Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNl 1985 39 söngkennslu og var kirkjuorgan- isti á Hvanneyri frá 1956. Auk skýrslna verkfæranefndar og síðar bútæknideildar skrifaði hann fjölda greina um bútækni- mál, flutti erindi í útvarp, á ráðu- nautafundum og bændafundum, safnaði efni ásamt öðrum í Rit- gerðatal, sem Bændaskólinn á Hvanneyri gaf út 1967 og var í ritnefnd Búnaðarblaðsins 1962-1969. Ólafur var meðalmaður vexti, viðmótsþýður og prúður í fram- göngu. Hann bar mjög elskulegt svipmót foreldra sinna og var hvers manns hugljúfi. Hann lagði sig allan fram í störfum sínum og gaf samstarfsmönnum sínum gott fordæmi um vinnusemi og vand- virkni. Ólafur lifði hamingjuríku lífi, fyrst í föðurgarði, síðar með sinni ágætu konu, Sigurborgu Ágústu, en þau eignuðust fimm börn, sem öll eru uppkomin. Þau áttu barna- láni að fagna. Meðal samstarfsmanna og vina Ólafs ríkir nú djúpur söknuður og þungur harmur er kveðinn að eig- inkonu hans og börnum og föður hans Guðmundi, fyrrverandi skólastjóra. Haraldur Árnason Jón Ólafur, elsti sonur Ragn- hildar og Guðmundar á Hvann- eyri, er horfinn úr okkar veröld — ekki sextugur. Þessi síungi frændi minn vann íslenskum landbúnaði og sveitum alla ævi. Að fenginni staðgóðri búfræði- menntun heima og erlendis, varð hann brautryðjandi í prófun bú- véla, fyrst á vegum verkfæra- nefndar og síðar framkvæmda- stjóri bútæknideildar RALA á Hvanneyri. Ólafur kenndi sín fræði bæði í Bændaskólanum og búvísinda- deild á Hvanneyri, nálega þrjá áratugi. Söngur og tónar voru hin hlið ólafs. Hann æfði og stjórnaði söng bæði í skóla og kirkju á Hvanneyri. Árið 1952 kvæntist ólafur Sig- urborgu Á. Jónsdóttur frá Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi. Eignuðust þau fimm börn. Árin 1965—1968 nutum við fjór- ir félagar úr „Öndvegisdeildinni" leiðsagnar og undirleiks Ólafs í söng. Voru þá stundirnar fljótar að líða, að degi eða kvöldi, í kirkj- unni, í kennslustofu eða á heimili Boggu og ólafs. Nú, nær tuttugu árum síðar, er ómur þessa söngs ljúf minning, en við félagarnir fjórir finnum nú vel hve þessar stundir hafa verið stolnar frá fjöl- skyldunni. En við vorum ungir þá, um tvftugt, og áttum nær allan heiminn og allt liðsinni veitt með bros á vör og hlýju i auga. Einnig áttu nokkrir „öndvegisdeildung- ar“ samleið með Boggu í samneyti við hesta, þessi gömlu góðu skóla- ár. Einn okkar félaga hefur síðan verið náinn samverkamaður ólafs við bútæknideld í rúman áratug. Fyrir hönd okkar sem í gamni og alvöru tókum okkur nafnið „Óndvegisdeild" flyt ég þakkir og samúðarkveðjur til fjölskyldunnar á Báreksstöðum. Okkar leiðir hafa ekki oft legið saman, þar til nú hin síðustu ár, er við höfum átt töluvert samstarf allt til lokadags. Þrátt fyrir mikl- ar annir í starfi virtust tónarnir ávallt ofarlega í huga ólafs. í vetur ræddum við eitt sinn um að skemmtilegt, já, jafnvel nauð- synlegt væri að halda ættarmót niðja Ingibjargar og Jóns á Torfa- læk. Synd væri að eiga hóp af nánu skyld- og venslafólki án þess að þekkja það. Á myndbandaöld værum við allt of upptekin til að rækja frændsemi við okkar nán- ustu. í dag hittumst við mörg úr frændliðinu, drúpum höfði við opna moldu og kveðjum Jón ólaf, elsta barnabarn Ingibjargar og Jóns á Torfalæk, hinsta sinni. Frændi sæll er horfinn, hógvær og ' hlýr í fasi, veitti birtu allt sitt líf. Við á Torfalæk vottum þér, Sig- urborg, börnum þínum, barna- börnum og tengdaföður, dýpstu samúð á lokastund. Jóhannes Torfason Það hvíldi mikil sorg yfir kirkjugestum í Hvanneyrarkirkju, sem