Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 AMánudas U OPEL KADi -oeWMlgBSSS HAPPDRÆTTI SL YSAVARNAFÉLA GS ÍSLANDS Skákmótið í Vestmannaeyjum: Karl, Lombardy og Lein eru efstir — að fimm umferðum loknum Skák Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Vest- mannaeyjum hefur mátt sjá flest það sem góð mót hafa upp á að bjóða, þ.e. æsispennandi skákir, óvænt úr- slit, dramatísk augnablik, löng og hörð endatöfl og síðast en ekki sízt hressilega afleiki. Þó hafa aðeins fimm umferðir af 13 verið tefldar á mótinu og má því með sanni segja að það fari vel af stað. Sem stendur eru þrír skákmenn efstir og jafnir með fjóra vinninga af fimm mögu- legum, þeir Karl Þorsteins og bandarísku stórmeistararnir Lein og Lombardy. Jóhann Hjartarson er skammt undan með þrjá og hálfan vinning og betri biðskák gegn Plask- ett. Það var hart barist um helgina á mótinu í Vestmannaeyjum og Nýtt hefti af Storð komið út NÝTT hefti af tímaritinu Stord er komið út. Á forsíðu er mynd af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt, en í tímaritinu fjallar Aðalsteinn Ing- ólfsson um byggingar hans, og þá sérstaklega Þjóðarbókhlöðuna við Birkimel. Af öðru efni tímaritsins má nefna grein eftir dr. Vilhjálm Eg- ilsson, sem nefnist „Félagsleg að- stoð við fullfrískt fólk“, og er hún grandskoðun á hinu íslenska vel- ferðarþjóðfélagi. Kári Jónasson fréttamaður aðstoðaði við gerð þessarar greinar. Bera Nordal, listfræðingur, skrif- ar um handverk enskra alabasturs- listamanna i íslenskum kirkjum, en þau eru lítt þekkt meðal íslendinga. Bandarískur rithöfundur, Lawrence Millman, skrifar grein í léttum dúr um kynni sín af Islandi og Islend- ingum, m.a. Halldóri Laxness, Jó- hanni Péturssyni, vitaverði, og séra Rögnvaldi Finnbogasyni. Jóhanna Sveinsdóttir á grein í tímaritinu, sem nefnist „Sósurnar streyma sunnan að“, og fjallar hún þar um mataræði íslendinga fyrr og nú eins og það birtist í íslenskum bókmenntum. Loks birtir Storö nýja smásögu eftir Einar Má Guðmundsson, sem hann nefnir „Hláturinn í ljósa- staurnum". Að venju er mikið af vönduðu myndefni að finna í tímaritinu, m.a. eru birtar ljósmyndir sem dr. Kristján Eldjárn tók í fyrsta rann- sóknarleiðangri sínum til Græn- lands árið 1937, en þær hafa ekki verið birtar opinberlega áður. Þá eru í tímaritinu nokkrir smá- þættir, m.a. um kampavín, ljós- myndavélar, þéri.igar og hljóm- tækjakaup. Storð er að þessu sinni 100 bls. að stærð, litprentað. Framkvæmdir að hefjast við hafnargarð á Dalvík: 6 % munur á hæsta og lægsta tilboði SÍDASTLIDINN fimmtudag voru opnuð tilboð í framkvæmdir við Dalvík- urhöfn. Ráðgert er að steypa þekju á 168 lengdarmetra á norðurgarði en þetta er í beinu framhaldi af framkvæmdum frá síðastliðnu ári en þá var rammað niður stálþil og gerð uppfylling. í verkið bárust 4 tilboð en áætlun Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar hljóðaði upp á kr. 6.481.898,00. Inni í þeirri áætlun er gert ráð fyrir steypingu á þekju sem er 2520 fm., en í 1680 fm. á að koma fyrir snjóbræðslukerfi. Þá er reiknað með frágangi á viðlegukanti. Eftir- taldir aðilar gerðu tilboð: Guðlaug- ur Einarsson, Fáskrúðsfirði kr. 4.703.600,00, sem eru 72,5% af áætl- uðum kostnaði. Norðurverk h/f á Akureyri kr. 4.750.690,00, 73,3% af áætlun. Steypustöð Dalvíkur kr. 4.940.780,00, 76,2% af áætlun. Þver- ás, Dalvík kr. 5.078.870,00, 78,4% af áætlun. Munur á hæsta og lægsta tilboði voru aðeins 6%. Hafnarnefnd sam- þykkti að gengið yrði til samninga við Guðlaug Einarsson og er fyrir- hugað að verkið hefjist innan tíðar og því ljúki fyrir 15. september. Fréttaritarar KLÚBBURINN Kynningartilboð Fríklúbbsins ^ Stórkostlegt tækifæri fyrir þig. Megum viö bjóöa þér þaö bezta á Ítalíu, Spáni og Portúgal I 6 manna hópi býðst þér 3000 kr. kynn- ingarafsláttur fyrir ferðafélagana og frítt fyrir þig í 2 vikur í sól og sumaryl. Gildir aðeins næstu daga fyrir nýjar pantanir á fáum óseldum sætum til Italíu, Spánar og Portúgal. Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferð meö ^ Austurstræti 17, símar 26611 og 23510. Ferdaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.