísitala framfærslu- kostnaðar yfir ákveðið mark, þá hækki laun í hlutfalli við þá hækk- un 1. september og 1. desember á þessu ári og 1. marz og 1. júní á næsta ári. Ennfremur leggur ASÍ til að kauplagsnefnd reikni á tveggja til þriggja mánaða fresti út kaupmátt kauptaxta og reynist hann lægri en á fjórða ársfjórðungi 1983 skulu samningar uppsegjan- legir með 15 daga fyrirvara. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, sagði að hugmyndirnar væru tilraun til að setja trausta viðmiðun í kauptryggingu: „Eins og flestir muna þá var nokkur ágreiningur um það á formannafundi ASÍ, fyrir hálfum mánuði, hvort það væri yf- irleitt einhver tilgangur í því að eiga frekari orðastað við atvinnu- rekendur nú í vor eða hvort fresta ætti viðræðum til haustsins." í tillögum ASÍ er lögð áhersla á að hafður verði hemill á verðhækk- unum og lagt er til að leitað verði samninga við ríkisvaldið um að það tryggi að gengi haldist innan ákveðinna marka, verð opinberrar þjónustu og búvöru einnig, jafn- framt því sem vextir verða lækkað- ir og raunvextir verði ekki hærri en 3%. Þá eru einnig ákvæði um rétt foreldra til launa í veikindum barna, innheimtu sjúkra- og orlofssjóða og um lífeyrismál, en þar er gert ráð fyrir að iðngjöld verði greidd af öllum launum. Magnús Gunnarsson lagði áherslu á aðeins væri verið að tala um sameiginleg samningsatriði landssambanda ÁSÍ: „í viðræðun- um í dag kom fram sameiginleg ósk um sérstakar viðræður við lands- samböndin, þar sem þau gætu lagt fram sérkröfur. Til þess að flýta umfjölluninni um þessi mál buðum við upp á viöræður strax á morgun, þriðjudag, og hefjast þær klukkan 14.00,“ sagði Magnús Gunnarsson að lokum. Það verða fulltrúar vöru- bifreiðastjóra og byggingarmanna er ríða á vaðið. Framkvæmdastjórn VSÍ kemur saman í hádeginu til að ræða tillög- ur ASÍ. Stjórnarandstæðingar andvígir söluskattshækkun: „Þeir vilja ganga tvöfalt lengra í skattheimtu en skynsamlegt eru — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarandstöðuna í húsnæðismálum FRUMVARP vegna ráðstafana til fjáröflunar fyrir húsnæðislánakerfið mun að öllum líkindum líta dagsins Ijós á morgun eða hinn, samkvæmt því sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra upplýsti blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Þar er gert ráð fyrir að afla á 18 mánaða tímabili eins milljarðs króna með hækkun söluskatts, hækkun eignaskatts og hækkun á áfengi og tóbaki. „Það hefur náðst samstaða í ýmsum efnum, en það er verulegur ágreiningur í öðrum," sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær. „Meginástæð- an fyrir því að ekki varð sam- komulag við stjórnarandstöðuna er sú, að þeir vilja ganga því sem næst tvöfalt lengra í skattheimtu en við teljum skynsamlegt við þessar aðstæður, og þeir vilja 100% hækkun á eignaskatti fyrir- tækja, sem við getum ekki sam- þykkt og þeir hafa hafnað sölu- skattshækkuninni," sagði Þor- steinn jafnframt. „Við náðum samkomulagi um sum atriði við stjórnarandstöðuna, en önnur ekki," sagði forsætis- ráðherra. Hann sagði að samkomulagið væri fyrst og fremst í þá veru að afla bæri tekna innanlands, en ekki með erlendum lánum. Samkomulag væru um eignaskattsviðaukann, þó að stjórnarliðar vildu ekki ganga jafnlangt og stjórnarandstaða hvað varðar eignaskattsviðauka á fyrirtæki. Ekki hefði náðst sam- komulag um að hækka söluskatt um eitt prósentustig. Þá væru aðil- ar sammála um að útvega þyrfti einn milljarð á næstu 18 mánuðum til húsnæðislánakerfisins. Forsætisráðherra sagði jafn- framt: „Það er samkomulag um að setja upp milliþinganefnd, sem á að endurskoða allt húsnæðiskerfið. Stjórnarandstaðan fær aðild að þeirri nefnd." Forsætisráðherra sagðist telja að viðræðurnar og samráðið við stjórnarandstöðuna í þessu máli hefði vissulega verið af hinu góða. Þó sagðist hann ekki hafa trú á að stjórnarandstaðan myndi styðja þær ráðstafanir sem ákveðnar yrðu, og sagði höfuð- ástæðu þess vera andstöðu stjórn- arandstöðunnar við söluskatts- hækkunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.