voru þar við fermingarguðs- þjónustu síðastliðinn hvítasunnu- dag, þegar presturinn tilkynnti þá sorgarfregn, að vinur okkar og organisti kirkjukórsins, Ólafur Guðmundsson, hefði látist þá um morguninn. Við vissum raunar, að hann var mikið veikur, en svona fljótt bjóst enginn við að kallið kæmi. Hugurinn leitar ósjálfrátt mörg ár aftur í tímann. Við Óli, eins og við kölluðum hann venjulega, höfum verið ná- grannar alla tíð, síðan við vorum Iítið börn, að undanskildum árun- um, sem hann var við nám. Það bar strax á tónlistargáfu hans, þegar við vorum í barna- skóla. Tónlistin virtist hafa verið meðfædd, og þar sem hann ólst upp á slíku menningarheimili, sem Hvanneyri var og er, hafði hann góða aðstöðu til að þjálfa þessa gáfu. Seinna þegar hann fór til náms í Reykjavík fór hann jafnframt öðru námi í tónlistarskólann. Þegar hann flutti heimili sitt aftur að Hvanneyri eftir sína skólagöngu 1955 tók hann strax við stjórn kirkjukórs Hvanneyr- arkirkju, sem hafði verið stofnað- ur nokkrum árum áður, og stjórn- aði honum alla tíð siðan, eða í 30 ár. ólafur var sérstaklega ljúfur og elskulegur félagi. Ég, sem þessar línur skrifa, er búin að vera í kirkjukórnum síðan hann var stofnaður, og er því búin að starfa mikið með honum i sambandi við sönginn. Aldrei man ég eftir að hann hafi sagt styggðaryrði við okkur kórfé- lagana, þó það hafi eflaust oft ver- ið ástæða til þess. Hann lempaði allt áfram með góðvildinni og lip- urðinni. Samviskusemi og prúð- mennska voru hans aðalsmerki. Hans skarð verður vandfyllt. Ég vil fyrir hönd kórfélaga þakka Ólafi frábæra stjórn og vináttu alla tíð. Sömuleiðis þökkum við hjónin órofa tryggð og ánægjulegt sam- starf liðinna ára. Við kórfélagarnir sendum eftir- lifandi eiginkonu, börnum, öldruð- um föður og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðju. Blessuð sé minning góðs manns. Kristín Pétursdóttir Skín á himni skír og fagur hinn skæri hvítasunnudagur. (Sb. nr. 171, V. Briem.) Síðastliðinn hvítasunnudagur rann svo sannarlega skír og fagur er söfnuður Hvanneyrarkirkju bjó sig til fermingarhátíðar í kirkju sinni. Fæsta þeirra grunaði að þar yrði þeim borin sú harmafregn að organisti kirkjunnar og náinn samverkamaður þorra kirkju- gesta, Ólafur Guðmundsson, hefði andast þá um morguninn. Hvítasunnudagurinn, ferming- arhátíðin, hafði fengið á sig trega- blandinn blæ. Horfinn á braut, á vit nýrra heima, var einn ástsæl- asti heimilismaður þessa litla sveitarsamfélags, eftir stutta en stranga sjúkdómsgöngu. Jón Ólafur Guðmundsson fædd- ist að Hvanneyri þann 10. nóv- ember 1927, elsta barn foreldra sinna, þeirra Ragnhildar Ólafs- dóttur og Guðmundar Jónssonar fyrrum skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Á Hvanneyri sleit hann barnskónum og ólst upp í glaðværum ungmennahópi á mannmörgum skólastað. Bernskuheimilið var mitt í hringiðu skólalífsins og mótaðist af eljusemi föður hans og hlýju og smekkvísi Ragnhildar móður hans. Margt i lyndiseinkunn hans, svo sem sérstök trúmennska, hug- ulsemi og elja, hefur án efa mótast og þroskast fyrir áhrif þessara þátta í umhverfi hans á uppvaxt- arárunum. Hugur ólafs hneigðist að land- búnaði og þeim viðfangsefnum sem hin nýja öld tækninnar gæti skilað í samfélagi sveitanna. Hann settist í Bændaskólann á Hvann- eyri þegar hann hafði aldur til og lauk þaðan búfræðiprófi. Hann hélt til frekara náms og lauk stúd- entsprófi 1949 og síðan kandi- datsprófi frá Hvanneyri árið 1951. Hélt síðan utan til framhalds- náms í bútækni. Þegar heim kom settist hann að á Hvanneyri og hóf brautryðj- endastarf við skipulegar búvéla- prófanir. Allt frá upphafi hefur starfsvettvangur hans verið að Hvanneyri og þar liggur allt hans æviverk. