Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Jón Ólafur Guð- mundsson — Minning lengst af átt hug ólafs, en í þá tíð var sennilega óráðlegt að bindast henni um of, svo ólafur kaus sér starf sem tengdist bóndanum og Borgarfirði. Að stúdentsprófi loknu 1949 skildu leiðir okkar en vinátta hef- ur haldist okkar á millum alla tíð, þó mislangt hafi verið milli funda. Hér við leiðarlok vil ég kveðja félaga frá æskudögum í Mennta- skóla með fáeinum vinarorðum. Við óvænta andlátsfregn Ólafs Guðmundssonar virtist mér sumarið skyndilega á brott með fuglasöng sínum og sólskini. Giginkonu ólafs, Sigurborgu, börnum, föður og öðrum ættingj- um viljum við hjón votta innilega samúð í hörmum þeirra og kveð- jum með trega góðan dreng. Manfreð Vilhjálmsson ólafur Guðmundsson á Hvann- eyri er horfinn sjónum okkar, óvænt og alltof snemma. Þeim sem þekktu hann fannst hann hlyti alltaf að vera á sínum stað, alltaf tiltækur, þegar á þurfti að halda, alltaf starfandi af alúð að því sem honum var trúað fyrir, alltaf fjalltraustur og ábyrgur í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, hógvær og jafnvel hlédrægur í fjölmenni, en hjartanlega glaður og kíminn í góðra vina hópi. Þannig voru kynni mín af ólafi. Hann fór ekki með háreysti um sali, en skilaði undra drjúgu og farsælu ævistarfi. ólafur bar hitann og þungann af því vandaverki um áratuga skeið að prófa vélar og tæki, sem til landsins komu. Þau störf vann hann af slíkri vandvirkni og ná- kvæmni, að hann hafði traust all- ra innflytjenda búvéla og allra bænda landsins um leið. Vélar sem ekki höfðu verið prófaðar hjá verkfæradeild og síðar hjá bú- tæknideild voru ekki söluvara. Skýrslur, sem voru gefnar út um vélar sem prófaðar höfðu verið, lásu bændur með áhuga og athygli og treystu því sem þar var sagt. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUÐNI BRYNJÓLFSSON, Tjarnargötu 6, Kaflavík, andaöist 31. maí. Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir, María Guönadóttir, Sölvi Guönaaon, Ingimar Guönaaon. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HERSTEINN MAGNÚSSON, Birkigrund 21, Kópavogi, varö bráðkvaddur á heimili sínu aö kvöldi 1. júní. Sigriöur Skúladóttir, Herdfa og Áalaug Herateinadaatur. t Hjartkær eiginkona min, dóttir, móöir, tengdamóöir og amma, HELGA KOLBEINSDÓTTIR frá Kollafirói, Miklubraut 60, sem lést i Borgarspítalanum 28. maí, verður jarösungin frá Foss- vogskirkju þriöjudaginn 4. júní kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Guömundur Tryggvaaon, Guórún Jóhannadóttir, Guórún Guómundadóttir, Þórir Kriatmundaaon, Tryggvi Guömundaaon, Steinunn Guömundadóttir, Sveinbjörn Jóhanneaaon, Kriatín Guömundadóttir, Gfali Viggóaaon, Kolbeinn Guömundaaon, Árný V. Ingólfadóttir og barnabörn. L .6 osteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 8 S.HELGASON HF STEINSMKUA SK£MMIA€<3I 48 SlMI 76677 Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. a S.HELGASON HF 76677 Þar var á engan hallað. Öllum ein- kennum var lýst, afköst voru mæld, kostir og gallar tíundaðir, og ef tækið var ekki talið henta, var greint frá því eins og sjálf- sögðum hlut. Mig furðaði oft á því, hve miklu Ólafur kom í verk. Það var eins og það gerðist af sjálfu sér, fyrir- hafnarlaust. Þegar hann var í ritnefnd Bún- aðarblaðsins með mér, skilaði hann alltaf öllu efni, texta, mynd- um og teikningum, á