Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNt 1985 25 ráðsins að kalla saman fulltrúa 21s ríkis í þessu skyni. Niðurstaða þessarar ráðstefnu — „Stras- borgar-frumkvæðið" — eykur mér bjartsýni varðandi þetta. Heima í Bandaríkjunum er haf- ið mikið átak til að efla og þróa lýðræðislegar hugsjónir og stofn- anir í þágu þeirra. Bandaríkin fóru í þessu efni að dæmi Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands og á Bandaríkjaþingi var samþykkt sérstök fjárveiting til að efla lýð- ræðið. Í framhaldi af því hefur verið komið á fót stofnunum á vegum verkalýðsfélaga, viðskipta- aðila og stjórnmálaflokka með það að markmiði að skipuleggja áætl- anir um samvinnu lýðræðisafla um allan heim. Ég geri mér vonir um að önnur lýðræðisríki leggi lika sitt af mörkum og láti í té þekkingu sína og atorku í þágu þessa málstaðar. Aldagamall fjársjóður Hér í Vestur-Evrópu hafið þið komið á fjölþjóðlegu lýðræðislegu samfélagi þar sem eiga sér stað óhindruð samskipti einstaklinga og þar sem skipzt er á upplýsing- um, vörum og menningarlegum verðmætum. Það er von mín, von okkar, að á 2lstu öldinni, sem rennur upp eftir aðeins 15 ár, geti allir Evrópubúar — allt frá Moskvu til Lissabon — ferðast um án vegabréfs og að þá eigi menn og hugmyndir greiða leið, einnig um hinn helming Evrópu. Það er ein- læg ósk mín að á næstu öld verði ein og frjáls Evrópa. Ég legg ekki trúnað á orð þeirra sem segja að þjóðir Evrópu séu um þessar mundir lamaðar og svartsýnar. Og við þá sem standa í þessari trú vil ég segja þetta: Evr- ópa, ástkæra Evrópa, þú ert meiri og máttugri en þú veizt. Þú ert hinn aldagamli fjársjóður vest- rænnar hugsunar og vestrænnar menningar; þú ert faðir vestrænna hugsjóna og móðir vestrænnar trúar. Evrópa, þú hefur verið máttur og dýrð Vesturlanda og siðgæði þitt hefur borið árangur. I þeim hörmungum sem komu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar hafn- aðir þú alræði, þú hafnaðir fals- kenningum um nýtt ofurmenni og „nýjan kommúnískan mann“. Þú. sannaðir að þú varst — og ert — sigur siðgæðisins. Þið Vesturlandabúar eruð Evr- ópa án blekkingar, Evrópa sem stendur föstum fótum á þeim hug- sjónum og hefð sem gerðu hana máttuga, Evrópa sem er óháð og án fjötra hugmyndafræði sem er komin í þrot. Þið eruð ný Evrópa sem er að hefja nýja öld — lýð- ræðisfélag sem getur verið stolt yfir miklu. Okkar bíða mikil verkefni. Þeim má líka við byggingu mikillar dómkirkju. Verkið gengur hægt. Það er flókið og erfitt viðfangs. Með stolti er því haldið áfram, kynslóð fram af kynslóð. Þetta er ekki aðeins verk leiðtoga heldur einnig hins almenna manns. Dómkirkjan mótast og hún hefst eftir því sem verkinu miðar og í samræmi við það sem hver kyn- slóð leggur af mörkum. En hin upphaflega hugsjón er hin sama og einnig trúin sem gerir hana að veruleika. Árangurinn lætur ef til vill á sér standa en börn okkar og börn þeirra munu sjá boga hennar og turna taka á sig mynd og eiga þá trú, hollustu og kærleika sem þeir hófust af. Vinir mínir, Evrópa er dómkirkjan og enn er hún upp- ljómuð. Og ef þið efist um viljastyrk ykkar, andagift og kraft til að fylgja einhverju eftir, minnist þá þess fólks fyrir fjörutíu árum sem grét í rústunum, sem hló á stræt- um úti, fylkti sér um gjörvalla Evrópu, fagnaði Churchill af ástúð og hollustu og söng „Marseillaise“ á breiðgötunum. Slík andagift hverfur ekki. Hún verður ekki að engu; hún yfirgefur okkur ekki. í henni búa enn söngvar sem á eftir að syngja. MorgunhlaiHd hirtir hér semni hJuu ræóo RonaMt; Reagnn, Band aríkjaíorseta, é Evropuþinginu i ' Stranbourf; St mai sidastiiómn. Jazzballettskóli Báru Líkamsrækt SUÐURVERI 18. júní—4. júlí 3ja vikna 4x í viku eöa tvisvar. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Morg- un-, dag- og kvöldtímar. Allir finna flokk viö sitt hæfi í Suöurveri. Innritun í síma 83730. 8. júlt—18. júlL 2ja vikna 4x í viku. Stutt, fjörugt og skemmtilegt fyrir byrjend- ur og framhald. Innritun í síma 83730. Akranes 10. júní—20. júní. 2ja vikna 3x í viku. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Jazzballett fyrir ungt fólk. Innritun í Rein á kennslutíma. Sími 1630. Kennari Bára Magnúsdóttir. 22. júlt—1. ágúst. 2ja vikna 4x í viku. Innritun í síma 83730. 10. júní—20. júní. 2ja vikna 3x í viku. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Jazzballett fyrir ungt fólk. Innritun í Heilsuhorninu, sími 1267. Kennari Anna Norðdahl. Sæluvika 28. júní—4. júlí! Innritun í síma 36645. 8. júlí—25. júlí. 3ja vikna 3x í viku. Inn- ritun í síma 36645. Jazz hjá Sigrúnu, 2 vikur 3x í viku, 10. júni—20. júní. 6.30 byrjendur 7.30 lengra komnir 8.30 lengst komnir Mánudaga — miðvikudaga — fimmtudaga Innritun i síma 83730. Gjald 900 kr. Sigrún Soul jazz og jazz hjá Agnesi 24. júní—4. júlí. Innritun í síma 83730. Jazz hjá Sigriöi. 8. júlí—18. julí. Innritun i síma 83730. Modern jazz og jazz hjá Irmu 22. júlí—1. agust. Innritun í síma 83730. mUlee Allir kennararnir nýkomnir af namskeiði i London með það nýjasta frá Pineapple.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.