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir um tuttugu árum þegar ég dvaldi sem nemandi við bændaskólann um þriggja ára skeið. Þá sem jafn- an, meðan hans naut við, kenndi hann við skólann ýmsar náms- greinar er að bútækni lutu. Frá þeim tíma stendur hann mér fyrir hugskotssjónum sem þægilegur og mildur kennari og hæfileikar hans nutu sin best þegar hann leið- beindi í litlum hópi og náði per- sónulega til hvers og eins. Ég var ekki í hópi þeirra nem- enda sem fékk að njóta leiðsagnar ólafs utan kennslustunda og kynntist því ekki nema i litlum mæli þeim hæfileikum hans sem í hugum svo margra Hvanneyringa gerðu hann ógleymanlegan. Þá kynntist ég ekki tónlistarmann- inum Ólafi Guðmundssyni. Tíu árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman, er ég tók við skóla- stjórn Bændaskólans á Hvann- eyri. Þá urðum við nánir sam- starfsmenn bæði vegna starfa sem tengdu saman dagleg viðfangsefni og ekki síður vegna verkefna er tengdust hjartfólgnasta viðfangs- efni hans, tónlistinni. Hann hlaut í vöggugjöf þá náð- argáfu að skynja undraheima tóna og tónlistar betur en flestir aðrir og hann unni tónlistinni og var alla tíð skapandi listamaður á því sviði. Umhverfi hans allt naut í ríkum mæli ávaxta þessara hæfi- leika hans, því allt frá frum- bernsku til dauðadags var hann hin leiðandi hönd og styrka stoð alls tónlistarlífs á Hvanneyri og vítt um Borgarfjarðarhérað. Bændaskólinn á Hvanneyri og nemendur hans um áratuga skeið standa í mikilli þakkarskuld við ólaf fyrir trúmennsku hans og fórnfýsi varðandi sönglíf í skólan- um og þann hug sem hann bar til félagsstarfs nemenda. Ávallt var hann reiðubúinn á haustin að tak- ast á hendur að æfa upp skólakór- inn, styðja nemendur oft fyrstu sporin á vit unaðssemda tónlistar- innar og gefa þeim þannig kost á að kynnast nýjum menningarverð- mætum og tengjast vináttubönd- um. Verkefni af þessu tagi skila ekki daglaunum að kveldi og ekki skapa þau frama utan einlæga vináttu og virðing sem ei bliknar þó annað í minningum skólaár- anna fölni. Þannig var um öll verkefni Ólafs að hann ávann sér virðing og traust samferðamann- anna. Eitt kærasta verkefni ólafs á sviði tónlistarlífs hér á stað hygg ég að hafi verið organistastarfið og kórstjórn kirkjukórs Hvann- eyrarkirkju. Hann annaðist það starf um þriggja áratuga skeið og sýndi því einstaka trúmennsku og alúð. Safnaðarlíf í litlum sveitasöfn- uði er í raun svo nátengt kórstarf- inu að þar má vart greina á milli. Öflugur kirkjukór er sú nauðsyn- lega kjölfesta sem safnaðarstarfið byggir á. Þetta skildi ólafur manna best og lagði metnað sinn í að kórinn væri ævinlega viðbúinn að gegna þeim verkefnum sem upp kynnu að koma. Sjálfur var hann óþreytandi að efla og glæða kór- starfið með viðfangsefnum utan við hin hefðbundnu verkefni. Slíkt auðgaði safnaðarlífið og tengsl kirkjunnar við söfnuð sinn. Má með sanni segja að hann hafi verið lífæð allrar tólistarmenningar hér um slóðir og ávann hann sér virð- ing og þökk allra þeira sem nutu hæfileika hans og krafta. Ólafur átti ávallt annasaman starfsdag sem forsvarsmaður þýð- ingarmikils hlekks I íslenskri leiðbeiningarþjónustu. En hann átti oft og iðulega langan starfs- dag fyrir höndum þegar hinum reglubundna vinnudegi lauk. Þá tóku við hin margvíslegu verkefni á sviði tónlistarinnar og félags- mála. Þó vinnuálagið væri