réttum tíma. Þegar hann var í tilraunaráði hafði hann öll mál á sínu sviði tilbúin fyrir fundi. Þegar véla- prófunum lauk, komu út um þær skýrslur á tilsettum tíma. Þetta voru allt sjálfsagðir hlutir frá sjónarmiði Olafs. En þessi atriði segja líka mikla sögu um mann- inn. ólafur var svo farsællega gerður, að allt sem hann tók að sér virtist leika í höndunum á honum og verða honum áreynslulaust og ánægjulegt viðfangsefni. Trúmennska, samviskusemi og dugnaður einkenndu öll störf Ólafs, og prúðmennska og drengskapur allt fas hans og framkomu. Það var gott að eiga ólaf Guð- mundsson að samferðamanni. Ég votta öllum aðstandendum Ólafs samúð mína. Stefán Aðalsteinsson Sunnudaginn 26. maí spurðist sú harmafregn að Jón ólafur Guð- mundsson hefði látist þá um morguninn. Enda þótt það hefði ekki farið fram hja mér að veik- indi Ólafs væru alvarleg kom fréttin eins og reiðarslag. Að kvöldi miðvikudgsins 22. maí, heimsótti ég hann í sjúkrahúsið á Akranesi. Mér fannst Ólafur þá mjög hress. Það var ekki hægt að sjá að hann væri helsjúkur. Ég man að hann tjáði mér að hann yrði settur í lyfjameðferð ein- hvern næstu daga og mér fannst eins og glettni brygði fyrir í svipn- um. Ég hafði orð á því við konu mína á eftir, að ég héldi að veik- indi ólafs væru ekki eins alvarleg og heyrst hefði. Ég held að það hafi verið meðfæddir hæfileikar Ólafs að líta björtum augum á framtíðina en ekki skortur minn á dómgreind sem villti mér sýn. Ólafur ólst upp og starfaði á Hvanneyri þegar frá eru talin námsárin í menntaskóla og 2ja ára framhaldsnám við sænska Landbúnaðarháskólann. Víðtæk störf Ólafs verða ekki rakin hér, en störf hans í þágu Bændaskól- ans voru mikil. Hann kenndi véla- og verkfærafræði, bæði í bænda- deild og búvísindadeild og fórst það vel úr hendi. Mestu störf ólafs í þágu Bændaskólans á Hvanneyri voru hins vegar kennsla í söng, en hann stjórnaði Hvanneyrarkórn- um í þrjá áratugi. Slík störf eru ekki greidd eftir mælingu með skeiðklukku, né heldur þökkuð sem skyldi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var slitið 14. maí sl. fundum við fyrir því að Ólafur var fjarri. Það hefur verið venja að syngja við hátíðlegar athafnir, og þá alltaf reiknað með því sem sjálfsögðu að Ólafur stjórnaði. Það að stjórna söng og þjálfa kór er fólgið í því að hjálpa öðrum til að láta í sér heyra á frambæri- legan hátt. Ekkert lýsir betur störfum og stíl Ólafs. Fyrir hönd Bændaskólans á Hvanneyri þakka ég öll störf í þágu hans, jafnframt því sem ég vil þakka fyrir persónuleg kynni og vináttu. Ég sendi eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, föð- ur og öðru venslafólki mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sveinn Hallgrímsson Það eru gömul og ný sannindi að minningin lifir þótt maðurinn hverfi. Þannig lifir minningin um Ólaf Guðmundsson þótt hann sé nú horfinn af sjónarsviðinu. Hér verður ekki rakinn starfs- eða æviferill hans, heldur reynt að bregða upp nokkrum myndumn sem leita á hugann þegar leiðir skilja. Ein skýrasta minning mín um Ólaf er sú að dóttur hans ungri þótti afgreiðslumenn í Bóksölu nemenda á Hvanneyri óárenni- legir er hún ætlaði að versla þar og hvarf hún frá án þess að bera upp erindið. Ekki var hún lengi í burtu því von bráðar kom hún með pabba sér til halds og trausts, og mikið ósköp lá það í augum uppi þegar litið var á svipinn á