Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ1985 45 hugljúfi, hægur og prúður í allri framkomu, en gat þó verið fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var ákaflega listrænn maður í sér og eru til margar teikningar og myndir eftir hann. Sérstaklega þykja málverk hans af ýmsum skipum, sem hann málaði mikið af, einstaklega falleg og vel gerð. Sigurður gekk að eiga unnustu sína, Ingibjörgu Sveinsdóttur úr Reykjavík, 20. október 1979. Börn þeirra eru tvö, Sigríður Ólöf 6 ára og Kristófer Örn á þriðja ári. Óhætt mun að fullyrða að þau hjón hafi verið ákaflega samhent. Af litlum efnum, en með sam- stilltu átaki komu þau sér upp íbúð við Engihjalla í Kópavogi og með stækkandi fjölskyldu keyptu þau sér stærri íbúð sl. haust að Borgarholtsbraut 25, einnig í Kópavogi. Gerði Sigurður sér miklar vonir um að geta búið sem best að fjölskyldu sinni þar. Þau hjón ferðuðust mikið sam- an ásamt börnum sínum innan- lands. Þau innréttuðu sér sendibíl að öllu leyti sjálf og höfðu ferðast hringinn í kringum landið og nokkrar ferðir þvert yfir hálendið á honum. Voru Sigurði þessar ferðir mjög eftirminnilegar. Þó að það sé sárt fyrir okkur samstarfsmenn Sigurðar að sjá á eftir góðum vinnufélaga og vini yfir móðuna miklu, langt um aldur fram, hlýtur harmur og sorg hans nánustu að vera yfirþyrmandi. Við sendum foreldrum hans, systkinum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sérstakar kveðjur sendum við þó Ingibjörgu og börnunum litlu sem alltof stutt fengu að njóta samvista við föður sinn. Megi góð- ur Guð styrkja þau og leiðbeina þeim í þessari miklu sorg þeirra. Blessuð sé minning Sigurðar Arnar Aðalsteinssonar. Starfsmenn Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar annað heimili okkar; og eina nótt- ina hafði ég fæðst uppi á lofti i gamla bænum. Á þessum árum var enn sveit á Kjalarnesi og lífið þar hafði hefðbundinn blæ yfir sér; það var ekki fyrr en síðar að höfuðborgin fór að bera ægis- hjálm yfir þetta byggðarlag. Á hverju sem gekk hafði Helga sama jafnaðargeðið. Hún var glaðlynd, söngvin og skynjaði vel skopið í því sem við bar. Okkur systkinunum tók hún eins og við værum hennar börn. Hún var ekki umvöndunarsöm og ætlaði engum að gera annað en það sem gott var. Sá andi var yfir lífi hennar.. Ég trúi að tekið hafi verið á móti henni með þeim sama anda á nýjum slóðum. Með henni í för er þakkarhugur okkar allra. Jón Sigurðsson Að leiðarlokum minnist ég Helgu Kolbeinsdóttur með nokkr- um orðum. Ég minnist hennar sem einnar bezt gerðrar konu sem leið mín hefur legið með. Ekki felst það í umbrotasömu skemmt- analífi, ekki heldur daglegum tjáskiptum. Ég eignaðist hana að vini, og það var vinátta sem aldrei brást. Hún rofnaði ekki, því hún sá um það. Þegar ég glimdi harð- ast við skapadóma tilverunnar var samband á milli okkar svo Ijúft að vel gætu orð Matthíasar Joch- umssonar til Hallgríms Péturs- sonar — „að sólin skín í gegnum dauðans göng“ — átt heima við þá tilfinningu eina að vita að hún var til, manneskja sem alltaf var á sínum stað, alltaf boðin og búin að gefa ráð og leysa þann vanda sem í hennar valdi stóð. Hún lét aldrei fenna í gangvegi, hvort sem þeir voru farnir oft eða sjaldan. Tryggð og hlýhugur er rnikill fjársjóður. Miklu meiri en það sem mölur og ryð fær grandað. Þó nú ekki bætist við hann í gegnum orð og bros Helgu Kolbeinsdóttur minnkar hann ekki heldur. Hann er og varir með mér. Birta og ylur fylgir mér í mynd frá brosmildu andliti hennar og hjartahlýju sem var svo fölskvalaus. Vini mínum og manni hennar, svo og börnum þeirra og fjölskyld- um, sendi ég samúðarkveðjur og flyt hinni látnu virðingu og þökk. Jónía Jónsdóttir Kristján Sveins- son - Kveðjuorð Við fráfall bestu sona sinna bregður landsmönnum öllum. Vit- undarsvið þjóðarinnar verður um stund sorgarblandið, litirnir dauf- legri. Það rökkvaði í hugarheimi íslendinga þegar fréttin barst: Kristján Sveinsson augnlæknir er dáinn. Læknir, augnlæknir, öðl- ingur og þjóðsagnapersóna í meira en hálfa öld; traustur og mótandi liðsmaður í hinni gífurlegu sókn íslendinga inn á lendur upplýs- inga og kunnáttu, sem staðið hef- ur í nokkra áratugi. Allt þetta skeið hefur Kristján Sveinsson átt öruggan virðingar- sess í huga hvers manns í landi voru, enda mun varla til það heim- ili á íslandi að ekki hafi það notið með einum eða öðrum hætti hæfni hans og mannkosta. Þar er að finna skýringuna á því að hann átti hvern mann í landinu að vini, að hann var hvers manns vinur og bróðir. Dagleg störf Kristjáns mótuð- ust af fornum dyggðum og ein- kenndust af mikilli og djúpri þekkingu. Hann deildi út læknis- dómum sínum með töfrandi lát- leysi líkt og þegar kardínálar kirkjunnar veita sakramenti. Læknastéttin út af fyrir sig stend- ur í þakkarskuld við Kristján sem og allir unnendur og njótendur læknavísinda. Hann var kennari fjölmargra lækna og hjúkrunar- kvenna í augnsjúkdómafræðum; hann átti ásamt öðrum dugandi læknum hlut að því að mönnum má nú skiljast það með öðrum þjóðum, að til er á íslandi sjálf- stæður rannsóknarvilji og þó nokkur klínisk læknisfræði. Kristjáni Sveinssyni var sýndur margskonar trúnaður og sómi af hálfu lækna, hann var m.a. fyrsti formaður Augnlæknafélgs íslands og síðar fyrsti heiðursfélagi þess. Kveðja þessi, rituð í önn dagsins í lækningaferð á Snæfellsnesi, er öðrum þræði kveðja frá Augn- læknafélaginu. Hún er fátækleg tilraun til að votta látnum kenn- ara, samherja og leiðtoga hinstu virðingu. Kristján var okkur læknum hin fegursta fyrirmynd; þessi sístarf- andi mannvinur gekk lengst af á vegum ofar titlum og tignar- merkjum. Hánn sóttist ekki að séð væri eftir glysi heimsins né veg- tyllum en var þó leiddur til hásæt- is. Hann er kvaddur með söknuði. Emil Als Fáir bílar hafa fengið eins lofsamlega dóma og margar viðurkenningar og MAZDA 626, meðal annars: A Bíll ársins í V-ÞýsKalandi w 2 ár í röð (D Bíll ársins í Bandaríkjunum Q Bíll ársins í Japan $ Bíll ársins í Ástralíu €1 Bíll ársins á hýja-5jálandi O Bíll ársins í 5uður-AfríKu MEST FVRIR PENINGANA Þessi margfaldi verðlaunabíll er nú til afgreiðslu strax á sérlega hagstæðu verði. Tryggið ykkur því bíl strax! BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.