mikið var hann ætíð reiðubúinn til hjálpar og vék sér aldrei undan þegar átaka var þörf. Þannig var hann trúr þeim verkefnum sem honum voru fengin í hendur og jafnframt því fólki sem hann var að leið- beina. Þrátt fyrir erilsöm og krefjandi störf, bæði á faglegum og félags- legum vettvangi, gaf Ólafur sér tíma fyrir fjölskyldu sína og einkalíf. Eftirlifandi konu sinni, Sigurborgu Ágústu Jónsdóttur frá Gestsstöðum í Strandasýslu, kynntist hann hér á Hvanneyri og hafa þau búið hér allan sinn hjú- skap. Sigurborg er löngu kunn fyrir framlag sitt til ræktunar íslenska hrossastofnsins og þau Ólafur voru samhent í búskapnum og nutu þess bæði að hirða búfé og erja jörðina. Ólafur og Sigurborg áttu barnaláni að fagna. Þau eign- uðust fimm börn sem nú eru öll uppkomin. Synir þeirra eru tveir, Jón og Guðmundur, og dæturnar þrjár, Ragnhildur Hrönn, Guð- björg og Sigríður Ólöf. Við hið skyndilega fráfall ólafs Guðmundssonar setur menn hljóða. Minningar um liðnar sam- verustundir leita á hugann. Hvarvetna má sjá sporin hans og miklu dagsverki er lokið. Nú er hann kvaddur hinstu kveðju og lagður í faðm móður jarðar. Með Ólafi Guðmundssyni er genginn eitt traustasti máttar- stólpi Hvanneyrarstaðar. Hann unni staðnum og allri starfsemi sem þar fór fram. Hann tók virk- an þátt í uppbyggingu hans, bæði sem fagmaður og heimilismaður. I samfélagið á Hvanneyri hefur ver- ið höggvið óbætanlegt skarð. Bændaskólinn flytur á kveðju- stund alúðarþakkir fyrir áratuga fórnfúst starf í þágu skólans og sendir áátvimim hins látna sam- úðarkveðjur. Víðsvegar um landið kveðja nemendur bændaskólans kæran vin í hljóðri þökk og senda ástvin- um og fjölskyldu samúðarkveðjur. Sérstaka kveðju senda þeir öldn- um föður hans, Guðmundi Jóns- syni, og biðja honum Guðs bless- unar á sorgarstund. Söfnuður Hvanneyrarkirkju kveður með sárum söknuði einn sinna bestu bræðra og vottar eig- inkonu, börnum og ástvinum öll- um dýpstu samúð og biður góðan Guð að veita þeim huggun og styrk. Blessuð sé minning hans. Magnús B. Jónsson, Hvanneyri. Fyrir réttum mánuði kom ég inn á skrifstofu Jóns ólafs Guð- mundssonar einhverra erinda. Þá sagði hann mér að hann ætti að leggjast inn á spitala næsta dag til rannsóknar. Hann taldi að hann yrði tæpast lengur en einn til tvo daga á sjúkrahúsinu. Þetta kom mér ekki á óvart því ég vissi að hann hafði kennt lasleika, sem hann taldi eftirköst inflúensu. Ég kvaddi Ólaf lauslega og grunaði síst að þetta væri okkar síðasti fundur. Þessi kveðja var lok þrjá- tíu ára samstarfs okkar á Hvann- eyri. Samstarfið var stundum náið en venjulega unnum við þó að mis- munandi verkefnum. Guðmundur heitinn Jóhannes- son, sem um langt árabil var ráðs- maður á Hvanneyri, hafði ólaf í vinnu á unglingsárum hans. Á þeim árum fór verulegur hluti af heyskapnum á Hvanneyri fram á engjunum sem liggja meðfram Hvítá. Engjarnar eru að hluta til blautar og í rigningartíð var þar umbrotafæri. Þetta fór að sjálf- sögðu illa með verkfæri, hesta og síðar dráttarvélar. Guðmundur sagðist iðulega hafa sett Ólaf til starfa þar sem færðin um engj- arnar var verst, vegna þess að honum var manna best treystandi til að komast um án þess að brjóta tæki. Ólafur fór hægt en var iðinn og hafði vökul augu með bleytu- pyttum sem á vegi hans urðu, mat aðstæður rétt og hafði tilfinningu fyrir hvað mátti bjóða hestum, vélum og verkfærum. Með þessu verklagi afkastaði ólafur ótrúlega miklu. Betur get ég ekki lýst störf- um Ólafs eins og þau hafa alltaf verið. En til viðbótar má geta þess að Ólafur var