þeirri stuttu að svona pabba var gott að eiga. Þá minnist ég Ólafs sem kenn- ara, fyrirlesara og rannsókna- manns. Það sópaði ekki af honum sem kennara en hann var rökvís og honum var lagið að greina aðal- atriði hvers máls. Sá eiginleiki kom sér vel í starfi hans hjá Bú- tæknideild, því að í nýjungaflóði síðustu ára hefur á það reynt að greina kjarnann frá hisminu. Þá minnist ég Ólafs sem tón- listarmanns, stjórnanda kirkju- kórs, organista og síðast en ekki síst stjórnanda kórs Bændaskól- ans á Hvanneyri. Við þá kórstjórn var margs að gæta, hæfileikar kórfélaga voru misjafnir og reynslan oftast lítil. Þó var reynt að gera svo miklar kröfur sem sanngjarnt þótti og tókst ólafi með ágætum að laða fram það besta hjá hverjum einstaklingi og hverjum hóp. Én stjórn skólakórs- ins var ekki það eina sem leitað var til Ólafs í sambandi við tónlist vegna Bændaskólans. Við mörg tækifæri þurfti undirleik og það var alltaf sjálfsagt að leita til hans, stundum dettur mér í hug hvort það hafi ekki verið of sjálf- sagt því á köflum hlýtur það að hafa bitnað á fjölskyldunni. En Ólafur var þannig gerður að hann vildi hvers manns vandræði leysa og hlífði sér aldrei, til slíkra er gott að leita. Þessi ósérhlífni ólafs, ásamt sérstakri ljúfmennsku og jákvæðu lífsviðhorfi i hvívetna, gerði hann að einum af þeim traustu horn- steinum sem starfsemin á Hvann- eyri hefur byggst á. Fyrir allt það starf, unnið í vinnutíma og frí- tíma, vil ég fyrir hönd Nemenda- sambands Búvisindadeildarinnar á Hvanneyri, færa innilegar þakk- ir. Föður hans, eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, svo og öðrum ættingjum og vinum færi ég innilegar samúðarkveðjur. F.h. Nemendasamband.s Bú- vísindadeildar, Þórður Sveinsson t Frændi minn. lóst 2. júni sl. INGIBERGUR PÁLSSON (BERGUR), síöaat til heimilis é Rauðarérstfg 40, Björgvin Ólalsson. t Stjúpfaöir minn og afi okkar, INGIMUNDUR Á. BJARNASON vélvirki frá Skuld, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 5. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Islands. Helga Sæmundsdóttir og fjölskylda, Ingimundur Bergmann, Steinberg Rfkharösson, Hildur Ríkharðsdóttír, Heimir Ríkharösson, Reynir Rfkharösson, t Kveöjuathöfn vinkonu okkar, HULDU BJÖRGÓLFSDÓTTUR, Eskifiröi, veröur f Fossvogskapellu miövikudaginn 5. júní kl. 10.30. Jaröarförin fer fram frá Eskifjaröarkirkju föstudaginn 7. júnf kl. 14.00. Þeim sem vllja minnast Huldu er vinsamlega bent á Byggingarsjóö elliheimilis, ávfsanareikningur 8002, Landsbankanum, Eskifiröi. Kjartan Pálsson, Karl Friöriksaon, Sigrfður Lovísa Bergmann. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, BIRNA H. ÞORSTEINSDÓTTIR, Greniteigi 9, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavfkurkirkju fimmtudaginn 6. júnf kl. 14.00. Alfa Guðmundsdóttir, Ormur Ólafsson, Sigrún Þórmundsdóttir, Eggert Ólafsson, Birna H. Eggertsdóttir, Sígurður Bogason, Jónas Kr. Eggertsson, Kriatin Lárusdóttir og barnabarnabörn. t Faöir minn, tengdafaöir, afi og langafi, MARKÚS A. EINARSSON fyrrverandi forstöðumaur á Litla-Hrauni, veröur jarösunginn frá Neskirkju miövikudaginn 5. júni kl. 13.30. Þorleifur Markússon, Markús Þorleifsson, Soffia Þorleifsdóttir, Guörún Þorleifsdóttir, Gunnhildur Eirfksdóttir, Kristín Pálmadóttir, Anna Elin Svavarsdóttir, Berglind Svavarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.