Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNl 1985 fclk f fréttum „FALCON CREST“ Brúðarklukkurnar óma á þeim bæ v#.i»ce Þeir sem fylgjast með „Falcon Crest“-framhaldsþáttunum á myndböndum hafa kannski gaman af því að sjá hve langt þeir eru komnir með söguna í Bandaríkjunum. Þessar myndir eru teknar í brúðkaupi er brúðurin Melissa og brúðguminn Cole eru að gifta sig, og blm. gat ekki séð betur en fyrrverandi eiginmaður brúðarinnar, Lance, væri hinn ánægðasti með ráðahag þeirra skötuhjúa. Emma, Melissa, Cole, Chase o« Joseph. Keikur 100 ára öldungur Það er ekki ofsögum sagt að menn eldast betur en áður var. Þó mun ekki títt að maður sem kominn er yfir 100 ára aldurinn sé jafn hress og hann Þorvaldur frá Ipishóli í Skagafirði. Þegar vinur hans Sigmar Jónson (faðir kraftakarlsins Jóns Páls) varð fimmtugur laugardaginn 25. maí og gestir streymdu að til að óska þessum mikla félagsmálamanni til hamingju f félagsheimili Skagfirðingafélagsins (nærri 300 manns) og þar með Skagfirð- ingakórinn, þá gekk inn Þorvaldur Jónsson frá Ipishóli, sem er kominn á annað hundraðið, sem sagt rúmlega helmingi eldri en afmælisbarnið, og enn hinn hressasti. Skúli Þór Magnússon ljósmyndari var ekki seinn á sér og festi atburðinn á filmu. Þræll ástarinnar - Bryan Ferry Bryan Ferry, sem árum saman hefur verið í hópi bestu og virtustu poppsöngvara Bretlands, hefur haft hægt um sig um hríð, enda eigi langt síðan að hljómsveit hans, Roxy Music, lagði upp laupana eftir margra ára úthald. Hann er þó kominn á stjá á ný, að þessu sinni með sólóplötu. Hún ber nafnið „A slave for love“, eða þræll fyrir ástina og þykir nafnið ekki ýkja frumlegt og mjög í anda Roxy Music í eina tíð. Ferry er kvennamaður mikill og lenti oft í honum kröppum í eina tíð. Sumir hafa kallað hann Julio Iglesias poppheimsins og nafn það sem hann hefur gefið nýjasta afkvæmi sínu, hljómplötunni, tekur í sama steng. Hann er nú með hljómleikaferðalag í huga, til að ýta undir sölu á plötunni og til að falla ekki í gleymsku ... Rás 2; Rás 2; Rás 2; Rás 2; SPJALLAÐ VIÐ MARGRÉTI BLÖNDAL EÐA „NÆTURDROTTNINGUNA": „Verð líklega á útvarpinu þangað til ég verð rekin“ „ÞEGAR stefið byrjar bíð ég al- veg stíf og svo er ég eins og upp- blásin blaðra í byrjun sem er að smáleka úr, þangað til þátturinn er á enda.“ Það er Margrét Blöndal sem er að lýsa sjálfri sér þegar blm. spyr hana hvort hún sé ekkert stressuð fyrir beinu útsendingarnar sem hún sér um á rás 2, oft undir nafn- inu „næturdrottningin". — Þú byrjaðir á RÚVAK, ekki satt? Jú, ég var atvinnulaus á Akur- eyri og þurfti að fá eitthvað að gera svo ég fór eiginlega i örvænt- ingu minni og sótti um vinnu og var þá alveg eins með ræstingar cða uppvask í huga. Það hvarflaði síst að mér að ég ætti eftir að vera með þætti í útvarpinu. Það var svo fjarlægt. En niðurstaðan varð sú að ég byrjaði með þætti sem nefndust „Útvarp unga fólksins". Er frá leið tók ég mér frí frá því en það leið samt ekki á löngu unz fiðríngur- inn fór að fara um mig og mig var farið að klæja í lófana að nálgast útvarpið aftur og þá sá ég ásamt vinkonu minni Sigríði Pétursdótt- ur um nokkra „Skáldkonuþætti". Ég sótti svo um vinnu á rásinni þegar ég kom suður og líkar vel í næturútvarpinu. — Leikuróu einhverja tegund tónlistar annarri fremur? Ég veit ekki. Ég sleppi oft því nýjasta því Listapoppið er á und- an næturútvarpinu og sumir segja eflaust að ég sé mjög gamaldags. Ætli ég sé ekki veikust fyrir tíma- bilinu frá 1940—1950. Svo eru Bítlarnir í uppáhaldi og skýringin er eflaust sú að ég á þrjá eldri bræður og hef að öllum líkindum fengið bítlaæðið í vöggugjöf því þeirra tónlist hefur ómað fyrir Morjfunbladið/Júlíus Margrét Blöndal sem margir nátthrafnar hlusta eflaust á stundum á rás 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.