Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 AMánudas U OPEL KADi -oeWMlgBSSS HAPPDRÆTTI SL YSAVARNAFÉLA GS ÍSLANDS Skákmótið í Vestmannaeyjum: Karl, Lombardy og Lein eru efstir — að fimm umferðum loknum Skák Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Vest- mannaeyjum hefur mátt sjá flest það sem góð mót hafa upp á að bjóða, þ.e. æsispennandi skákir, óvænt úr- slit, dramatísk augnablik, löng og hörð endatöfl og síðast en ekki sízt hressilega afleiki. Þó hafa aðeins fimm umferðir af 13 verið tefldar á mótinu og má því með sanni segja að það fari vel af stað. Sem stendur eru þrír skákmenn efstir og jafnir með fjóra vinninga af fimm mögu- legum, þeir Karl Þorsteins og bandarísku stórmeistararnir Lein og Lombardy. Jóhann Hjartarson er skammt undan með þrjá og hálfan vinning og betri biðskák gegn Plask- ett. Það var hart barist um helgina á mótinu í Vestmannaeyjum og Nýtt hefti af Storð komið út NÝTT hefti af tímaritinu Stord er komið út. Á forsíðu er mynd af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt, en í tímaritinu fjallar Aðalsteinn Ing- ólfsson um byggingar hans, og þá sérstaklega Þjóðarbókhlöðuna við Birkimel. Af öðru efni tímaritsins má nefna grein eftir dr. Vilhjálm Eg- ilsson, sem nefnist „Félagsleg að- stoð við fullfrískt fólk“, og er hún grandskoðun á hinu íslenska vel- ferðarþjóðfélagi. Kári Jónasson fréttamaður aðstoðaði við gerð þessarar greinar. Bera Nordal, listfræðingur, skrif- ar um handverk enskra alabasturs- listamanna i íslenskum kirkjum, en þau eru lítt þekkt meðal íslendinga. Bandarískur rithöfundur, Lawrence Millman, skrifar grein í léttum dúr um kynni sín af Islandi og Islend- ingum, m.a. Halldóri Laxness, Jó- hanni Péturssyni, vitaverði, og séra Rögnvaldi Finnbogasyni. Jóhanna Sveinsdóttir á grein í tímaritinu, sem nefnist „Sósurnar streyma sunnan að“, og fjallar hún þar um mataræði íslendinga fyrr og nú eins og það birtist í íslenskum bókmenntum. Loks birtir Storö nýja smásögu eftir Einar Má Guðmundsson, sem hann nefnir „Hláturinn í ljósa- staurnum". Að venju er mikið af vönduðu myndefni að finna í tímaritinu, m.a. eru birtar ljósmyndir sem dr. Kristján Eldjárn tók í fyrsta rann- sóknarleiðangri sínum til Græn- lands árið 1937, en þær hafa ekki verið birtar opinberlega áður. Þá eru í tímaritinu nokkrir smá- þættir, m.a. um kampavín, ljós- myndavélar, þéri.igar og hljóm- tækjakaup. Storð er að þessu sinni 100 bls. að stærð, litprentað. Framkvæmdir að hefjast við hafnargarð á Dalvík: 6 % munur á hæsta og lægsta tilboði SÍDASTLIDINN fimmtudag voru opnuð tilboð í framkvæmdir við Dalvík- urhöfn. Ráðgert er að steypa þekju á 168 lengdarmetra á norðurgarði en þetta er í beinu framhaldi af framkvæmdum frá síðastliðnu ári en þá var rammað niður stálþil og gerð uppfylling. í verkið bárust 4 tilboð en áætlun Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar hljóðaði upp á kr. 6.481.898,00. Inni í þeirri áætlun er gert ráð fyrir steypingu á þekju sem er 2520 fm., en í 1680 fm. á að koma fyrir snjóbræðslukerfi. Þá er reiknað með frágangi á viðlegukanti. Eftir- taldir aðilar gerðu tilboð: Guðlaug- ur Einarsson, Fáskrúðsfirði kr. 4.703.600,00, sem eru 72,5% af áætl- uðum kostnaði. Norðurverk h/f á Akureyri kr. 4.750.690,00, 73,3% af áætlun. Steypustöð Dalvíkur kr. 4.940.780,00, 76,2% af áætlun. Þver- ás, Dalvík kr. 5.078.870,00, 78,4% af áætlun. Munur á hæsta og lægsta tilboði voru aðeins 6%. Hafnarnefnd sam- þykkti að gengið yrði til samninga við Guðlaug Einarsson og er fyrir- hugað að verkið hefjist innan tíðar og því ljúki fyrir 15. september. Fréttaritarar KLÚBBURINN Kynningartilboð Fríklúbbsins ^ Stórkostlegt tækifæri fyrir þig. Megum viö bjóöa þér þaö bezta á Ítalíu, Spáni og Portúgal I 6 manna hópi býðst þér 3000 kr. kynn- ingarafsláttur fyrir ferðafélagana og frítt fyrir þig í 2 vikur í sól og sumaryl. Gildir aðeins næstu daga fyrir nýjar pantanir á fáum óseldum sætum til Italíu, Spánar og Portúgal. Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferð meö ^ Austurstræti 17, símar 26611 og 23510. Ferdaskrifstofan ÚTSÝN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.