Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1985 „MCLgnús, hann fékk hana. mc& sér hcim, en hún ncyndi6t öf þröng y fir axUrnar." ást er ... hana. TM Reg. U.S. Pat. Oft — all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Hvað heita dómararnir í mál- inu þínu? Mamma ætlar að senda þeim þakkarbréf. Það var betra í gamla daga þegar fólk gerði ekki strangar kröfur um nýmjólkina. HÖGNI HREKKVISI 6KU-APU KK/EKUN6UNUM, AUKKI MU5<" Útvarpið er áróðurs- tæki vinstri manna Þorleifur Kr. Guðlaugsson, Lang- holtsvegi 122, Rvík skrifar: (Jtvarpið er fljótt að bregðast við áróðri stjórnarandstöðunnar með því að koma áróðri sínum á framfæri og þannig hefur það ver- ið síðan Vinnuveitendasambandið kunngerði tilboð sitt um samn- ingagerð á næstunni. Nú er reynt að tortryggja at- vinnurekendur og er útvarpið fljótt að koma því á framfæri við almenning. Ekki er af því skafið að það er áróðurstæki vinstri manna, enda óhætt að segja að nýja útvarpslagafrumvarpið er sniðið þannig að t.d. sjálfstæðis- menn komi takmarkað fram sín- um sjónarmiðum gegnum útvarp og sjónvarp svo að þeir komi ekki upp sínum eigin stöðvum án eftir- lits og takmarkana. Þetta á, sem sagt, að vera einokun áfram í fullu gildi. Þröstur ólafsson og Karl Stein- ar eru farnir að viðurkenna að það sé fámennur hópur innan verka- lýðsfélaganna sem ræður fyrir fjöldann og undir niðri er tónninn að knýja fram miklar kauphækk- anir með valdi verkalýðsins. Þetta virkar til áframhaldandi hringverkunar kaupgjalds og verðlags. Það á að hafa sama hátt- inn á og blása upp verðþenslu og gengisfellingar, sem alltaf virka sem kjaraskerðing. Þetta er því mesta afturhaldsstefna innan stéttarfélaganna og til þess fallin að lama allar framfarir í landinu. Þetta kalla ég pólitískar aðgerðir en ekki eðlilega kjarabaráttu og veldur aðeins þjóðinni í heild skaða. Viðhafðar eru hatursfullar að- gerðir gegn atvinnurekendum en ekki eðlileg og réttlát kjaramála- stefna og því miður eru tiltölulega fáir ofstækisfullir menn, sem koma sér fyrir í fremstu röðum vinnustéttanna og vinna þannig skemmdarverkin og halda uppi ill- kvittnum áróðri. Með því er ætl- unin í öllu falli að snúa sökinni upp á atvinnurekendur og stjórn landsins af því þeir eru hræddir við fylgistap við hugmyndir sínar um öfluga félagsþjónustu sem byggist á margföldun skatta sem aftur virka á atvinnulífið sem svefntöflur og með þessu er fram- kvæmdavilji allur svæfður. Að þessu loknu verður ríkis- valdið að hafa frumkvæði að öllu. Þetta er það sem Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið stefna að ásamt Kvennalista og Banda- lagi jafnaðarmanna þrátt fyrir mikinn áróður fyrir því að ríkis- valdið eigi ekki að vera með putt- ana í aðgerðum verkalýðsfélaga og annarra. Þarna eru þeir að reyna að fela sína raunverulegu stefnu, sem er einokun ríkisvaldsins á sem flestum sviðum. Andstæðurnar hjá þessum mönnum eru með ólíkindum á orð- um og athöfnum. Einnig er það með ólíkindum hvernig fólk lætur blekkjast og hafa sig í aðgerðir, sem stangast á við hagsmuni þess þegar á allt er litið af sanngirni. Vitna ég því til þess, sem Ás- mundur Stefánsson sagði í Borg- arnesi í vetur: „Það er mikilvægt að sanngirni og gagnkvæmt traust og skilningur ríki milli launastétt- anna og atvinnurekenda." Mér hefur þó sýnst og heyrst að skiln- ingurinn eigi eingöngu að koma frá vinnuveitendum því verka- lýðsfélögin beita stöðugt valdi til að fá sínu framgengt. Því er ábyrgðin öll hjá þeim í núverandi ástandi. Orðagjálfri vinstri manna eru engin takmörk sett. Duran Duran á Listahátíð Duran Duran-aódáandi skrifar: „Ég vil taka undir það sem svo margir Duran Duran-aðdáendur hafa sagt. Hvernig væri nú að fá einu sinni almennilega hljómsveit á Listahátíðina? Duran Duran væri kjörin í það. Einnig væri skynsamlegt af sjón- varpinu að sýna gömul lög með þeim. Svo vil ég spyrja aðstand- endur rásar 2 hvað þeir hafi eig- inlega á móti Duran Duran. Þeir segja að Duran Duran sé bara smábarnahljómsveit. Það er sko vitleysa. Ég veit um margt fólk sem hlustar á hana og ekki eru það smákrakkar. Og þið megið alveg spila fleiri lög með þessari frá- bæru hljómsveit frekar en þessum sígaulandi hljómsveitum eins og Wham!, U2 og Fankie goes to Hollywood. Það hlustar enginn á það gaul nema þá einhverjir sem hafa ekkert vit á tónlist. Ég veit að margir eru sammála mér um þetta. Svo vil ég að lokum enn ítreka það við forráðamenn Lista- hátíöar að bugsa nú einu sinni um að fá góða hljómsveit til landsins, t.d. Duran DurarJ1 Þessir hringdu . . . Duran Duran- aðdáendur sárir Áki hringdi: Að undanförnu hafa Duran Duran-aðdáendur haft samband við Velvakanda og látið skoðanir sínar í ljós í sambandi við vin- sældalista rásar 2. Þeir tala um skrýtinn vin- sældalista og er ég nú farinn að halda að Duran Duran-aðdáend- ur séu orðnir meiriháttar skrýtnir sjálfir. S.R. og G.T. kvarta undan því að „Some Like It Hot“ og „Save a Prayer" hafi ekkert komist áfram á vinsældarlista rásar 2. Vilduð þið láta lögin fara hærra en í toppsætið? Ég hef nú alltaf haldið að Dur- an Duran-aðdáendur væru dálít- ið ruglaðir en aldrei datt mér í hug að þeir væru svona snar- ruglaðir. Þið vitið það kannski ekki að það hringja 1500 til 2000 manns á hverjum fimmtudegi í vinsældarlista rásar 2 og varla þekkið þið allan þennan fjölda fólks. Ástæðan fyrir því að lögin ykkar komast ekki áfram eins og þið vilduð að þau kæmust er sú að miklu fleira fólk hefur hringt og beðið um einhver önnur lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.