samt þéttur fyrir á sinn kyrrláta hátt og lét engan beygja sig. Þessir eiginleikar Ólafs nýttust vel þegar hann hóf störf sem yfirmaður bútækni- rannsókna á Hvanneyri árið 1954. Ólafur Guðmundsson var sí- starfandi dugnaðarmaður. Störf hans skiptust aðallega í þrennt. í fyrsta lagi var hann fram- kvæmdastjóri verkfæranefndar ríkisins 1954—1966 og síðan bú- tæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá 1966 til dauða- dags. í öðru lagi vann hann heim- ili sínu vel. Hann og kona hans, Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, komu upp fimm mannvænlegum börnum. Einnig aðstoðaði Ólafur konu sína við rekstur á lands- þekktu hrossabúi á Báreksstöðum. c _. { þriðja lagi lét hann tónlistarmál mjög til sín taka. Á Hvanneyri stjórnaði hann um áratuga skeið ágætum kirkjukór Hvanneyrar- sóknar og kór Bændaskólans á Hvanneyri. Auk þess kenndi hann hljóðfæraleik við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og var um skeið skólastjóri skólans. Það eru áreið- anlega margir, ungir og gamlir, sem geta þakkað Ólafi það að þeir hafa lært að njóta tónlistar. Frá því að Olafur hóf störf hef- ur verkfæranefnd ríkisins og bú- tæknideild gefið út 530 skýrslur um prófanir á ýmsum vélum og verkfærum. Einnig hafa 70 verk- færi verið reynd en ekki hafa verið t _ gefnar út skýrslur um niðurstöður rannsóknanna. í flestum tilfellum er það vegna þess að bútæknideild hefur ekki talið verkfærin henta islenskum aðstæðum og umboðs- menn verkfæranna hafa hlýtt þeim dómi og hætt við að setja þau á íslenskan markað. Þetta sýnir betur en annað að menn hafa borið traust til ólafs og hans manna. Á þeim rösku þrjátíu árum sem Ólafur Guðmundsson starfaði sem yfirmaður bútæknirannsókna á ^ Hvanneyri hefur fjöldi manna starfað hjá honum eða með honum á einn eða annan hátt. Ég þori að gerast sjálfskipaður talsmaður þeirra og þakka fyrir hönd okkar allra samveruna og viðkynning- una við þennan prúða og list- fengna mann. Um leið vottum við Sigurborgu konu hans, Guðmundi föður hans, börnum hans, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu hlut- tekningu. Við þökkum 01a.fi sam- fylgdina. Magnús Óskarsson Á gullbjörtum sumardegi 1945 lágu leiðir okkar Ólafs Guð- mundssonar saman á tröppum Menntaskólans í Reykjavík. Framundan áttum við fjögur björt og litrík ár við þann skóla. Þessi hlédrægi sveinn frá Hvanneyri vakti fljótlega athygli okkar skólasystkina fyrir tónlistar- áhuga. Leik Ólafs á píanó og þá einkum dragspil fylgdi sólskin og okkur hlýnaði um hjartarætur i návist hans. Vinafagnaður án Ólafs var óhugsandi. Þetta lýsir nokkuð þessum ljúflingi, sem allt- af dró fram hljóðfæri, þegar eftir var leitað og mér kenndi hann að "njóta unaðsstunda með Mozart og Fats Waller. Þegar ólafur fer af þessum heimi þagna þeir tónar sem mér eru ljúfir frá æskudögum í Menntaskólanum í Reykjavík. Að baki Ólafs Guðmundssonar stóðu sterkar ættir, en foreldrar hans eru Guðmundur Jónsson fyrru*n skólastjóri að Hvanneyri og kona hans Ragnhildur ólafs- dóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. ólafur undi æsku sinni og síðar starfsævi í Borgarfirði. Hann spratt upp úr menningar- heim Hvanneyrarskóla og bar með sér merki þess heimilis hvar sem leiðir hans lágu. Á vordögum að skólastarfi liðnu í Menntaskóla fékk ég nokkru sinnum að njóta heima hans. Okkur skólasystkinum er einnig minnisstæð stund að Hvanneyri í svonefndri fimmtabekkjarferð. Ég hygg að tónlistargyðjan hafi Sjá nánar á bls. 46 ■*-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.